Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

90. fundur 08. apríl 2010 kl. 06:30 - 09:00 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

90. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 8. apríl 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals bæjarritara er ritar fundargerð í tölvu.

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða. Fresta 12. lið á boðaðri dagskrá, umferðaröryggisáætlanir. Bæta við 27. lið, heimild til lækkunar gatnagerðargjalda. Færa 16. lið, Vogajarðir, sölutilboð. Tekið til afgreiðslu seinast á fundinum. Samþykkt.

Minnihlutinn mótmælir breytingu á afgreiðslu 16.liðar á boðaðri dagskrá Vogajarðir, sölutilboð, þar sem gögnin voru ekki send út fyrir fundinn.

 

  1. Fundargerð 14. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 46. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 609. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Ársreikningur og skýrsla HS veitna hf.

Ársreikningurinn og skýrslan eru lagður fram.

 

  1. Ársskýrsla Brunavarna Suðurnesja.

Ársskýrslan eru lögð fram.

 

Bæjarráð leggur til að fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn BS leggi fram tillögu á næsta fundi, um að hafnar verði viðræður milli Brunavarna Suðurnesja, slökkviliðanna í Sandgerði, Grindavík, á Keflavíkurflugvelli og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

 

  1. Æskan - rödd til framtíðar. Boð á ráðstefnu.

Bæjarráð hvetur fulltrúa í frístunda- og menningarnefnd, ásamt frístunda- og menningarfulltrúa til að sækja ráðstefnuna.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16. mars, 2010. Greiðsla kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð leggur áherslu á þann skilning sveitarfélagsins að skipulagssjóði beri, með vísan til 4. töluliðar 34. gr. skipulags- og byggingarlaga að greiða allt að helmingi raunverulegs kostnaðar við gerð eða endurskoðun aðalskipulags.

Auk þess er það skilningur sveitarfélagsins að skipulagssjóður ætti að greiða sérstaklega vegna þess mikla kostnaðar sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir vegna skipulagsvinnu tengdri háspennulínum og öðrum slíkum mannvirkjum. Bæjarráð telur það flokkast undir sérstakar aðstæður, þar sem þörf er á óvenju umfangsmikilli skipulagsvinnu í fámennu sveitarfélagi.

 

Umhverfisráðherra ber að tryggja skipulagssjóði nægilegar fjárheimildir til að geta staðið undir þeim kostnaði.

 

  1. Bréf frá Erlu Valdimarsdóttur dags. 18. mars, 2010. Fyrirspurn um hvað þarf að uppfylla til að geta rekið tjaldsvæði.

Fyrir fundinum liggur minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa.

 

Bæjarráð fagnar því að einstaklingur sýni frumkvæði til uppbyggingar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Bæjarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og bendir bréfritara á að senda inn formlega umsókn þar sem meðal annars fylgi samþykki allra nágranna um að slíkur rekstur fari fram í Brunnastaðahverfi.

 

  1. Tölvupóstur frá Gísla Gíslasyni, formanni stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 18. mars. 2010. Hafnamál.

Lagt fram.

 

  1. Fundargerð 327. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Ársreikningur Hafnasambands Íslands.

Fundargerð og ársreikningurinn lögð fram.

 

  1. Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga.

Minnisblað félagsmálastjóra varðandi félagslegt húsnæði lagt fram.

 

Bæjarstjóri upplýsir bæjarráð um að Gyða Hjartardóttir félagsmálastjóri muni láta af störfum þann 1. maí næstkomandi og taka við starfi félagsþjónustufulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Bæjarráð þakkar Gyðu vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

 

Bréf bæjarstjórans í Reykjanesbæ dags. 29. mars 2010 varðandi tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga lagt fram.

 

  1. Umferðaröryggisáætlanir.

Frestað.

 

  1. Beiðni Lionsklúbbsins Keilis um heimild til að greiða gatnagerðar og byggingarleyfisgjöld með skuldabréfi til 3 ára.

Minnisblað með beiðni Keilis um heimild til að greiða gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld með skuldabréfi til 3 ára lagt fram.

 

Bæjarráð samþykkir að félögum með samstarfssamning við sveitarfélagið verið veitt heimild til að leggja fram tryggingabréf fyrir gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöldum, hyggi þau á húsbyggingar. Tryggingabréfið kemur til innheimtu að þremur árum liðnum hafi félagið ekki lokið húsinu, að öðrum kosti fellur það niður. Tryggingabréfið skal byggt á traustu veði. Traust veð myndi teljast fasteign eða sambærilegt. Ekki verður heimilt að taka veð í lóðum.

 

  1. Fasteignasamningur við Búmenn. Staða viðræðna.

Bæjarstjóri og bæjarritari gera grein fyrir stöðu viðræðna við Búmenn.

 

  1. Unglingalandsmóti UMFÍ í Vogum 2012. Tilkynning frá formanni UMFÞ.

Tilkynning formanns UMFÞ lögð fram. Í tilkynningunni kemur fram að félagið hafi ákveðið að draga umsókn sína um að halda Unglingalandsmót í Vogum 2012 til baka, þar sem ljóst er að ríkið muni ekki styðja við uppbyggingu íþróttamannvirkja á sama hátt og verið hefur á undanförnum Unglingalandsmótum.

 

Meirihluti bæjarráðs harmar það að ríkið muni ekki styðja við bakið á Unglingalandsmóti UMFÍ árið 2012. Meirihluti bæjarráðs batt miklar væntingar til þess að mótið yrði til að efla félagið og skapa glæsilega umgjörð um 80 ára afmæli UMFÞ.

 

Bæjarráð fagnar ábyrgri afstöðu UMFÞ til málsins og lýsir sig reiðubúið til að standa með félaginu að annarskonar móts- og hátíðahöldum í tengslum við 80 ára afmæli UMFÞ árið 2012 á nýju og glæsilegu íþróttasvæði.

 

  1. Vogajarðir. Sölutilboð.

Bæjarstjóri leggur fram sölutilboð eins landeiganda Vogajarða.

 

Fulltrúi minnihlutans leggur til að málinu verði frestað þar sem gögn voru ekki send út fyrir fundinn.

 

Meirihluti bæjarráðs hafnar frestunartillögunni.

 

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að bæjarstjóra verði veitt heimild til að gera landeigandanum gagntilboð.

 

Birgir Örn vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð. Inga Rut Hlöðversdóttir tók sæti hans.

 

  1. Bréf frá vinum Íslands ódags.

Bréfið er lagt fram. Meðfylgjandi mynddiskur er aðgengilegur bæjarfulltrúum.

 

  1. Ársskýrsla Kvenfélagsins Fjólunnar.

Ársskýrslan er lögð fram.

Bæjarráð þakkar Kvenfélaginu Fjólunni fyrir framlag þeirra til samfélagsmála.

 

  1. Reykjanesbær – ný störf og framtíðartekjur.

Skýrsla Capacent um ný störf og framtíðartekjur í Reykjanesbæ er lögð fram.

Skýrslunni er vísað til vinnuhóps um atvinnustefnu.

 

  1. Bréf frá Jöfnunarsjóði dags. 19. mars, 2010. Endurgreiðsla á hækkuðu tryggingagjaldi.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Samkomulag milli SMFR og Sveitarfélagsins Voga. Framlenging.

Bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið.

 

  1. Endurbætur á lóð Heilsuleikskólans Suðurvalla.

Tilboð í endurbætur á lóð Heilsuleikskólans Suðurvalla voru opnuð þann 7. apríl.

 

Fundargerð tilboðsfundar dags. 7. apríl lögð fram. Fjögur tilboð bárust. Kostnaðaráætlun var kr. 6.699.140 kr.

Lægsta tilboð var um 18% undir kostnaðaráætlun.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, með fyrirvara um yfirferð tilboðsgagna.

 

  1. Íþróttavallarsvæði.

Drög að verklýsingu vegna framkvæmda við íþróttavallarsvæði lögð fram.

 

Bæjarráð samþykkir að veita auknu fjármagni til verksins á árinu 2010 og draga að sama skapi úr fjárveitingum til þess á árinu 2011, svo klára megi að loka svæðinu fyrir veturinn með tyrfingu og sáningu.

 

Að loknu útboði verður málið tekið fyrir aftur og tekin ákvörðun um breytingar á fjárfestingaáætlun.

 

Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að láta útbúa útboðsgögn og bjóða verkið út í samræmi við 10. gr. Innkaupareglna Sveitarfélagsins Voga.

 

Minnihluti bæjarráðs leggur til að ákvörðun um útboð verði frestað þar sem gögn bárust ekki fyrir fundinn. Meirihluti bæjarráðs hafnar tillögu minnihlutans.

 

  1. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009.

Fyrir fundinum liggur álit Reikningsskila- og upplýsinganefndar nr. 1/2010 um færslu leigusamninga fasteigna og annarra mannvirkja í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga.

 

Með vísan til bókunar á fundi bæjarráðs þann 3. desember síðastliðinn, samþykkir bæjarráð að færa leigusamninga við Búmenn og Eignarhaldsfélagið Fasteign til eignar og skuldar í efnahagsreikningi á árinu 2009.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að færa lóðarleigusamninga til eignar í efnahagsreikningi, með fyrirvara um væntanlegt álit Reikningsskila- og upplýsinganefndar þar að lútandi.

 

Í ljósi þess að um veigamikla breytingu á ársreikningi er að ræða samþykkir bæjarráð að reikningurinn verði aftur tekinn til fyrri umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi, og til síðari umræðu 27. maí.

 

  1. Félagafrelsi. Beiðni starfsmanna um að skipta um stéttarfélag.

Fjórir starfsmenn sveitarfélagsins hafa óskað eftir að skipta um stéttarfélag og vísa til félagafrelsis í því sambandi.

 

Bæjarráð hvetur starfsmenn til að kynna sér málið vel og hafa náið samráð við stéttarfélögin til að gæta að réttindum sínum. Sveitarfélagið lýsir sig reiðubúið til samstarfs við starfsmenn og starfsmannafélög við hugsanleg félagsskipti.

 

Jafnframt liggur fyrir fundinum beiðni 11 ræstitækna um að fá greidd laun í samræmi við kjarasamning LN við Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur dags. 1. júlí 2009.

Bæjarráð samþykkir beiðni ræstitæknanna og felur bæjarritara og launafulltrúa að gera upp við ræstitæknanna á grunni þess samnings frá og með 1. júlí 2009.

Útgjaldahækkun vegna þessa verður færð á viðkomandi deildir.

 

  1. Verðmat Iðndals 2.

Fasteignasalan Stuðlaberg hefur að beiðni bæjarstjóra framkvæmt verðmat á bilum 0103 og 0104 að Iðndal 2, sem er húsnæði bæjarskrifstofu og HSS.

 

Heilbrigðisráðuneytið hefur heimilað sölu á húsnæði heilsugæslunnar í Vogum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa húsnæði sveitarfélagsins að Iðndal 2 til sölu samhliða húsnæði HSS.

 

  1. Heimild til lækkunar gatnagerðargjalda.

Í 1. mgr. 7. gr. samþykktar fyrir gatnagerðargjald, sölu byggingarréttar, stofngjald vatnsveitu og fráveitu og byggingarleyfisgjald í Sveitarfélaginu Vogum nr. 989/2007, er kveðið á um að bæjarstjórn sé heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, atvinnuuppbyggingar eða lítillar ásóknar í viðkomandi lóð.

 

Bæjarráð samþykkir að auglýsa lóðina Vogagerði 23 með 50% afslætti með vísan til ofangreinds ákvæðis.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.00.

Getum við bætt efni síðunnar?