Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

39. fundur 29. janúar 2009 kl. 18:00 - 19:30 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 29. janúar 2009 kl. 18.00 að Hafnargötu
17- 19.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson,
Brynhildur Hafsteinsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Jón Elíasson
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 62. og 63. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Minnihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun varðandi 27. lið 62. fundargerðar;
Við getum ekki samþykkt þessa greiðslu þar sem við leggjum áherslu á að staðið sé við
gerða samninga.
Að auki er hætta á að slík greiðsla hafi fordæmisgildi gagnvart þeim sem síðar taka að
sér verk fyrir sveitarfélagið.

Forseti ber samninga með vísan til 10. og 27. máls 63. fundar um félagsþjónustu við
Sandgerðisbæ og samkomulag um Hábæjarlandið upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn vegna félagsþjónustu fyrir hönd bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Íris Bettý, Birgir Örn
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða að öðru leyti.
2. Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar.
Forseti gefur orðið laust.
Samþykkt samhljóða.

2

3. Erindisbréf frístunda- og menningarnefndar.
Forseti gefur orðið laust.
Samþykkt samhljóða.

4. Deiliskipulagstillaga. Miðbæjarsvæði.
Tillagan var áður til umfjöllunar á 36. fundi bæjarstjórnar.
Tillagan hefur verið tekin til umfjöllunar í skipulagsnefnd. Athugasemdir og ábendingar
bárust frá einum aðila og hefur nefndin tekið afstöðu til þeirra, en leggur til að tillagan
verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu.
Fyrir fundinum liggur umsögn Vegagerðar og Fornleifaverndar um tillöguna.
Forseti gefur orðið laust.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýsingu, að teknu tilliti til ábendingar
Fornleifaverndar.

5. Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Iðndals.
Tillagan var áður til umfjöllunar á 36. fundi bæjarstjórnar.
Tillagan hefur verið tekin til umfjöllunar í skipulagsnefnd. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýsingu.

6. Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Heiðarholts og Hraunholts.
Iðnaðarsvæði við Vogabraut, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan hefur verið tekin til umfjöllunar í skipulagsnefnd. Engar athugasemdir hafa
borist. Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýsingu.

7. Tillaga um að verðtrygging höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði
felld niður. Seinni umræða.
Fyrir fundinum liggur tillaga um að verðtrygging höfuðstóls Framfarasjóðs
Sveitarfélagsins Voga verði felld niður fjárhagsárin 2008 og 2009 til að bregðast við
fjárþörf vegna rekstrarhalla og fjárfestinga. Tillagan var tekin til fyrri umræðu í
bæjarstjórn á 38. fundi og kynnt ásamt sérfræðiáliti á íbúafundi þann 13. janúar.
Forseti gefur orðið laust.

3

Minnihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun;
Í fyrri umræðu um tillöguna gerðum við grein fyrir afstöðu okkar þar sem við lögðumst
gegn því að gengið yrði á sjóðinn á þann hátt sem meirihlutinn leggur til. Okkur finnst
það ábyrgðalaust að samþykkja á þessum tíma skerðingu á sjóðnum, ekki bara til að brúa
halla líðandi árs heldur einnig til að fjármagna halla næsta árs. Þegar gengið er á sjóðinn
nú er ekki farið eftir þeim reglum sem samþykktar eru um sjóðinn auk þess sem okkur
hefði þótt eðlilegt að taka þessa umræðu aftur þegar niðurstaða ársins 2009 liggur fyrir.
Í bókun meirihlutans á síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram að tillagan væri sett fram í
ljósi þess alvarlega efnahagsástand sem nú er í landinu, í því samhengi má benda
meirihlutanum á að afleiðingar efnahagshrunsins fór ekki að gæta í reikningum
bæjarsjóðs fyrr en seinni hluta síðsta árs.
Meirihlutinn bókar að þess fór að gæta um mitt ár í reikningum sveitarfélagsins,
sérstaklega vegna gjaldeyrismála.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæðagreiðslu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír á móti.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Birgir Örn
8. Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009. Seinni umræða.
Fjárhagsáætlun ársins 2009 er lögð fram til seinni umræðu. Bæjarstjóri fer yfir helstu
breytingar á fjárhagsáætluninni milli fyrri og seinni umræðu.
Að öðru leyti er vísað til yfirferðar um forsendur og tillögu að fjárhagsáætlun
Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009, sem kynnt var við fyrri umræðu þann 18.
desember. Áætlunin var kynnt á íbúafundi þann 13. janúar síðastliðinn og rædd á
bæjarráðsfundi milli fyrri og seinni umræðu.
Helstu atriði eru eftirfarandi í þúsundum króna.
Tekjur: 592.307
Gjöld: 703.652
Niðurstaða án fjármagnsliða -111.345
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 140.946
Rekstrarniðurstaða jákvæð 29.601
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 290 milljónir í framkvæmdum við miðbæjarsvæði,
fjárfestingum í húsnæði, gerð gangstíga og kaupum á landi.
Gert er ráð fyrir framlagi frá Framfarasjóði til rekstursins að fjárhæð 226 milljónir.
Veltufé frá rekstri er áætlað tæpar 136 milljónir, eða um 23% af tekjum.
Afborganir lána eru áætlaðar um 76 milljónir.
Forseti gefur orðið laust.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun;

4
Við viljum gera nokkrar athugasemdir við forsendur fjárhagsáætlunar 2009. Að auki
vísum við í bókun okkar frá síðasta bæjarstjórnarfundi þann 19. desember.
Við fögnum því að rekstrarniðurstaðan hefur batnað frá síðustu umræðu. Við fögnum því
líka að meirihlutinn hefur í samræðum við okkur í minnihlutanum sýnt vilja til að bæta
hag sveitarsjóðs á næsta ári. Í framhaldi af því að í greinargerð þar sem farið er yfir
forsendur fjárhagsáætlunarinnar er gert ráð fyrir minni halla en gert er ráð fyrir í
áætluninni, því hljótum við að spyrja hvers vegna áætlunin er ekki lækkuð í samræmi við
það sem meirihlutinn áætlar.
Við gerum athugasemdir við að fyrirhugað sé að fækka fundum í ráðum og nefndum.
Okkur þykir aðkoma minnihlutans að pólitískum ákvörðunum vera frekar rýr nú þegar og
óttumst við að fækkun formlegra funda dragi enn úr því nauðsynlega gagnsæi og þeim
opnu skoðanaskiptum sem nauðsynleg eru.
Við fögnum því að meirihlutinn ætlar sér að draga úr aðkeyptri þjónustu því eins og við
höfum bent á hefur slíkur kostnaður aukist mjög hjá sveitarfélaginu í stjórnartíð núverandi
meirihluta.
Fram kemur í forsendum fjárhagsáætlunar að ákveðið sé að hefja vinnu við Staðardagskrá
21. Eins og bæjarfulltrúi hefur bent á áður hófst vinna við Staðardagskrá 21 í tíð fyrri
meirihluta. Við fögnum því þó að stefnumótunarvinnunni verði haldið áfram nú á seinni
hluta kjörtímabils núverandi meirihluta.
Sú ákvörðun að hætta samstarfi við Heilsugæslu Suðurnesja um barna- og
fjölskylduráðgjöf teljum við þurfa að skoða betur áður en ákveðið er að hætta
samstarfinu. Liggja fyrir tölur um notkun íbúa sveitarfélagsins á þjónustunni og einnig
veltum við því fyrir okkur hvort þörfin fyrir slíka aðstoð muni ekki aukast á næstunni?
Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að laun bæjarfulltrúa lækki talsvert, við viljum í því
samhengi leggja til að laun bæjarstjóra lækki um sambærilega prósentutölu.
Við leggjum til að frestað verði að setja upp göngustíg upp að mislægum gatnamótun en í
stað þess verði leitað leiða til að nýta skólabíl í eigu sveitarfélagsins sem innanbæjar
strætó sem flytur farþega úr bænum og upp að gatnamótum til móts við áætlunarferðir.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun;
Nú hefur fjárhagsáætlun Sv. Voga fyrir árið 2009 verið lögð fram. Óhætt er að segja að
áætlunin sé lögð fram við mjög sérstakar aðstæður þar sem óvissa um þróun í
efnahagslífi þjóðarinnar næstu misseri er mikil. Í áætluninni birtist sú stefna sem mörkuð
var í bæjarráði í upphafi efnahagskreppunnar að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins á
sviði félags- og fræðslumála og leitast við að tryggja gott atvinnustig í Vogum.
Í fjárhagsáætlun ársins 2008 og þriggja ára áætlun var mörkuð sú stefna að draga
verulega úr skattheimtu á íbúana og atvinnulífið á næstu árum, samhliða því að gert var
ráð fyrir áframhaldandi vexti skattstofna sveitarfélagsins með fjölgun greiðenda. Þær
forsendur sem lagt var upp með í þeim áætlunum hafa brostið í kjölfar hruns
bankakerfisins og efnahagsþrenginganna. Í því ljósi er gert ráð fyrir óbreyttum
álagningahlutföllum á næsta ári sem og engri hækkun á gjaldskrá sveitarfélagsins.

5
Á tímum sem þessum er mikilvægt að geta litið til mannfrekra verkefna. Gert er ráð fyrir
töluverðum fjárfestingum á árinu 2009 í landi og við uppbyggingu verslunar og
þjónustusvæðis við nýjan miðbæ. Það verkefni mun skapa störf á uppbyggingartíma og
til langframa við verslun og þjónustu í bænum. Auk þess er gert ráð fyrir framkvæmdum
við göngu- og hjólreiðastíg frá Vogum að mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut.
Sú framkvæmd er áætluð í tengslum við endurgerð Vogaafleggjara og fyrirhugaðar
breytingar á almenningssamgöngum innan Suðurnesja og milli svæðisins og
höfuðborgarsvæðisins.
Sveitarfélagið hefur ákveðið að taka slaginn með íbúum á þessum óvissutímum. Það
endurspeglast í fjárhagsáætluninni þar sem stefnt er á að verja grunnþjónustuna, halda
óbreyttu útsvari, halda óbreyttri gjaldskrá, verja störf starfsmanna sveitarfélagsins og fara
í mannfrek verkefni innan sveitarfélags. Sveitarfélagið Vogar býr betur en margt annað
sveitarfélag í landinu þar sem Framfarasjóður gegnir miklu hlutverki. Sú ákvörðun að
hafa selt meirihluta bréfa sveitarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja og stofnað til
Framfarasjóðs var framsýn ákvörðun sem skapar það svigrúm sem við nú búum við í
dag. Einnig sannast það nú sem aldrei fyrr að sú ákvörðun að hafa farið þá leið að bjóða
börnum grunnskólans upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafi verið rétt. Ljóst má hinsvegar
vera að sveitarfélagið getur ekki staðið undir núverandi rekstri til lengri tíma ef
efnahagsástandið og tekjur haldast óbreyttar eða jafnvel versna. Fari svo, tekur við
tímabil samdráttar í rekstri sveitarfélagsins með tilheyrandi sársaukafullum ákvörðunum
og aðgerðum sem við vonum að komi ekki til.

Forseti leggur til að fjárhagsáætlun verði samþykkt. Fjárhagsáætlunin er samþykkt með
fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Róbert, Birgir Örn, Hörður, Jón
9. Þriggja ára rammafjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga. Fyrri umræða.
Þriggja ára áætlun er lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarstjóri fer yfir forsendur og tillögu að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir
árin 2010-2012.
Forseti gefur orðið laust
Forseti leggur til að þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2010- 2012
verði vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar.
Þriggja ára rammafjárhagsáætlun sveitarfélagsins vísað til bæjarráðs og til seinni umræðu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30

Getum við bætt efni síðunnar?