Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

61. fundur 31. mars 2011 kl. 18:00 - 18:45 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 31. mars, 2011 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Bergur Brynjar Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Hörður
Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson, Björn Sæbjörnsson og
Jóngeir Hjörvar Hlinason.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 109. og 110. funda bæjarráðs.
Fundargerðir 109. og 110. funda. Forseti fer yfir helstu atriði fundargerðanna
og gefur orðið laust varðandi einstök atriði hennar.
Varðandi 1. lið fundargerðar 110. fundar bæjarráðs vill bæjarstjórn
Sveitarfélagsins Voga bóka eftirfarandi:
Í kjölfar úttektar á rekstri sveitarfélagsins hefur verið ákveðið að grípa til
aðgerða til að stuðla að því að útgjöld sveitarfélagsins séu innan þeirra marka
sem sett eru.
Bæjarráð mun auka aðhald með því að fara yfir stöðu deilda einu sinni í
mánuði og gera deildarstjórum grein fyrir sértækum aðgerðum sem þarf að
grípa til ef líkur eru á að útgjöld verði umfram heimildir. Greiðsluáætlun á að
gera fyrir árið í heild, skipt niður á mánuði og útgjaldalið. Afstemming rauntalna
við greiðsluáætlun er gerð mánaðarlega og gripið til viðeigandi ráðstafana ef
líkur eru á að útgjöld verði hærri en heimildir
.
Deildarstjóri ber ábyrgð á rekstri deildar og leitar hagkvæmustu leiða við
rekstur hennar innan marka fjárheimilda, starfsáætlunar og stefnumörkunar.
Það er von bæjarstjórnar sveitarfélagsins Voga að þessar nýju verklagsreglur
verði til að bæta meðferð fjármuna hjá sveitarfélaginu.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Jóngeir Hjörvar, Bergur Brynjar, Hörður.

2. Brekkugata 7, stækkun lóðar.
Beiðni eiganda Brekkugötu 7, 190 Vogum um stækkun lóðar hefur verið tekin
fyrir í umhverfis- og skipulagsnefnd. Vísaði nefndin beiðninni til bæjarstjórnar.
Með hliðsjón af faglegu mati umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins
Voga heimilar bæjarstjórn stækkun lóðar í samræmi við þá teikningu sem
liggur fyrir fundinum. Bæjarstjóra er falið að ganga frá lóðaleigusamningi við
umsækjanda í samræmi við lóðaleigu annarra íbúa sveitafélagsins sem leigja
lóðir af sveitarfélaginu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stækkun lóðarinnar Brekkugötu 7.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Jóngeir Hjörvar.
3. Ársreikningur SSS fyrir árið 2010.
Ársreikningur SSS lagður fram.
Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga telur að ársreikningur SSS 2010 sýni að
mikilvægt er að huga að því hvernig Sambandið háttar eftirfylgni við gerða
fjárhagsáætlun. Laun og launatengd gjöld ásamt rekstrarkostnaði
sambandsins fer verulega fram úr fjárheimildum og við því verður að bregðast.
Fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn SSS er falið að beita sér fyrir auknu eftirliti
með því að áætlanir standist og koma með tillögur um aðgerðir til að koma í
veg fyrir að farið sé fram úr fjárheimildum.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Jóngeir Hjörvar, Bergur Brynjar, Björn
4. Skipan varamanns í kjörstjórn.
Bæjarstjórn þakkar Guðrúnu Kristjánsdóttur fráfarandi varamanns í kjörstjórn
góð störf í þágu sveitarfélagsins.
Kjör í nefnd á vegum sveitarfélagsins.
Kjörstjórn.
Varamaður í kjörstjórn:
Oktavía Ragnarsdóttir, Akurgerði 20
Til máls tóku: Inga Sigrún, Björn, Hörður, Eirný, Bergur Brynjar, Jóngeir
Hjörvar
Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 18.45

Getum við bætt efni síðunnar?