Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

60. fundur 24. febrúar 2011 kl. 18:00 - 18:40 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 24. febrúar, 2011 kl. 18.00 í
Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Bergur Brynjar Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Hörður
Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Jóngeir Hjörvar
Hlinason.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Jóngeir Hjörvar Hlinason er boðinn velkominn á sinn fyrsta fund bæjarstjórnar.
1. Fundargerðir 107. og 108. funda bæjarráðs.
Fundargerðir 107. og 108. funda. Forseti fer yfir helstu atriði fundargerðanna
og gefur orðið laust varðandi einstök atriði hennar.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Jóngeir Hjörvar, Hörður, Bergur Brynjar, Oddur
Ragnar.
2. Atvinnustefna Sveitarfélagsins Voga.
Atvinnustefna sveitarfélagsins lögð fram.
Bæjarstjórn þakkar starfshóp um atvinnustefnu fyrir vel unnin störf.
Bæjarstjórn samþykkir atvinnustefnuna og felur bæjarstjóra og
atvinnumálanefnd að gefa stefnuna út, kynna fyrir bæjarbúum og koma í
framkvæmd í samræmi við fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Jóngeir Hjörvar, Hörður, Bergur Brynjar.
3. Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024.
Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga leggur fram framtíðasýn um menntamál á
Suðunesjum í tengslum við svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024.

Hugmyndirnar byggja að hluta á skólastefnu sveitarfélagsins sem er unnin
undir einkunnarorðunum samvinna, víðsýni og vellíðan.
Mikilvægt er að sveitarfélögin á Suðurnesjum vinni að því að setja sér
sameiginlega menntastefnu þar sem kemur fram hvernig sveitarstjórnarmenn
sjá menntun svæðisins þróast á næstu árum og áratugum. Nýta þarf umhverfi,
atvinnulíf og auðlindir í menntun og er mikilvægt að í menntastefnu
Suðurnesja sé tekið mið af sérstöðu svæðisins.
Mikilvægt er að efla menntarannsóknir sem nýtast svæðinu í heild og varpa
ljósi á stöðu Suðurnesja í íslensku samhengi. Í skýrslu ríkistjórnarinnar undir
heitinu 20/20 kom í ljós slök staða grunnskólanema á Suðurnesjum miðað við
aðra landshluta. Skoða þarf orsakir þessa. Öllum athugunum þarf að fylgja
tillögur að leiðum til úrbóta.
Stefna þarf að því grunnmenntun fram að sjálfræðisaldri fari fram í öllum
byggðarkjörnum á Suðurnesjum. Slíkt nám þyrfti að byggja á faglegri
samvinnu grunn- og framhaldsskóla. Nýta þarf fjarkennslu eins og hægt er.
Stefna þarf á að setja á stofn Þekkingarsetur Suðurnesja sem heldur utanum
um menntun, rannsóknir og nýsköpun. Þekkingarsetur þarf að vera í tengslum
við atvinnulífið og móta sterk tengsl við söfn og menntstofnanir í öllum
byggðarkjörnum. Þekkingarsetur mun leita að nýjum tækifærum í menntun
með nýsköpun og hagrænan ávinning í huga. Þekkingarsetur gæti verið
vettvangur til samstarfs milli skóla á sömu skólastigum og milli skólastiga.
Styrkja þarf þá innviði sem nú þegar eru til staðar á Suðurnesjum. Þróa áfanga
og námsleiðir á framhalds- og háskólastigi í samstarfi við atvinnulíf og
stofnanir á Suðurnesjum. Móta þarf samfellu í námi og námsleiðum og gera
menntastofnanir meðvitaðar um sérkenni sín og sérstöðu. Einnig þarf að móta
sérstaklega leiðir í fullorðinsfræðslu (í tengslum við atvinnulífið og
vinnumálastofnun) og vinna markvisst að því að gera fullorðnum einstaklingum
kleift að halda áfram námi.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Jóngeir Hjörvar.
Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 18.40.

Getum við bætt efni síðunnar?