Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

58. fundur 20. desember 2010 kl. 18:00 - 18:40 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn mánudaginn 20. desember, 2010 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Erla Lúðvíksdóttir, Hörður Harðarson, Inga Sigrún
Atladóttir, Bergur Brynjar Álfþórsson, Kristinn Björgvinsson, Oddur Ragnar Þórðarson
og Sveindís Skúladóttir.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.

1. Fundargerðir 104. og 105. funda bæjarráðs.
Fundargerð 104. fundar. Forseti fer yfir helstu atriði fundargerðarinnar og gefur
orðið laust varðandi einstök atriði hennar.
Fundargerð 105. fundar. Forseti fer yfir helstu atriði fundargerðarinnar og gefur
orðið laust varðandi einstök atriði hennar.
Hörður leggur fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi umræðu um dóm Héraðsdóms Reykjaness um ágreining Týrusar (áður TSH)
og Sveitarfélagsins Voga er rétt að fram komi að í bókun bæjarráðs frá 105. fundi
er átt við oddvita og framkvæmdastjóra áranna 2002-2006.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Reykjaness um
ágreining Týrusar (áður TSH) og Sveitarfélagsins Voga.
Fundargerðirnar er samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Oddur Ragnar, Hörður, Bergur Brynjar.

2. Forðagæslumaður.

Halldór H. Halldórsson forðagæslumaður hefur sagt starfinu lausu.

Bæjarstjórn þakkar Halldóri fyrir vel unnin störf.
Forseti leggur til að Árni Klemens Magnússon, Smáratúni, verði ráðinn
forðagæslumaður Sveitarfélagsins Voga.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún Atladóttir.

3. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana 2011.
Tillaga að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana lögð fram.
Bæjarstjóri fer yfir helstu atriði. Fjárhæðirnar hafa verið teknar inn í þá
fjárhagsáætlun sem liggur fyrir fundinum til seinni umræðu.
Framlag Sveitarfélagsins Voga til sameiginlega rekinna stofnana á vegum SSS er
samtals kr. 37.307.000.
Fjárhagsáætlanirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Eirný.

4. Fjárhagsáætlun 2011 og þriggja ára áætlun – seinni umræða.
Forseti bæjarstjórnar fer yfir forsendur og tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins
Voga fyrir árið 2011, og þriggja ára rammaáætlun 2012-2014.
Helstu þættir fjárhagsáætlunar 2011 eru eftirfarandi.
Áætlun
Tekjur: 2011
Skatttekjur................................... 323.628
Framlög jöfnunarsjóðs................ 141.000
Aðrar tekjur................................. 70.347
Alls 534.975

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld........ 331.859
Annar rekstrarkostnaður.......... 204.229
Afskriftir................................... 45.630
Alls 581.718
Niðurstaða án fjármagnsliða (46.743)

Fjármagnsliðir (54.082)
Rekstrarniðurstaða (100.824)
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 14,5 milljónir í íþróttasvæði, opin svæði og
endurgerð gatna.
Forseti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd
bæjarstjórnar:
Í vinnu við fjárhagsáætlun hafa öll framboð í bæjarstjórn unnið saman í
verkefnahóp þar sem farið hefur verið vandlega yfir alla málaflokkana. Útgjöld í
hverjum málaflokki hafa verið borin saman við útgjöld annarra sveitarfélaga og í
ljós hefur komið að sveitarfélagið er að mörgu leyti vel rekið. Stærsti vandinn er
að tekjur sveitarfélagsins eru allt of lágar. Frá því á árinu 2008 hafa tekjur
sveitarfélagsins á hvern íbúa lækkað um 12%. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að
umtalsverður árangur hafi náðst í hagræðingu á síðustu árum þarf enn að ráðast í
mikinn niðurskurð.
Við gerð fjárhagsáætlunar 2011 var ákveðið að gera umtalsverðar breytingar á
rekstri deilda bæjarins. Fjárheimildir til skóla skerðast frá rauntölum ársins 2010
um 20% eða um 10% frá áætlun ársins 2010 og er það sama lækkun og gert er ráð
fyrir í leikskóla á tímabilinu. Tómstunda- og menningarmál verða skorin niður um
12% frá áætlun 2010 og gagnger endurskipulagning verður á umhverfisdeild með
það að markmiði að samræma hana starfsemi annarra deilda sveitarfélagsins.
Skorið er niður um 10% í sameiginlegum kostnaði og staða bæjarritara hefur verið
lögð niður.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 2.066 m.kr. í árslok 2011 en það er langt
yfir viðmiði eftirlitsnefndar sveitarfélaga. Ennfremur er eiginfjárhlutfall 29% sem
einnig er undir viðmiði eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Þetta leiðir af
sér að eftirlitsnefnin mun áfram fylgjast með fjármálum sveitarfélagsins.
Bæjarstjóra og hverjum og einum deildarstjóra er falið að gera þær
skipulagsbreytingar sem þarf til að ná markmiðum fjárhagsáætlunar. Í þeim felst
óhjákvæmilega að stöðugildum fækkar talsvert. Sumir starfsmenn missa starf,
öðrum er boðið nýtt starf á breyttum forsendum.
Sveitarfélagið hefur verið í góðum samskiptum við eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga vegna skuldastöðu þess og hefur m.a. lagt undir nefndina áætlanir
sveitarfélagsins.

Yfirlit yfir gjaldskrá sveitarfélagsins 2011.

Útsvarshlutfall er hámarksútsvar á árinu. 14,48%
Fasteignaskattur íbúðir, A-stofn, % af fasteignamati 0,320%
Fasteignaskattur opinbert húsnæði, B- stofn 1,32%
Fasteignaskattur, atvinnuhúsnæði, C-stofn, % af 1,40%

fasteignamati
Holræsagjald íbúðir, % af fasteignamati 0,19%
Holræsagjald, atv.húsn, % af fasteignamati 0,19%
Vatnsgjald, íbúðir, % af fasteignamati 0,19%
Vatnsgjald, atv.húsn., % af fasteignamati 0,15%
Vatnsgjald, atv.húsn., kr. á tonn 9,50
Lóðarleiga, % af fasteignamati lóðar 1,40%
Sorphirðugjald, kr.pr.fasteignanúmer 9.300
Sorpeyðingargjald, kr.pr.fasteignanúmer 25.200
Bæjarstjórn þakkar öllum eru komu að gerð fjárhagsáætlunar og þriggja ára
áætlunar, þá sérstaklega góða samvinnu og samstöðu við erfiðar ákvarðanir.
Forseti ber tillögu að gjaldskrám ársins 2011 upp til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Forseti ber tillögu að fjárhagsáætlun 2011 upp til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Forseti ber tillögu að þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga upp til
afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Bergur Brynjar.

5. Jólahús ársins 2010.
Alls bárust 8 tilnefningar um jólahús Voga 2010.
Bæjarstjórn samþykkir að veita húseigendum Aragerði 18 þeim Hafrúnu V.
Marísdóttur og Helga Samsonarsyni viðurkenningu fyrir jólahús ársins 2010.
Fyrirtækin HS Veitur hf, munu verðlauna jólahús sveitarfélagsins með kr. 20.000
gjafabréfi sem gengur upp í orkukaup hjá HS Veitum hf.
Bæjarstjórn óskar bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsæls árs.
Forseti óskar bæjarfulltrúum gleðilegra jóla og farsæls árs
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.40

Getum við bætt efni síðunnar?