Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

48. fundur 17. desember 2009 kl. 18:00 - 19:20 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 17. desember 2009 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Bergur
Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Kristinsson og Íris
Bettý Alfreðsdóttir.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Forseti leitar afbrigða til að taka á dagskrá Jólahús Voga 2008 undir 8. lið.
1. Fundargerðir 83. og 84. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Bæjarfulltrúar H-listans leggja fram eftirfarandi tillögu:
Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 23.nóvember sýnir að ráðamenn
sveitarfélagsins hafa ekki metið málið rétt og bæjarstjóri hefur gefið leikskólastjóra
rangar leiðbeiningar. Í ljósi þessara mistaka teljum við að bæjarfélagið þurfi að
viðurkenna mistök sín, biðja starfsmanninn afsökunar og leita leiða til sátta.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn fjórum.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún.
2. Fundargerð 44. fundar fræðslunefndar
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Bæjarstjórn beinir því til fræðslunefndar að skoða hvernig boðað er til fundar.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Íris Bettý.
3. Fundargerð 17. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.

2

Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Birgir Örn.
4. Samstarfssamningar Sveitarfélagsins Voga og félagasamtaka.
Forseti leggur fram til samþykktar undirritaðan samstarfssamning við Björgunarsveitina
Skyggni.
Bæjarstjórn fagnar því að samningar við félagasamtök eru í höfn með von um gott
samstarf.
Samstarfssamningurinn er samþykktur samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Sigurður.
5. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnanna 2010
Tillaga að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana lögð fram. Bæjarstjóri fer yfir
helstu atriði. Fjárhæðirnar hafa verið teknar inn í þá fjárhagsáætlun sem liggur fyrir
fundinum til fyrri umræðu.
Framlag Sveitarfélagsins Voga til sameiginlega rekinna stofnana á vegum SSS er samtals
kr. 37.240.000.
Fjárhagsáætlanirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Róbert.
6. Tillaga um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til
uppgreiðslu lána og hluta skuldbindinga í fasteignaleigusamningum. Fyrri umræða.
Tillagan, ásamt áliti sérfróðs aðila, var auglýst og kynnt á íbúafundi þann 15. desember sl.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarfulltrúar H-listans leggja fram eftirfarandi tillögu:
Í tillögu sem auglýst var fyrir íbúafund þann 15. desember er ranglega farið með álit
bæjarstjórnar á niðurgreiðslu lána. Fullyrt er að bæjarstjórn telji að æskilegt geti verið að
greiða niður lánin. Rétt er að tillaga þess efnis hefur ekki verið tekin fyrir í bæjarstjórn og
því getur bæjarstjóri ekki vitað um afstöðu bæjarstjórnar í málinu.
Bæjarfulltrúar H-listans styðja tillögu um að Framfarasjóðurinn verði notaður til að greiða
upp óhagstæð lán sveitarfélagsins. Í áliti endurskoðanda kemur ekki fram að rétt sé að
greiða upp lánin heldur að rétt sé að taka til skoðunar að greiða þau upp. Því leggjum við
til að hvert lán verði reiknað út fyrir sig og í framhaldi af því greidd upp þau lán sem
sannanlega eru óhagstæð. Áður en þær upplýsingar liggja fyrir viljum við fresta því að
gefa heimild til að taka út úr sjóðnum.
Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun:
Í tillögunni sem auglýst var, kemur fram að það sé mat bæjarstjórnar að æskilegt geti
verið að greiða niður lán í því umhverfi sem hefur skapast. Það mat er stutt áliti
sérfræðinga KPMG endurskoðunar. Álit ráðgjafa verður aldrei það afgerandi að hann taki
ábyrgðina af kjörnum fulltrúum.

3
Fyrir liggur að þróun vaxta og skatta er með þeim hætti að líklegt er að vextir á sjóðnum
verði lægri á næsta ári en á þeim lánum sem sveitarfélagið greiðir af. Í því ljósi getur
verið æskilegt að greiða upp lán og skuldbindingar.
Í orðanna hljóðan ,,geti verið æskilegt" liggur að ekki hefur verið samþykkt að
framkvæma tillöguna, heldur að það geti verið æskilegt. Að sjálfsögðu verður hvert og
eitt lán, og hver og ein skuldbinding metin áður en til uppgreiðslu kemur. Hinsvegar þarf
að liggja fyrir heimild til að nýta fjármagnið. Sú heimild verður ekki nýtt ef það reynist
ekki æskilegt.
Sveitarfélagið er í þeirri öfundsverðu stöðu að hafa val um að greiða upp skuldir sínar og
skuldbindingar á þessum erfiðu tímum. Með því mun staða og greiðsluhæfi
sveitarfélagsins batna til mikilla muna, öllum íbúum til gagns.
Tillaga H-listans er borin upp til atkvæða. Tillaga er felld með þremur atkvæðum gegn
fjórum.
Forseti leggur til að tillaga meirihluta E-listans verði samþykkt og henni vísað til seinni
umræðu í janúar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Inga Rut, Bergur Brynjar, Sigurður, Íris Bettý,
Róbert.
7. Fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun. Seinni umræða.
Fjárhagsáætlun ársins 2010 og þriggja ára áætlun er lögð fram til seinni umræðu.
Bæjarstjóri fer yfir forsendur og tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið
2010, og þriggja ára rammaáætlun 2011-2013.
Helstu þættir eru eftirfarandi.
Áætlun
Tekjur: 2010
Skatttekjur................................... 337.801
Framlög jöfnunarsjóðs................ 141.000
Aðrar tekjur................................. 119.623
Alls 598.424
Gjöld:
Laun og launatengd gjöld........ 313.812
Annar rekstrarkostnaður.......... 306.221
Afskriftir................................... 28.276
Alls 648.309
Niðurstaða án fjármagnsliða (49.885)
Fjármagnsliðir 63.374
Rekstrarniðurstaða 13.489

4

Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 98 milljónir í nýjum útrásum fráveitu,
íþróttasvæði og í opin svæði, leiksvæði leikskóla og endurgerð gatna.
Forseti gefur orðið laust.
H-listinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Þegar vinna við fjárhagsáætlun hófst náðist samkomulag milli E- og H-lista um forsendur
sem báðir listar voru sammála um og á þeim grundvelli var ætlunin að leggja fram
sameiginlega fjárhagsáætlun 2010. Sameiginlegt markmið listanna var að skila
hallalausum rekstri 2010 og í þeirri vinnu yrðu allir liðir rekstrarins teknir til umræðu.
Eftir sex fundi kom í ljós að E-listamenn gátu ekki rætt ákveðna þætti í rekstrinum og
settu fram kröfur um að þeir liðir yrðu teknir út úr umræðunni. Við í H-listanum slitum þá
samstarfinu.
Nú lítur dagsins ljós allt önnur fjárhagsáætlun en sú sem listarnir höfuð unnið
sameiginlega að. Forsendur og markmið eru önnur og um leið og við hörmum að sú góða
vinna sem við tókum þátt í með fulltrúum E-lista í bæjarráði er að engu orðin má ljóst
vera að við getum ekki stutt þessa fjárhagsáætlun meirihlutans.
Meirihluti E-listans leggur fram eftirfarandi bókun vegna fjárhagsáætlunar 2010 og
þriggja ára áætlunar:
Nú liggur fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013. Óhætt er
að segja að sú fjárhagsáætlun endurspegli stöðuna í samfélaginu að miklu leyti. Til
grundvallar þessari vinnu var komið á fót þverpólitískum vinnuhóp með jafnmörgum
fulltrúum beggja fylkinga, auk bæjarritara. Hópurinn kom sér saman um meginreglur og
vinnumarkmið og hóf störf. Að loknum 6. fundi sagði minnihlutinn sig frá þessari vinnu
sökum þess að meirihluti E-listans vildi ekki sætta sig við afarkosti minnihlutans í
samstarfinu. Þó svo meirihluti E-listans hafi boðið að ágreiningsmál yrðu lögð til hliðar
og fylkingarnar leggðu fram þau mál í sameiningu sem þau gætu sammælst um, þá
hafnaði minnihlutinn þeirri tillögu. Málin sem strandaði á voru gjaldfrjálsar skólamáltíðir
í Stóru-Vogaskóla og umsókn UMFÞ um unglingalandsmót. Eftir fráhvarf minnihlutans
voru formenn fagnefnda skipaðir í vinnuhópinn og vinnan kláruð.
Það er óhætt að að segja að meirihluti E-listans leggur fram ábyrga stefnu til að ná
jafnvægi í rekstri á næstu árum. Meirihlutinn sýnir þá ábyrgð að taka erfiðar ákvarðanir í
aðdraganda kosninga með langtímahagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Ljóst er að
rekstrarskilyrði verða erfið næstu misseri og hefur því meirihluti E-listans ákveðið að
loka fjárhagsáætlunargatinu á næstu þremur árum með stefnuna á hallalausan rekstur árið
2013. Til þess að svo megi verða, verður að hækka álögur hóflega sem og að hagræða í
rekstri. Þessa ábyrgð er E-listinn tilbúinn að axla nú sem fyrr.
Fyrir liggur tillaga um að greiða upp skuldir og skuldbindingar fyrir hundruði milljóna
króna sem mun leggja traustan grunn að greiðsluhæfi sveitarfélagsins til framtíðar. Þrátt
fyrir uppgreiðsluna mun sveitarfélagið áfram eiga hundruði milljóna króna í
Framfarasjóði. Minnihlutinn hefur gert að því skóna m.a. annars á íbúafundi þriðjudaginn
15. desember síðastliðinn að meirihlutinn sé að taka stórar ákvarðanir sem skuldbindur
næstu bæjarstjórn. Rétt er að geta þess að E- listinn hlaut tæplega 60% greiddra atkvæða
í síðustu kosningum og hefur því traust og óskorað umboð allt kjörtímabilið 2006-2010.
Til leiðréttingar þessum málflutningi má benda á að núverandi minnihluti H-listans sem
fór með völd í sveitarfélaginu frá árinu 1990 til ársins 2006, fór þá leið á síðustu dögum

5
síðasta kjörtímabils að taka stórar ákvarðanir um að auka skuldbindingar sveitarfélagsins
um hundruði milljóna króna til tuga ára með leigusamningum. Þessar skuldbindingar
hafa verið sveitarfélaginu mikill baggi síðustu ár. Þar að auki tók H-listinn 200 milljóna
króna kúlulán á síðasta kjörtímabili sem kom til greiðslu á þessu kjörtímabili. Það er ekki
til marks um ábyrga fjármálastjórn að fá peninga að láni, eyða þeim öllum og vísa
greiðslum til næsta kjörtímabils. Að mati bæjarfulltrúa E- listans er það heldur ekki til
marks um ábyrga fjármálastjórn að selja eignir sem íbúarnir hafa byggt upp á tugum ára
og eyða öllum ávinningnum á einu kjörtímabili, eins H-listinn gerði í tilviki
söluhagnaðar af Stóru-Vogaskóla og íþróttamiðstöðinni.
Núverandi meirihluti E-listans sýnir aftur á móti þá ábyrgð og festu að létta á
skuldbindingum með niðurgreiðslu lána og leiguskuldbindinga um hundruði milljóna
króna sem skilar sveitarfélaginu í góðri stöðu og með traust greiðsluhæfi. Þessi
möguleiki er fyrir hendi sökum þess að núverandi meirihluti E-listans tók þá mikilvægu
ákvörðun að selja hlutabréf sveitarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja en það var aðgerð sem
ekki allir bæjarfulltrúar minnihlutans studdu. Meirihlutinn hefur auk þess fylgt þeirri
stefnu að varðveita söluhagnaðinn, en ekki eyða honum eins og H –listinn gerði þegar
hann var við völd.
Það er ljóst að sveitarfélagið er mun betur statt nú en það var fyrir u.þ.b. 3 ½ ári þrátt
fyrir skakkaföll í þjóðfélaginu. Það hafa aðeins tvö ný lán verið tekin á þessu
kjörtímabili. Annarsvegar til að greiða upp fyrrgreint óhagstætt kúlulán H –listans.
Hinsvegar til að greiða upp rekstrarhalla síðasta árs H- listans við völd.
Undir stjórn E- listans hafa skuldir því markvisst lækkað, burtséð frá fyrirhuguðum
uppgreiðslum. Eignir hafa vaxið og sveitarfélagið geta staðið við allar sínar
skuldbindingar. Undir stjórn H-listans var ekki óalgengt að tekin væru lán, eða seldar
eignir til að standa undir afborgunum lána. Nú er staðan sú að sveitarfélagið getur vel
staðið undir sínum afborgunum.
Núverandi meirihluti E-listans hefur ekki farið út í frekari framkvæmdir á fasteignum en
í stað lagt metnað sinn í að fara í atvinnuskapandi verkefni við fegrun bæjarins. Árangur
þess má sjá við Vogatjörn, í Aragerði og bættum gangstéttum og stígum. Á stefnuskránni
er að fara í framkvæmdir við nýja fráveitu, verkefni sem fyrrverandi meirihluti lét mæta
afgangi við hverja fjárhagsáætlun á eftir annari sem og í uppbyggingu íþróttasvæðis sem
er löngu tímabært. Í forgangi eru verkefni til hagsbóta fyrir íbúa og umhverfi sem skapa
atvinnu og auka ekki rekstrarkostnað.
Framtíðin er því björt í Sveitarfélaginu Vogum.
Forseti ber tillögu að gjaldskrám ársins 2010 upp til afgreiðslu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Forseti ber tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2010 upp til afgreiðslu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Forseti ber tillögu að þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2011-2013
upp til afgreiðslu.

6

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Birgir Örn, Róbert, Inga Sigrún, Inga Rut, Sigurður, Bergur Brynjar.
8. Jólahús ársins 2009
Alls bárust ellefu tilnefningar um Jólahús Voga 2009.
Bæjarstjórn samþykkir að veita húseigendum að Vogagerði 14 viðurkenningu fyrir
Jólahús ársins 2009. Fyrirtækin, HS Orka hf og HS Veitur hf, munu verðlauna Jólahús
sveitarfélagsins með kr. 20.000 gjafabréfi sem gengur upp í orkukaup hjá HS Orku hf /
HS Veitum hf.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita húseigendum að Hvassahrauni 22
viðurkenningu fyrir skemmtilegar skreytinga.
Bæjarstjórn óskar bæjarbúum gleðilegra jóla og farsæls árs.
Forseti óskar bæjarfulltrúum gleðilegra jóla og farsæls árs
Til máls tók: Birgir Örn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20.

Getum við bætt efni síðunnar?