Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

74. fundur 16. júlí 2009 kl. 06:30 - 09:15 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

74. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 16. júlí, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Leitað er afbrigða með að afgreiða undir 31. lið Samgöngur og undir 32. lið Heiðarholt 3, skil á lóð. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 9. og 10. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðirnar eru samþykktar.

Fyrsta og annað mál 9. fundargerðar er tekið til umræða undir lið 30.

 

Bæjarráð samþykkir tillögur umhverfis- og skipulagsnefndar um veitingu umhverfisviðurkenninga, sem veittar verða á Fjölskyldudaginn 8. ágúst.

 

 1. Fundargerð 39. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerð 7. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Bæjarráð hvetur nefndina til að dagskrá Fjölskyldudags liggi fyrir eigi síðar en í maí ár hvert.

 

 1. Fundargerðir 15. og 16. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Bæjarráð samþykkir nýtt erindisbréf nefndarinnar.

 

Fundargerðirnar eru samþykktar.

 

 1. Fundargerð Almannavarnarnefndar miðvikudaginn 10. júní 2009.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 765. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð fundar í Stjórn Reykjanesfólkvangs dags. 11. júní 2009.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð fagnar því að vera boðin áheyrnarseta á fundum stjórnarinnar og tilnefnir Róbert Ragnarsson sem fulltrúa sveitarfélagsins.

 

 1. Fundargerð 3. og 4. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs 2009.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Bréf frá Samgöngufélaginu dag. 18. júní 2009. Tillaga um hækkun hraðamarka á Reykjanesbraut úr 90 km/klst í 100 km/klst.

Bréfið er lagt fram og vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 

 1. Bréf frá umboðsmanni barna dags. 25. júní þar sem óskað eftir góðum dæmum þar sem unnið er með raddir barna og ungmenna.

Bæjarráð felur bæjarritara að gera umboðsmanni barna grein fyrir tengslum samfélagsfræðikennslu í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla og bæjarstjórnar.

 

Í því verkefni hefur sjónarmiðum barna verið safnað og þau nýtt við gerð skipulags og við stefnumótun í skólamálum.

 

 1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 2. júlí 2009 og Sv. Garði 25. júní 2009. Tilnefning í vinnuhóp um undirbúning flutnings á málefnum fatlaðra.

Bréfin eru lögð fram.

Fulltrúar Sv. Voga eru María Hermannsdóttir og Jóhanna Lára Guðjónsdóttir. Vinnuhópurinn hefur tekið til starfa.

 

 1. Bréf frá Grindavíkurbæ dags. 3. júlí. Tilkynning um úrsögn úr samvinnunefnd um svæðisskipulag á Suðurnesjum.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 1. júlí 2009. Tilnefning bæjarstjóra í nefnd til að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna verklegra framkvæmda.

Minnisblaðið er lagt fram.

 

 1. Vatnsveita Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri segir frá vinnu við lekaleit í vatnsveitunni í Vogum. Vonir standa til þess að búið sé að koma í veg fyrir lekann. Jafnframt gerir bæjarstjóri grein fyrir viðhaldi á vatnsdælum í Brunnastaðahverfi.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá kostnaðarmat á tengingu Brunnastaðahverfis við Vatnsveituna í Vogum.

 

 1. Kaup á landi og auðlindum HS orku hf í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi sem hann og forseti bæjarstjórnar áttu með stjórnarformanni og forstjóra HS orku hf. Niðurstaða þess fundar var að HS orka mun senda sveitarfélaginu forsendur forgangsgjalds.

 

 1. Landamerki Suðurkots og Skólatúns.

Málið var áður á dagskrá 4. júní þar sem bæjarstjóra var falið að undirrita staðfestingu þess að landamerki milli Suðurkots og Smáratúns séu rétt.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir því að eigendur Skólatúns telji landamerki milli þeirra lands og Suðurkots, sem er í eigu sveitarfélagsins, ekki rétt.

 

Bæjarstjóra falið að óska eftir því við eigendur Skólatúns að þeir sendi sveitarfélaginu rökstuðning fyrir því sjónarmiði þeirra að landamerki á milli jarðanna séu ekki rétt.

 

 1. Álit reikningsskila- og upplýsinganefndar um framkvæmdakostnað hafna, framlög vegna þeirra og afskriftir.

Álitið er lagt fram.

 

 1. Uppbygging hjúkrunarrýma á starfssvæði DS. Sameiginleg viljayfirlýsing frá 2004.

Viljayfirlýsingin er lögð fram í ljósi óska Sveitarfélagsins Garðs um skipan nefndar um framtíðaruppbyggingu Garðvangs.

 

 1. Ársreikningur Suðurlinda ohf. fyrir árið 2008.

Ársreikningurinn er lagður fram.

 

 1. Ávöxtun Framfarasjóðs fyrstu sex mánuði ársins 2009.

Ávöxtunarskýrsla SpKef lögð fram.

Umræða um ávöxtun sjóðsins og stöðuna á fjármálamarkaði.

Bæjarstjóra og bæjarritara falið að fylgjast náið með framvindu mála.

 

 1. Fasteignamat 2010.

Bréf frá Fasteignaskrá ríkisins dags. 19. júní 2009 lagt fram.

 

Bæjarritari fór yfir heildarfasteignamat eftir sveitarfélögum og bar saman árið 2009 og 2010.

 

 1. Fjárhagsáætlun 2010. Verkáætlun og tekjurammar.

Fyrsta verkáætlun fjárhagsáætlunar 2010 og þriggja ára áætlunar lögð fram.

 

Bæjarritari fór yfir áætlaða tekjuramma ársins 2010.

 

 1. Fyrirspurn fulltrúa H-lista varðandi hagsmunatengsl kjörinna fulltrúa, með vísan til fyrirspurnar við gerð ársreiknings 2008.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir því að við endurskoðun ársins 2008 og gerð ársreiknings hafi endurskoðandi sveitarfélagsins, KPMG endurskoðun, safnað upplýsingum um hagsmunatengsl milli sveitarfélagsins og kjörinna fulltrúa og tengdra aðila, svo sem maka og lögráða barna. Spurt var um stjórnarsetur og eignarhluti kjörinna fulltrúa í félögum. Tekið var fram að upplýsingarnar yrðu ekki birtar á persónugreinanlegan hátt, heldur sem samtala allra. Sveitarfélagið hefur þ.a.l. ekki sjálft tekið saman þessar upplýsingar og hefur þær ekki undir höndum.

 

Í ársreikningi ársins 2008 og endurskoðunarskýrslu er ekki gerð grein fyrir hagsmunatengslum kjörinna fulltrúa. Í svari frá endurskoðanda dags. 13. júlí kemur fram að ekkert athugavert hafi komið fram við athugunina og því þótti ekki ástæða til að geta hennar sérstaklega í ársreikningi eða endurskoðunarskýrslu.

 

 1. Bréf frá SJF menningarmiðlun dags. 23. júní 2009. Ósk um fjárstuðning við verkefnið ,,Náttúruvika á Reykjanesskaga“.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Bréf frá Guðmundi Ágústssyni hdl dags. 24. júní varðandi Jónsvör 1.

Bréfið er lagt fram ásamt minnisblaði Ívars Pálssonar hdl.

 

Bæjarráð bendir á að þrjú ár eru síðan lóðarhafi fékk lóðina til umráða og eru framkvæmdir við lóðina ekki enn hafnar og því fellur lóðarleigusamningur dags. 20. júlí 2005 og yfirlýsing bæjarstjóra dags. 15. apríl 2008 sjálfkrafa úr gildi. Bæjarráð samþykkir að veita lóðarhafa 14 daga frest til að tjá sig um málið, með vísan til óskar lögmannsins.

 

 1. Bréf frá Guðmundi Ágústssyni hdl dags. 24. júní varðandi Iðndal 4.

Bréfið er lagt fram ásamt minnisblaði Ívars Pálssonar hdl.

 

Bæjarráð bendir á að 6 ár eru síðan lóðarhafi fékk lóðina til umráða og hafa engar framkvæmdir svo heitið geti farið fram. Síðan yfirlýsing bæjarstjóra var undirrituð 15. apríl 2008 hafa heldur engar framkvæmdir farið fram og því fellur lóðarleigusamningur dags. 28. janúar 2003 og yfirlýsing bæjarstjóra sjálfkrafa úr gildi. Bæjarráð samþykkir að veita lóðarhafa 14 daga frest til að tjá sig um málið, með vísan til óskar lögmannsins.

 

 1. Tilboð Víðimels ehf um sölu fasteignarinnar Hafnargata 101.

Tilboðið er lagt fram.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera gagntilboð.

 

 1. Tillaga Landsnets um mastragerð Suðvesturlínu.

Tillaga Landsnets er lögð fram með vísan til 1. gr. samkomulags Landsnets hf og Sveitarfélagsins Voga vegna lagningar háspennulínu um Sveitarfélagið Voga, dags. 17. október 2008.

 

Bæjarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.

 

 1. Hafnar-, Hóla-, Austur-, Marar- og Mýrargata, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan var samþykkt í umhverfis- og skipulagsnefnd þann 23. júní að lokinni grenndarkynningu, en jafnframt lagði nefndin til að göngustígar milli Marargötu 3 og 5 og norðan við Marargötu verði fjarlægðir af deiliskipulagi þar sem aðrir stígar komi til með að tryggja gott aðgengi um þetta svæði. Nefndin telur þessa breytingu óverulega og leggur til að hún verði útfærð í endanlegri skipulagstillögu.

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna, með breytingatillögu umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

 1. Samgöngur.

Bréf Dagmarar Eiríksdóttur og Halldórs Halldórssonar lagt fram.

 

Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir góðar ábendingar sem verða teknar til athugunar við skipulag skóla- og tómstundastarfs.

 

 1. Heiðarholt 3, skil á lóð.

Bæjarráð samþykkir að endurgreiða greidd gatnagerðargjöld með vísan til 11. gr. Samþykktar fyrir gatnagerðargjald, sölu byggingarréttar, stofngjald vatnsveitu og fráveitu og byggingarleyfisgjöld í Sveitarfélaginu Vogum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.15

 

Getum við bætt efni síðunnar?