Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

55. fundur 27. september 2010 kl. 18:00 - 18:25 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 27. september, 2010 kl. 18.00
í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Erla Lúðvíksdóttir, Hörður Harðarson, Inga
Sigrún Atladóttir, Ingþór Guðmundsson, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson og Sveindís Skúladóttir.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.

1. Fundargerðir 98. og 99. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerð 98. fundar.
Bæjarstjórn óskar Stefáni Arinbjarnarsyni nýjum frístunda- og
menningarfulltrúa velfarnaðar í starfi.
Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu varðandi 13. tl. fundargerðar
99. fundar:
Bæjarstjóra veitt heimild til að ganga frá kaupsamningi um
Hafnargötu 101 og eignarlóð hússins á kr. 14.000.000,-. Greitt við
undirritun kaupsamnings kr. 3.500.000,-, greitt við afhendingu kr.
9.000.000,-, greitt mánuði eftir afhendingu, kr. 1.500.000,-.
Afhending eignarinnar verði fyrir 30. september 2011.
Skilyrði er að seljandi beri allan rekstrarkostnað fram að afhendingu
og framkvæmdir við holræsalögn geti hafist þegar kaupsamningur er
kominn á milli aðila. Jafnframt að seljandi sé skyldur til að afhenda
eignina með þeim hætti að ekkert dót eða vélar fylgi henni. Kaupanda
sé heimilt að fjarlægja það dót sem eftir verður á eigninni á
afhendingardegi á kostnað seljanda. Kostnaðurinn verði dreginn frá
afhendingargreiðslu.
Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur.
.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerð 99. fundar.
Fundargerðirnar eru samþykktar með sex atkvæðum, einn situr hjá..

Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður Harðarson, Oddur Ragnar
Þórðarson, Kristinn Björgvinsson.
2. Fundargerð 25. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
1. tl. fundargerðar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá
21/9/2010
Iðnaðarsvæði við Vogabraut, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Breytingin felst í því að byggingareitir á lóðum 1, 3 og 5 við
Heiðarholt eru stækkaðir til norðvesturs um 8,5 m. Jafnframt er lóð
fyrir spennistöð við Hraunholt sett inn og lóðarstærð Hraunholts 1
leiðrétt til samræmis við lóðarblað.
Tillagan hefur verið tekin til umfjöllunar í umhverfis- og
skipulagsnefnd. Engar athugasemdir bárust og leggur umhverfis- og
skipulagsnefnd til að tillagan verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða skv. uppdrætti dags.
15. september 2010. Málsmeðferð verði í samræmi við 3. og 4. mgr.
25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997. m.s.br.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi er samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún,
3. Bæjarmálasamþykkt – samþykkt um breytingu á samþykkt um
stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga með síðari
breytingum, seinni umræða.
Forseti fer yfir helstu breytingar en þær eru:
Í 7. gr samþykktar er orðinu að jafnaði bætt tvisvar inn í setningu.
Fyrsta setning fyrstu málsgreinar hljóðar svo eftir breytingu
Bæjarstjórn heldur fundi að jafnaði einu sinni í hverjum mánuði að
jafnaði síðasta fimmtudag mánaðar.

Á B- lið 57. gr. eru gerðar breytingar í samræmi við tillögur að
breytingu á stjórnskipulagi sveitarfélagsins sem ræddar voru á 96. og
97. fundi bæjarráðs.
Atvinnumálanefnd – ný nefnd.
Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Undir nefndina heyra
atvinnu- og kynningarmál sveitarfélagsins. Auk þess að styrkja þær
atvinnugreinar sem fyrir eru, er nefndinni ætlað að stuðla að
nýsköpun og fjölbreytni í atvinnu- og ferðamálum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Forseti upplýsti að stefnt er að því að taka upp nýja samþykkt um
stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga þann 28. október.
Til máls tók: Inga Sigrún.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.25

Getum við bætt efni síðunnar?