Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

52. fundur 27. maí 2010 kl. 18:00 - 19:15 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 27. maí, 2010 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Bergur
Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, varamaður Ingu Rutar Hlöðversdóttur, Inga Sigrún
Atladóttir, Sigurður Kristinsson og Jón Elíasson varamaður Írisar Bettýar Alfreðsdóttur.
Einnig mættur: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 92. og 93. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Inga Sigrún spyr um skilgreiningu á íþróttasvæði í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins
Voga fyrir árin 2008-2028 í tengslum við veitingu framkvæmdaleyfis fyrir
íþróttavelli.
Hörður leggur fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar er sammála þeirri túlkun meirihluta bæjarráðs og
Umhverfis– og skipulagsnefndar að heimilt sé að sinna jarðvinnu, svo sem að
leggja og tyrfa sparkvelli og gefa leyfi fyrir stígum og þessháttar mannvirkjum á
grundvelli aðalskipulags. Um leið og mannvirkin verða umfangsmeiri, svo sem
húsbyggingar, þarf að gera deiliskipulag og kynna með formlegum hætti.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun:
Á nýstaðfestu aðalskipulagi koma umræddir íþróttavellir ekki fram á korti. Hvergi í
greinargerð með aðalskipulaginu get ég komið auga á að gert sé ráð fyrir
mannvirkjum á þeim stað sem vellirnir staðsettir. Þess vegna vil ég spyrja
meirihlutann hvers vegna þeir telja að leyfilegt sé að gefa framkvæmdarleyfi á
vellina á grundvelli aðalskipulags.
Í óformlegu svari sem við fengum frá skipulagsstofnun kemur fram að:
Íþróttasvæði eins og önnur svæði þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar eru
skipulagsskyld, og áður en byrjað er á framkvæmdum /framkvæmda- eða
byggingarleyfi gefur út þarf að liggja fyirr deiliskipulag af viðkomandi svæði.
Ég tel að vafamál sé hvort leyfa megi umrædda framkvæmd. Að mínu mati er það í
anda góðrar stjórnsýslu að leita af sér allan vafa í slíku máli.

2

Ég ítreka beiðni mína frá 93. fundi bæjarráðs um að framkvæmdarleyfinu verði
frestað þar til hægt er að leggja fyrir bæjarstjórn umsögn skipulagsstofnunnar.
Hörður óskar eftir því að eftirfarandi texti úr greinargerð með aðalskipulaginu
verði bókaður með leyfi forseta.
,,Opin svæði til sérstakra nota eru svæði með útivistargildi á einn eða annan hátt
þar sem gert er ráð fyrir mannvirkjagerð í tengslum við þá starfsemi sem þar er
stunduð, s.s. tjald- og hjólhýsasvæði, skrúðgarðar, kirkjugarðar, leiksvæði,
íþróttasvæði, golfvellir, sleða og skíðasvæði, skautasvæði, siglingaaðstaða, hesthús
og reiðvellir, rallíbrautir og skotvellir. Einnig garðlönd og trjáræktarsvæði.“
Forseti ber upp frestunartillögu minnihlutans.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða að öðru leyti.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Róbert, Hörður,
2. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009. Seinni umræða.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009 er lagður fram til seinni
umræðu ásamt Endurskoðunarskýrslu KPMG.
Vísað er til umfjöllunar endurskoðanda og bæjarstjóra við fyrri umræðu.
Forseti vill fyrir hönd bæjarstjórnar þakka Kristni Sigurþórssyni og Sigurði Rúnari
Símonarsyni, skoðunarmönnum reikninga, kærlega fyrir þeirra störf við
endurskoðun starfsemi sveitarfélagsins.
Forseti gefur orðið laust.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Nú liggur ársreikningur Sv. Voga fyrir árið 2009. Óhætt er að segja að hér sé um
ákveðinn varnarsigur að ræða í því erfiða árferði sem sveitarfélög glíma við í dag.
Rekstrarniðurstaða samantekins árshlutareiknings sýnir hagnað upp á tæplega
350.000 kr. Veltufé frá rekstri nemur rúmlega 68,5 milljónum kr.
Handbært fé Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga var rúmar 1.369 milljónir í
árslok og mun sjóðurinn sem fyrr vera grunnur að framförum og framtíð íbúanna í
Sveitarfélaginu Vogum.
Mikilvægt er að meta stöðuna í dag m.t.t. til framkvæmda og uppgreiðslu lána. 700
milljón króna heimild bæjarstjórnar til uppgreiðslu lána er til staðar ef tækifæri
gefst til að greiða upp óhagstæð lán. Einnig er mikilvægt að sveitarfélagið leggi sitt
af mörkum til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Það hefur verið gert með

3

umhverfisverkefnum, nú síðast með útboði á uppbyggingu á íþróttasvæði og útboði
á endurbyggingu fráveitu. Einnig er viljayfirlýsing um uppbyggingu
hýsingarmiðstöðvar í Vogum sem er til umræðu síðar á fundinum liður í þessari
stefnu. Stærsta verkefnið framundan er að ná betri tökum á rekstrinum og tók E-
listinn þá ákvörðun við gerð síðustu fjárhagsáætlunar að brúa rekstrarhallan á næstu
3 árum. Halda verður áfram með hagræðingaraðgerðir en lágmarka skerðingu á
þjónustu. Grunnþjónustu verður að verja í lengstu lög.
Ábyrg fjármálastjórn er grundvöllur þess að hægt sé að halda áfram uppbyggingu
fjölskylduvæns samfélags með þjónustu í fremstu röð. Sveitarfélagið Vogar hefur
alla burði til að vera í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Þau tæp fjögur ár sem E-
listinn hefur verið við stjórn hefur verið unninn traustur grunnur til framtíðar. Ofan
á þann grunn er mikilvægt að byggt verði áfram undir styrkri stjórn E- listans.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun
Við í minnihlutanum tökum undir að Sveitarfélagið Vogar hefur alla burði til að
vera sterkt sveitarfélag og búa vel að sínu fólki. Það hefur því miður ekki gerst
undir stjórn E-listans. Nú liggja fyrir fjórðu ársreikningar E-listans í meirihluta í
stjórn sveitarfélagsins þar sem meint örugg fjármálastjórn er stunduð. Ef bornar eru
saman tölur frá síðasta ársreikning H-listans í bæjarstjórn kemur fram að almennur
rekstrarkostnaður hefur hækkað um 139,4% í valdatíð E-listans.
Atvinnuuppbyggingin er slík að engum nýjum lóðum hefur verið úthlutað á
kjörtímabilinu. Fjármálastjórnunin var slík að 387 milljónir voru teknar úr úr
Framfarasjóðnum.
Inga Sigrún spyr formann bæjarráðs um leigufjárhæð síðasta árs.
Formaður bæjarráðs svarar því til að hann hafi ekki gögnin við höndina en
fjárhæðin hafi verið um 120 milljónir.
Inga Sigrún óskar bókað að á bls. 20 í ársreikningi kemur fram að greiðslur vegna
leigusamninga námu 80,7 millljónum króna á árinu 2009.
Bergur leggur fram eftirfarandi bókun
Ég undrast yfirlýsingu bæjarstjóraefnis H listans um að munur sá sem hún finnur á
rekstrarkostnaði sveitarfélagsins nú og á síðasta ári H lista í meirihluta væri meiri
ef tölur frá 2005 væru uppreiknaðar. Þetta lýsir vanþekkingu hennar, munurinn
væri einmitt minni. Þannig virkar uppreikningur, hann núvirðir gamlar tölur.
Bæjarstjóraefni H lista lýsir því yfir að hér hafi ríkt stöðnun í atvinnumálum, veit
hún ekki að hér er rekið tölvufyrirtæki sem hefur vaxið mikið á kjörtímabilinu. Veit
hún ekki að hér er rekin fiskvinnsla sem hefur stækkað og þar hefur verið aukning
bæði þegar litið er til starfsmannafjölda og unnins magns.
Man hún ekki eftir að hafa vottað undirskrift á viljayfirlýsingu um byggingu
gagngavers í sveitarfélagnu fyrir um það bil klukkustund síðan.
Forseti leggur til að ársreikningurinn verði staðfestur með undirritun bæjarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Bergur, Hörður, Róbert

4

3. Viljayfirlýsing Sveitarfélagsins Voga og Miðgarðs hf um uppbyggingu
gagnavers í Vogum.
Viljayfirlýsing Sveitarfélagsins Voga og Miðgarðs hf um uppbyggingu gagnavers í
Vogum er lögð fram til staðfestingar.
Meirihluti bæjarstjórnar fagnar því að þessum áfanga sé náð og bindur miklar vonir
við gott samstarf við Midgard hf. til framtiðar. Hér er um að ræða verkefni sem
mun skapa grunn að nýrri atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu til framtíðar. Vöxtur í
upplýsingatækni hefur verið gríðarlegur undanfarna áratugi og vonir standa til þess
að Suðurnesin verði miðpunktur upplýsingatækni á Íslandi. Félagið ætlar að
fjárfesta fyrir um 5 milljarða króna í Vogum og hefur nú þegar tryggt fjármögnun á
fyrsta áfanga og ætla eigendur að leggja fram 50 milljónir í hlutafé nú í upphafi og
auka það jafnt og þétt á næstunni. Það er því hægt að fullyrða að þetta sé stærsta
atvinnuþróunarverkefni í sögu sveitarfélagsins. Áhætta sveitarfélagsins er
lágmörkuð og í viljayfirlýsingunni liggur fyrir hvenær og hvernig sveitarfélagið
hyggst draga sig út úr félaginu þegar það er komið í góðan rekstur.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Við tökum undir með meirihluta E-listans að hér sé ánægjulegum áfanga náð.
Forseti ber viljayfirlýsinguna upp samþykktar.
Viljayfirlýsingin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Hörður og Inga Sigrún.

4. Tilboð í verkið Íþróttasvæði- uppbygging knattspyrnuvalla.
Tilboð verkið Íþróttasvæði- uppbygging knattspyrnuvalla voru opnuð þann 25. maí.
Fundargerð tilboðsfundar dags. 25. maí lögð fram. Fimm tilboð bárust.
Kostnaðaráætlun var kr. 71.085.950 kr.
Lægsta tilboð var frá Nesprýði hf. um 16% undir kostnaðaráætlun.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Meirihluti bæjarstjórnar fagnar þessum merka áfanga í íþróttasögu sveitarfélagsins.
Íþróttasvæði eru hjarta hvers bæjarfélags. Án vafa mun nýja íþróttasvæðið skapa
íþróttafólki úr Vogum betri tækifæri til að ná árangri. Í dag eru um 200 iðkendur
hjá UMFÞ og hafa aldrei verið fleiri.
Meirihlutinn lýsir jafnframt yfir ánægju með að þetta verkefni skapi umsvif og
atvinnu fyrir íbúa í Vogum og annarsstaðar á Suðurnesjum.

5

Minnihlutinn samþykkir tilboðið með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Hörður og Bergur.
Sigurður Kristinsson tekur til máls utan dagskrár og leggur fram eftirfarandi bókun.
Þar sem þetta er síðasti fundur í bæjarstjórn sem ég sit vil ég þakka bæjarfulltrúum,
bæjarstjóra og bæjarritara fyrir samstarfið á þessu kjörtímabili, sem og öllum þeim
sem ég hef starfað með þessi kjörtímabil sem ég hef setið í hreppsnefnd og
bæjarstjórn. Ég óska sveitarfélaginu alls hins besta í framtíðinni og einnig þeim
bæjarfulltrúum sem eiga eftir að stjórna okkar góða bæjarfélagi.
Róbert Ragnarsson bæjarstjóri þakkar bæjarfulltrúum og starfsmönnum
sveitarfélagsins ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd H-listans. Við viljum þakka
öllum þeim sem hafa unnið með okkur í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili, við
þökkum kærlega þeim samherjum okkar sem ekki verða með okkur á næsta
kjörtímabili svo og góðum félögum okkar í meirihlutanum.
Kærar þakkir til ykkar allra.
Birgir Örn leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd E-listans. Við viljum þakka
bæjarfulltrúum minnihlutans fyrir samstarfið á kjörtímabilinu. Þar sem sá sem hér
stendur hverfur af braut sveitarstjórnarmála a.m.k. í bili, þá langar mig að nota
þetta tækifæri og þakka bæjarfulltrúum fyrir samstarfið á þessu kjörtímabili.
Sérstaklega langar mig að þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir sitt framlag og
samstarf undanfarin 4 ár. Þrátt fyrir þær brekkur sem framundan eru þá er ég
sannfærður um það að sveitarfélagið muni komast yfir þær og eiga bjarta framtíð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15.

Getum við bætt efni síðunnar?