Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

15. fundur 05. desember 2006 kl. 18:00 - 19:15 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 5. desember 2006, kl. 18 í
Tjarnarsal.
Mættir: Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Anný Helena Bjarnadóttir,
Bergur Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigríður Ragna
Birgisdóttir. Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
1. Fundargerð 11. fundar bæjarráðs 14. nóvember 2006.
Varðandi 16. lið um samstarf í félagsþjónustu og barnavernd milli Sveitarfélagsins
Voga, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs vill bæjarstjórn fagna
samkomulaginu og lýsir því yfir að hún bindur miklar vonir við samstarfið.
Nokkrar umræður og fyrirspurnir um einstaka liði fundargerðarinnar.
Til máls tóku: Íris Bettý, Anný Helena, Inga Sigrún, Róbert og Inga Rut.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 12. fundar bæjarráðs 28. nóvember 2006.
Varðandi 1. lið þá leggur meirihluti bæjarstjórnar fram tillögu um að breytingu á
deiliskipulagi við Akurgerði og Vogagerði verði samþykkt og felur forstöðumanni
tæknideildar að svara framkomnum athugasemdum og senda tillöguna til
Skipulagstofnunar til umsagnar.
Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá.
Varðandi 2. lið þá leggur meirihluti bæjarstjórnar til að reglur um lækkun og
niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega verði samþykktar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Varðandi 10. lið leggur meirihluti bæjarstjórnar fram eftirfarandi bókun.
Byggingafulltrúa hefur verið falið að gera úttekt á húsnæði Glaðheima sem verði
grundvöllur frekari ákvarðanatöku um framtíð hússins.
Nokkrar umræður og fyrirspurnir um einstaka liði fundargerðarinnar.

2
Til máls tóku: Inga Rut, Inga Sigrún, Bergur, Hörður, Sigríður Ragna og Róbert.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 13. fundar skipulags- og byggingarnefndar dags. 30. nóvember
2006.
Forseti leggur fram tillögur um að breyting á aðalskipulagi við Heiðarholt og
Hraunholt verði samþykkt og að forstöðumanni tæknideildar verði falið að senda hana
til Skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra til umsagnar og staðfestingar.
Ennfremur að afgreiðsla tillögu um breytingu á deiliskipulagi við Heiðarholt og
Hraunholt verði frestað þar til aðalskipulagstillaga hefur hlotið staðfestingu ráðherra.
Tillögurnar eru samþykktar samhljóða.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
4. Bréf frá Samtökum herstöðvaandstæðinga dags. 23. ágúst 2006.
Inga Sigrún leggur fram tillögu um að sveitarfélagið móti sér stefnu í friðar- og
öryggismálum og fresti því að taka afstöðu til tillögu Samtaka herstöðvarandstæðinga.
Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga lýsir því að sveitarfélagið er, eftir bestu vitund
bæjarfulltrúa, kjarnorkuvopnalaust svæði og bæjarstjórn felur félagsmála- og
jafnréttisnefnd að vinna að mannréttinda- og friðarstefnu sveitarfélagsins.
Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Sigríður Ragna og Róbert.
5. Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2006.
Bæjarstjóri fór yfir helstu atriði áætlunarinnar, en hún var til umræðu á bæjarráðsfundi
þann 14. nóvember og aftur þann 28. nóvember.
Helstu atriði þegar litið er til samstæðunnar, þ.e. A og B hluta, eru eftirfarandi:
 Heildartekjur: 451,5 milljónir.
 Gjöld: 454 milljónir.
o þ.a. laun og launatengd gjöld 274,5 milljónir
 Niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði neikvæð um 2,5 milljónir
 Rekstrarniðurstaða neikvæð um 72 milljónir.
 Veltufé frá rekstri neikvætt um 11,5 milljónir.
 Eignir 884,8 milljónir.
 Skuldir og skuldbindingar, án skuldbindinga vegna leigusamninga fasteigna:
606 milljónir.
 Eigið fé 278,7 milljónir.

3
Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir aukinni lántöku á árinu upp á 80 milljónir
króna til endurfjármögnunar lána og til greiðslu afborganna lána næsta árs. Handbært
fé í árslok verður þannig 41 milljón króna að teknu tilliti til lántökunnar.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2006 er samþykkt með 4 atkvæðum, en 3 sitja hjá.
6. Útsvarsprósenta ársins 2007.
Varaforseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að útsvarsprósenta ársins 2007 verði
óbreytt frá fyrra ári, þ.e. 13,03%.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15

Getum við bætt efni síðunnar?