Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

32. fundur 06. maí 2008 kl. 18:00 - 20:30 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 6. maí 2008, kl. 18.00 að Hafnargötu
17- 19.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Bergur
Álfþórsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigríður Ragna Birgisdóttir og Jón Elíasson.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Oddur Gunnar Jónsson, ráðgjafi frá KPMG endurskoðun er gestur fundarins.
1. Fundargerðir 43. og 44. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstaka liði fundargerðanna.

Með vísan 4. liðar í 43. fundargerð um Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
leggur Hörður fram eftirfarandi bókun.
Á kjörtímabilinu hafa verið haldin þrjú Landsþing á vegum Sambands íslenskra
sveitarfélaga, en H- listinn hefur kosið að mæta á aðeins á þingið á Akureyri. Fulltrúi
H- listans hefur ekki mætt á þau tvö þing sem haldin hafa verið í Reykjavík, þar sem
engin ferðalög hafa verið í boði.
Með þessu kemur H –listinn í veg fyrir að íbúar Sveitarfélagsins Voga eigi fullskipaða
sveit á þessum helsta stefnumótunarvettvangi sveitarfélaga á Íslandi. Lýsir það líklega
best þeim áhuga sem H –listinn hefur á því að huga að hagsmunum íbúa þessa
sveitarfélags.
Íris Bettý bókar að fulltrúi H- listans á landsþingum Sambands íslenskra sveitarfélaga
er ekki viðstaddur og vill hún að fulltrúinn hafi tækifæri til að svara fyrir sig síðar.
Hörður bókar að fulltrúi H- listans hafi boðað sig á þingið, ekki mætt og heldur ekki
boðað varamann. Þannig hafi H –listinn komið í veg fyrir að sveitarfélagið hafi tvo
fulltrúa á þinginu.
Forseti vill vekja athygli bæjarfulltrúa á að samkvæmt 27. gr. sveitarstjórnarlaga er
sveitarstjórnarmanni skylt að sækja alla sveitarstjórnarfundi og fundi í nefndum á
vegum sveitarstjórnar nema lögmæt forföll hamli. Hver sveitarstjórnarmaður er
skyldur til að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni
sveitarstjórnarinnar.

2
Forseti leggur fram eftirfarandi bókun með vísan til 13. liðar 43. fundargerðar.
Meirihluti E- listans fagnar nýjum kjarasamning milli Félags grunnskólakennara og
Launanefndar sveitarfélaga og þeim bættu kjörum sem hann hefur í för með sér fyrir
kennara. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur undanfarið unnið að bættum kjörum
starfsmanna, m.a. því að bjóða öllum starfsmönnum sem búa utan sveitarfélagsins
eldsneytisstyrk, sérstökum heilsuræktarstyrk og hvatagreiðslum sem eru eins og best
gerist á landinu.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða. Fulltrúar H– listans setja fyrirvara um tvö
mál sem eru á dagskrá bæjarstjórnar undir lið 4 og 9.
Til máls tóku: Birgir Örn, Hörður og Íris Bettý.
2. Fundargerðir 27. og 28. fundar skipulags- og bygginganefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstaka liði fundargerðanna.
Með vísan til 5. máls í 27. fundargerð skipulags- og bygginganefndar, óskar Íris Bettý
eftir viðbrögðum bæjarfulltrúa meirihlutans við afgreiðslu skipulagsnefndar á umsókn
um stöðuleyfi við Breiðagerði 3.
Íris Bettý ítrekar fyrri bókanir H- listans um að formaður skipulags- og
bygginganefndar ætti að segja af sér vegna þess að hann fór ekki að þeim lögum og
reglum sem honum og öðrum ber að fylgja.
Forseti bókar varðandi raflínur í drögum að tillögu Aðalskipulags Sveitarfélagsins
Vogar 2007- 2027.
Málið er enn til vinnslu innan Suðurlinda þar sem H- listinn á fulltrúa og þekkir gang
mála. Stjórn Suðurlinda hefur átt viðræður við Landsnet undanfarnar vikur og er verið
að vinna að lausn í samstarfi sveitarfélaganna þriggja.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Íris Bettý, Hörður, Jón
3. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2007. Fyrri umræða.
Oddur Gunnar Jónsson, ráðgjafi KPMG endurskoðunar fer yfir framsetningu
ársreikningins og helstu atriði.
Bæjarstjóri fer yfir helstu niðurstöður og leggur áherslu á að trygg fjármálastjórn og
gott samstarf við forstöðumenn stofnanna er grundvöllur þess að hægt er að ná tökum
á rekstri sveitarfélagsins.
Helstu niðurstöður samstöðureiknings eru eftirfarandi.
Tekjur 560.904.319 kr.
Gjöld 542.937.954 kr.
Rekstrarniðurstaða f/fjármagnsliði 17.966.365 kr.
Fjármagnsliðir 1.134.363.618 kr.

3

Rekstrarniðurstaða 1.152.329.983 kr.
Eignir 2.163.064.721 kr.
Skuldir og skuldbindingar án fasteignaleigusamninga 768.243.876 kr.
Skuldbindingar vegna fasteignaleigusamninga 1.139.779.000 kr.
Veltufé frá rekstri 129.331.166 kr.
Forseti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun.
Nú liggur ársreikningur Sv. Voga fyrir árið 2007. Óhætt er að segja að hér sé um
algjöran viðsnúning að ræða í rekstri sveitarfélagsins á aðeins rúmu ári undir stjórn E-
listans. Við upphaf nýs kjörtímabils var óháður aðili fengin til að gera úttekt á
fjármálum sveitarfélagsins og var niðurstaða hans að staðan væri vægast sagt erfið.
Sveitarfélagið hafði verið rekið með miklum halla sem fjármagnaður var með sölu
eigna og lántöku. Veltufé frá rekstri var iðulega neikvætt, sem þýðir að sveitarfélagið
gat ekki staðið undir afborgunum lána.
Nýr meirihluti lagði strax í mikla vinnu við að endurskoða ferla við áætlanagerð og
fékk nýja ráðgjafa til starfa. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar til að skýra og bæta
fjármálastjórn sveitarfélagsins og upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Fyrirliggjandi
ársreikningur ber það með sér að þessar breytingar eru að skila árangri.
Rekstrarniðurstaða samantekins árshlutareiknings, án fjármagnsliða, sýnir hagnað upp
á tæplega 18. millj.kr. samanborið við tæplega 40 milljóna króna halla árið 2006.
Niðurstaða án fjármagnsliða er að mestu án áhrifa af sölu á hlutum í Hitaveitu
Suðurnesja og því ljóst að ábyrg fjármálastjórn er að skila góðum árangri.
Enginn vafi er á því að sala á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja leggur góðan grunn að
áframhaldandi traustum rekstri. Framfarasjóður sem stofnaður hefur verið skilar
miklum vaxtatekjum ár hvert sem nýttar verða til ýmissa framfaraverkefna fyrir íbúa
sveitarfélagsins.
Veltufé frá rekstri nemur rúmlega 129 milljónum króna, eða 20,3% af rekstrartekjum.
Til samanburðar má geta þess að veltufé til rekstrar (neikvætt) var í kringum 6% árið
2006. Þetta er því viðsnúningur upp á rúm 26%. Ef við skoðum langtímaskuldir í
hlutfalli við veltufé frá rekstri, þá tæki 3,2 ár að greiða niður skuldir sveitarfélagsins
ef sveitarfélagið myndi nýta veltuféð eingöngu til niðurgreiðslu skulda og biði með
allar fjárfestingar. Það er hinsvegar ekki stefnan, heldur verður fjárfest í uppbyggingu
sveitarfélagsins eins og metnaðarfull 3 ára áætlun E- listans ber með sér.
Mikilvægt er að byggja á þessum grunni og halda áfram því góða starfi sem innt hefur
verið af hendi við fjármálastjórn sveitarfélagsins. Þar spila forstöðumenn stofnanna
lykilhlutverk sem fyrr og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir vel unnin störf á liðnu
ári.
Ábyrg fjármálastjórn er grundvöllur þess að hægt sé að halda áfram uppbyggingu
fjölskylduvæns samfélags með þjónustu í fremstu röð. Sveitarfélagið Vogar hefur alla
burði til að vera í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Þau tæpu tvö ár sem E- listinn
hefur verið við stjórn hefur verið unninn traustur grunnur til framtíðar. Ofan á þann
grunn verður byggt undir styrkri stjórn E- listans.

4

Forseti vísar ársreikningnum til seinni umræðu bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Oddur Gunnar Jónsson, ráðgjafi, Róbert, Íris Bettý og Birgir Örn.
4. Bréf frá starfsmönnum Stóru- Vogaskóla dags. 29. apríl 2008.
Bréfið er lagt fram og gefur forseti orðið laust.
Íris Bettý leggur fram tillögu um að ákvörðun bæjarráðs um breytingar á
akstursstyrkjum starfsmanna sveitarfélagsins verði ekki staðfest vegna andstöðu
starfsmanna skólans.
Hörður spyr fulltrúa H- listans hvort þessi tillaga sé líka tillaga oddvita listans, eða
hvort hún sé aðeins tillaga þeirra þriggja fulltrúa sem sitja fundinn í dag.
Ef þetta sé tillaga þeirra þriggja fulltrúa sem sitja fundinn, í andstöðu við oddvita
listans og fulltrúa í bæjarráði, þá sé vafi um umboð oddvitans til setu í bæjarráði og sé
til marks um klofning innan minnihlutans.
Íris Bettý svarar því til að bæjarfulltrúar séu lýðræðislega kjörnir og aðeins bundnir af
sannfæringu sinni.
Forseti ber upp breytingartillögu Írisar.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Foseti leggur fram eftirfarandi bókun.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þakkar bréfriturum fyrir bréfið. Bæjarstjórn tekur
undir með bréfriturum að kennarar, eins og aðrir starfsmenn, muni leita eftir bestu
fáanlegum kjörum hverju sinni. Sem kunnugt er hefur bæjarstjórn samþykkt
hvatagreiðslur til allra starfsmanna sveitarfélagsins og kom fyrri hluti til greiðslu nú
um mánaðarmótin. Í hlut kennara koma 100.000 kr á þessu ári, auk heilsuræktarstyrks
upp á 15.000 kr sem er eins og best gerist á landinu. Sveitarfélagið Vogar er því
fyllilega samkeppnishæft hvað varðar kjör. Að auki hefur bæjarráð samþykkt að gerð
verði tilraun frá ágúst 2008 til ágúst 2009 þar sem öllum starfsmönnum, nema
stjórnendum, sem koma úr öðrum sveitarfélögum til starfa hjá Sveitarfélaginu Vogum
fái mánaðarlega 10 þúsund króna inneign á eldsneyti.
Sigríður Ragna leggur fram eftirfarandi bókun.
Þessar breytingar á fyrirkomulagi akstursstyrkja eru algerlega fáranlegar og engan
veginn í takt við nýútkomna skýrslu sem unnin var út frá skoðanakönnun sem gerð
var á meðal starfsfólks sveitarfélagsins í desember síðastliðnum. En þar kom einmitt
fram að vinna þyrfti með hollustu starfsfólks skólans í garð vinnustaðar síns. Það er
kaldhæðnislegt að einmitt það starfsfólk sem sýnt hefur vinnustað sínum hvað mesta
hollustu í allt að 25 ár skuli nú fá spark í rassinn á þann hátt sem raun ber vitni.
Til máls tóku: Birgir Örn, Íris Bettý, Hörður og Sigríður Ragna.
5. Reglur um Framfarasjóð Sveitarfélagsins Voga. Seinni umræða.
Reglurnar voru til fyrri umræðu 9. mars síðastliðinn.

5

Forseti gefur orðið laust.
Íris Bettý leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
3. mgr. 2. gr. breytist og verði svohljóðandi:
Markmið sjóðsins er að tryggja honum sem besta ávöxtun miðað við enga áhættu og
að stofnframlag skv. 3. gr. haldi verðgildi sínu til framtíðar.
5. mgr. 5. gr. breytist og verði svohljóðandi:
Til að tillaga um að ganga á höfuðstól hljóti samþykki skal hún njóta stuðnings aukins
meirihluta bæjarstjórnar (2/3) við báðar umræður í bæjarstjórn.
Forseti ber breytingatillögur Írisar upp til atkvæða.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Forseti samþykktina upp atkvæða.
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Birgir Örn, Íris Bettý, Róbert, Sigríður Ragna, Hörður og Jón.
6. Samþykkt um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga
Forseti leggur fram tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar að samþykktum
Ungmennaráðs og gefur orðið laust.
Forseti leggur til að tillögurnar verði samþykktar og að Íþrótta- og tómstundanefnd
verði falið að skipa fulltrúa í ráðið.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Sigríður Ragna og Bergur
7. Samþykkt um Öldungaráð Sveitarfélagsins Voga og tilnefningar í
ráðið.

Forseti leggur fram tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar að samþykktum Öldungaráðs
og gefur orðið laust.
Forseti fagnar því að þessi tvö kosningaloforð E- listans, þ.e. um Ungmenna- og
Öldungaráð séu komin til framkvæmda.
Forseti leggur til að tillögurnar verði samþykktar og að Íþrótta- og tómstundanefnd
verði falið að skipa fulltrúa í ráðið.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Sigríður Ragna, Bergur og Íris Bettý.
8. Tillögur stýrihóps um starfsmannastefnu og stjórnskipulag
Sveitarfélagsins Voga.

6
Bæjarstjóri kynnir tillögur stýrihóps um starfsmannastefnu og stjórnskipulag
Sveitarfélagsins Voga.
Forseti gefur orðið laust.
Íris Betttý leggur fram eftirfarandi bókun.
Þegar við lögðum til á bæjarstjórnarfundi 2006 að farið yrði í endurskoðun á
starfsmannastefnu sveitarfélagsins gátum við ekki gert okkur í hugarlund að við
værum að kalla yfir okkur allar þær stjórnsýslubreytingar sem nú eru bornar upp til
samþykktar.
Við gerum alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð meirihlutans að byrja að
vinna eftir nýju skipuriti áður en það hefur verið tekið til afgreiðslu í bæjarstjórn eins
og lög gera ráð fyrir. Nú síðastliðinn sunnudag voru auglýst ný störf í sveitarfélaginu
skv. þessu nýja skipulagi án þess að það hafi hlotið samþykki bæjarstjórnar og án
þess að full samstaða hafi verið um breytingarnar í bæjarráði.
Auk þess finnst okkur að slíkar breytingar hefði þurft að kynna fyrir starfsmönnum
sveitarfélagsins sem margir hverjir eru að fá nýja yfirmenn í því skyni að skapa
samstöðu og jákvæðni gagnvart breytingunum.
Við leggjum til að frestað verði að leggja niður atvinnumálanefnd þar til nefndinni
hefur verið gefið tóm til að ganga frá þeim málum sem á borði hennar er og þar til hún
hefur gert bæjarráði grein fyrir þeim. Við viljum benda á að fyrir síðustu kosningar
voru atvinnumálin í höndum bæjarstjórnar eins og nú er ætlunin að hverfa til aftur en
þá þótti E listanum það sýna metnaðarleysi H –listans í atvinnumálum. Er það þetta
sama metnaðarleysi sem meirihlutinn er nú að leggja til að horfið verði til?
Við viljum leggja til að skoðað verði vel hvernig skörun er á mili starfssviðs
forstöðumanns íþrótta og tómstundamannvirkja og umsjónamanns fasteigna.
Einnig mótmælum við því að starf tómstunda og forvarnarfulltrúa verði lagt niður í
ljósi þess að boðuð var aukin áhersla á forvarnarmál í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir að
þau muni flokkast undir nýja stöðu frístunda og menningarfulltrúa óttumst við að þau
fái ekki nægilegt vægi þar vegna þess umfangs sem það starf á að uppfylla.
Að lokum viljum við fagna því að skýrslan leggi til markvissa sýn og endurmenntun
starfsmanna sveitarfélagsins og leggjum til að að unnið verði nú þegar að því að koma
því í framkvæmd.
Bæjarstjóri tekur fram að í fjárhagsáætlun sé heimild til ráðningar bæjarritara. Auk
þess sé eðlilegt verklag að fá tillögur samþykktar í bæjarstjórn áður en þær eru
kynntar fyrir starfsmönnum. Áhyggjur af afdrifum forvarnarmála eru óþarfar þar sem
forvarnarmál snerti nánast alla starfsemi sveitarfélagsins. Sem dæmi má nefna að um
10% foreldra barna yngri en 18 ára sátu foreldrafærninámskeiðið SOS sem öllum
foreldrum 2- 12 ára barna var boðið upp á án endurgjalds.
Forseti leggur fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti E- listans telur þessar breytingar vera mikið framfaraskref fyrir starfsmenn
og íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar eru faglega unnar, en upplýsinga var leitað meðal

7
starfsmanna með viðhorfskönnun, viðtölum og rýnihópum. Sú vinna skilaði miklu
magni upplýsinga sem notað var við vinnslu tillagnanna, auk starfsmannastefnu og
framtíðarsýnar. Sú stefnumótun verður tekin til umræðu innan skamms.
Sama stjórnskipulag hefur verið við lýði í sveitarfélaginu til langs tíma og þörf á að
endurskoða það í ljósi fjölgun íbúa og verkefna. Síðastliðin tvö ár hefur íbúum fjölgað
um 200 einstaklinga, eða 20%. Auk þess hefur sveitarfélagið tekið í notkun nýtt
húsnæði sem býður upp á mikla möguleika við þróun þjónustu sveitarfélagsins. Með
nýju stjórnskipulagi og breyttri verkaskiptingu milli stjórnenda er verið að skapa
möguleika til þess að fullnýta þá möguleika.
Með ráðningu bæjarritara skapast forsendur til að sinna enn betur starfsmannamálum
sem mun skila sér í bættu starfsumhverfi fyrir fjölbreyttan hóp starfsmanna
sveitarfélagsins.
Hið nýja skipurit skýrir verkaskiptingu milli kjörinna fulltrúa og starfsmanna.
Skipulagið er sett upp með þeim hætti að hver nefnd hefur aðgang að starfsmanni.
Hlutverk kjörinna fulltrúa er að útfæra stefnu bæjarstjórnar, en starfsmanna að
framkvæma.
Nú hefur sveitarfélagið efni til að vinna úr að bættu skipulagi og þjónustu. Þær
breytingar sem unnið hefur verið að nú þegar, s.s. við gerð og eftirfylgni
fjárhagsáætlunar hafa skilað góðum árangri. Þær breytingar sem lagt er upp með í
þessum tillögum teljum við að muni skila sér í skilvirkari rekstri sveitarfélagsins og
bættu starfsumhverfi.
Forseti leggur til að tillögurnar verði samþykktar og að skipaður verði
innleiðingarhópur sem í sitja bæjarstjóri, skrifstofustjóri og fulltrúi starfsmanna sem
valinn verður á fundi með trúnaðarmönnum starfsmanna.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku:Birgir, Róbert og Íris Bettý.
9. Tillögur vinnuhóps um samstarf Garðs, Sandgerðis og Voga í skipulags-
og byggingarmálum.
Forseti kynnir tillögur vinnuhóps um samstarf Garðs, Sandgerðis og Voga í skipulags-
og byggingarmálum og gefur orðið laust.
Bæjarstjórn samþykkir að vinna áfram að málinu á grundvelli tillögu vinnuhópsins.
Til máls tóku: Birgir Örn og Íris Bettý.
10. Deiliskipulagstillaga Vogagerði 21- 23.
Forseti gefur orðið laust um tillöguna.
Athugasemdir bárust frá einum aðila og hefur skipulags- og bygginganefnd tekið tillit
til þeirra við endanlega afgreiðslu tillögunnar.
Forseti leggur til að skipulagstillagan verði staðfest og send til auglýsingar í B- deild
stjórnartíðinda með breytingatillögum skipulags- og bygginganefndar.

8

Samþykkt með fjórum atkvæðu, þrír sitja hjá.
Til máls tók: Birgir Örn.
11. Deiliskipulagstillaga Aragerði 2-4.
Forseti gefur orðið laust varðandi tillöguna.
Tillaga Trésmiðju Snorra Hjaltasonar að deiliskipulagi reitsins Aragerði 2-4 lögð
fram. Í tillögunni er gert ráð fyrir tveimur fjögurra íbúða húsum á tveimur hæðum
með aðkomu um Aragerði.
Með vísan til framkominna hugmynda um breytingar á skipulagi við Vogagerði og
Vogatjörn leggur forseti til við bæjarstjórn að unnið verði heildarskipulag af reitnum
frá Aragerði og að Vogatjörn. Í þeirri vinnu verði tekið mið af tillögu TSH fyrir lóðina
Aragerði 2-4.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn og Sigríður Ragna.
12. Ráðning leikskólastjóra.
Forseti gefur orðið laust.
Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki tillögu fræðslunefndar um að María
Hermannsdóttir verði ráðin skólastjóri leikskólans Suðurvalla.
Bæjarstjórn býður Maríu velkomna til starfa í nýju hlutverki.
Bæjarstjórn þakkar Salvöru Jóhannesdóttur fráfarandi leikskólastjóra fyrir vel unnin
störf undanfarin ár og óskar henni góðs gengis á nýjum vettvangi.
Samþykkt samhljóða.
13. Breytingar á fulltrúum í nefndum.
Forseti les upp beiðni Annýjar Helenu Bjarnadóttur bæjarfulltrúa um lausn frá
störfum þar sem hún hyggst flytja úr sveitarfélaginu á næstu misserum og mun því
missa kjörgengi.
Sæti Annýjar Helenu í bæjarstjórn tekur Bergur Álfþórsson og er hann boðinn
velkominn til starfa.
Forseti leggur til að Inga Rut Hlöðversdóttir verði 1. varaforseti bæjarstjórnar og
Bergur Álfþórsson 2. varaforseti.
Forseti leggur til eftirfarandi breytingar á fulltrúum sveitarfélagsins í nefndum og
stjórnum sem Anný Helena hefur sinnt.
Sæti Annýjar Helenu í stjórn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja taki Bergur Álfþórsson.
Til vara verði Brynhildur Hafsteinsdóttir, varabæjarfulltrúi.

9
Inga Rut Hlöðversdóttir verði varamaður í stjórn Suðurlinda ohf. í stað Annýjar
Helenu.
Bergur Álfþórsson verði 2. varamaður í bæjarráði.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja.
Bæjarstjórn þakkar Anný Helenu fyrir fórnfúst starf og ánægulegt samstarf undanfarin
tvö ár, og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Bæjarstjórn býður Berg velkominn til starfa í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.30.

Getum við bætt efni síðunnar?