Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

373. fundur 15. mars 2023 kl. 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur 2022 - drög

2303011

Lilja Dögg Karlsdóttir fulltrúi endurskoðanda KPMG var gestur fundarins undir þessum lið og kynnti drög að ársreikningi fyrir árið 2022.
Bæjarráð þakkar Lilju fyrir kynninguna.

2.Bréf v. fjárhagsáætlunar 2023

2303002

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið fjárhagsáætlun ársins 2023.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 uppfyllir
sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar fyrir A-hluta, áætluð rekstrarniðurstaða er neikvæð og framlegð undir lágmarksviðmiði. Þrátt fyrir bráðbirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórn er
heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar framlögðu bréfi til kynningar í bæjarstjórn.

3.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023

2302035

144.mál Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar meðfylgjandi tillögur á breytingum við skipulagslög. með vikufresti eða til 14. mars. Einnig er meðfylgjandi minnisblað á tillögunum frá innviðaráðuneyti.
Óskað er eftir því að umsögn verði send á nefndasvid@althingi.is

782. mál Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar).

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

126. mál Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.

128. mál Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla).

165. mál Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum.

795. mál Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026.
Lagt fram.

Lögð fram eftirfarandi tillaga að umsögn við 144. mál:

Með frumvarpinu hyggjast stjórnvöld tryggja aukna skilvirkni í uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi. Úr greinargerð með frumvarpinu má lesa að stjórnvöld hafi vaknað upp af vondum draumi í desember 2019 þegar aftakaveður gekk yfir Ísland með þeim afleiðingum að miklar truflanir urðu á flutnings- og dreifikerfi rafmagns. Í kjölfarið brást ríkisstjórnin við með skipan átakshóps um úrbætur í innviðum sem komst að þeirri niðurstöðu að ein helsta ástæðan fyrir því að hvorki hefði gengið né rekið í uppbyggingu raforkuinnviða hér á landi síðustu ár og áratugi væri of flókið ákvarðanatökuferli. Með frumvarpinu er ætlunin að bregðast við því með einföldun á skipulags- og leyfisveitingaferlum sem tengjast raflínuframkvæmdum. Eins og fram kemur í fyrri umsögn sveitarfélagsins, dags 19. október 2022, leggst sveitarfélagið alfarið gegn því að skipulagsvaldið sé fært frá sveitarfélögunum með þeim hætti sem lagt er upp með og er í augljósri andstöðu við meginreglur skipulagslaga. Ný tillaga umhverfis- og samgöngunefndar hefur ekki breytt þeirri afstöðu.

Bæjarráð Sveitafélagsins Voga lýsir jafnfamt yfir vonbrigðum með það að ráðast eigi í svo veigamiklar breytingar á lagaumhverfinu með skerðingu á sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga án þess að fram hafi farið vönduð og hlutlæg stjórnsýsluúttekt á málaflokknum, meðal annars á starfsemi Landsnets sem er hinn opinberi aðili sem Alþingi hefur falið það hlutverk að leiða uppbyggingu meginflutningskerfis raforku hér á landi. Verkefni sem flestir virðast sammála um hafi endað sem löng en árangurslítil hrakfallasaga. Í því samhengi er ástæða til að árétta að Landsnet fellur að mörgu leyti betur að skilgreiningu opinberrar stofnunar en fyrirtækis, stofnað með lögum til að sinna tilteknu málasviði, starfar samkvæmt sérleyfi og utan samkeppnismarkaða að uppbyggingu og rekstri innviða í almannaþágu. Að því leyti er ekki eðlismunur á starfsemi Landsnets og ýmissra opinberra stofnana.

Ef stjórnvöldum er alvara með því að vilja gera betur í uppbyggingu raforkukerfisins hér á landi og tryggja grundvöll orkuskipta, aukinnar verðmætasköpunnar og almennar hagsældar, þá er rökrétt að byrja á að skoða hlutina áður en ráðist er í breytingar, annars kunna þær að leiða til enn lakari árangurs. Eðlilegt fyrsta skref í kerfi sem byggir á vandaðri ákvarðanatöku væri að fela aðila sem telst óháður framkvæmdavaldinu, t.d. Ríkisendurskoðun, að gera ítarlega úttekt á umgjörð og framkvæmd uppbyggingar meginflutningskerfis raforku hér á landi. Í slíkri úttekt gæti til dæmis verið gagnlegt að kryfja til mergjar tiltekin veigamikil verkefni sem eiga sér langa og árangurslitla sögu, sbr. lagningu Suðurnesjalínu 2. Með því væri stuðlað að því að ákvarðanir um breytingar byggi á hlutlægum og málefnalegum forsendum, sem er einmitt eitt af einkennum vandaðrar og faglegrar stjórnsýslu. Að ætla að leysa málin í skyndingu á þeim forsendum að allt sé komið í þrot, er það á hinn bóginn ekki.

Vandinn við þá aðferðafræði felst nefnilega í því að oftar en ekki er horft fram hjá kjarna máls og niðurstaðan verður gjarnan einhverskonar skyndilausn. Skyndilausnir eiga það oftast sameiginlegt að líta ágætlega út á yfirborðinu og falla vel í kramið en duga sjaldnast þegar á reynir, a.m.k. ekki í þeim tilgangi að leysa raunverulegan undirliggjandi vanda. Því miður ber frumvarp um breytingar á skipulagslögum merki slíkra vinnubragða, virkar vel á yfirborðinu og ber merki rösklegrar framgöngu en þegar betur er að gáð skortir talsvert uppá hlutlæga rannsókn á viðfangsefninu.

Er það mat bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga að fyrir utan hið augljósa, þ.e. að með breytingunum sé vegið að sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga, þá muni þær mögulega, þvert á yfirlýstan tilgang, leiða til aukinna tafa og flóknari stjórnsýslu og þar með enn lakari árangurs í uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi.

Skorar bæjarráð á umhverfis- og samgöngunefnd að falla alfarið frá þessum hugmyndum og hefja þess í stað undirbúning að heildarúttekt á málaflokknum sem miðar að því greina raunverulegar orsakir þeirra tafa sem orðið hafa á uppbyggingu raforkuinnviða hér á landi.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Samþykkt samhljóða

4.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023

2302035

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál
Lagt fram

5.Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023

2303012

Kynnt eru til umsagnar drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem byggja á niðurstöðum starfshópsins.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa umsögn í samræmi við umræðu á fundinum.

6.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
sem haldinn var 28.02.2023
Lagt fram

7.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2022

2205032

Lögð fram til kynningar fundargerð 67.fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs sem haldinn var 08.12.2022
Lagt fram

8.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2023

2303009

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs nr. 68 og 69, sem haldnir voru 20.01.2023 og 10.02.2023
Lagt fram

9.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2023

2301021

Lögð fram til kynningar fundargerð 43. fundar fjölskyldu og velferðarráðs og fylgigögn frá 23.02.2023.
Lagt fram

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

Lögð fram til kynningar fundargerð 450. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem
haldinn var 17.02.2023
Lagt fram

11.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2023

2302012

Lögð fram til kynningar fundargerð 92. fundar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags og Markaðsstofu Reykjaness haldinn 10.03.2023
Lagt fram

12.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 2023

2303013

lögð fram til kynningar fundargerð 65.fundar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur sem haldinn var 15.02.2023.
Lagt fram

13.Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs Sveitarfélaga 31.03.2023

2303014

Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélag 31.03.2023
Lagt fram

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?