Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 29. nóvember 2006 kl. 17:00 - 19:15 Iðndal 2

11. fundur umhverfisnefndar var haldinn að Iðndal 2

miðvikudaginn 29. nóv. 2006 kl. 17:00

 

Mætt voru Snæbjörn Reynisson, Þorvaldur Örn Árnason, Guðbjörg Theódórsdóttir,

 

Vigfús Helgason og Helga Ragnardóttir sem mætti kl. 17:50

Gestir fundarins voru Agnes Stefánsdóttir frá Fornleifavernd ríkisins

 

og Árni Bragason frá Umhverfisstofnun.

 

1. Menningarminjar í Sveitarfélaginu Vogum.

Agnes lýsir hlutverki Fornleifaverndar ríkisins, sem er stjórnsýslustofnun. Hún vitnaði í

skýrslu Fornleifaverndar ríkisins um Vatnsleysustrandarhrepp sem gerð var í fyrra. Þar

eru skráðar um 1300 fornleifar eftir skráðum heimildum, sem er mjög mikið.

Fornleifaskráning á landinu og ekki síst á Suðurnesjum er skammt á veg komin, einnig

strandsvæði almennt, og gildir það einnig um náttúruminjar.

Stofnunin kostar sjálf friðlýsingarmerki en aðeins fyrir friðlýstar fornminjar. Hún sækir

einnig um framlög til ríkisins til að bjarga því sem er í bráðri hættu.

Agnes fékk nýlega gögn frá Siglingamálastofnun um staði þar sem á að framkvæma á

næstunni. Gert er ráð fyrir í siglingalögum að Siglingastofnun verji m.a. menningarminjar

sem eru í hættu fyrir sjógangi.

Sjóbúð við Kálfatjörn er meðal þess sem er í hættu og Kerlingabúð undir Stapanum.

Samkvæmt þjóðminjalögum ætti í aðalskipulagsvinnu að skrá minjar í öllu

sveitarfélaginu, en það er lágmarkskrafa að skrá í þéttbýli og helstu framkvæmdasvæði,

frístundabyggð og skógrækt þar meðtalið.

Snæbjörn sagði frá verkefnum Minjafélagsins, þ.e. hlaðan Skjaldbreið á Kálfatjörn og

skólahúsið Norðurkot sem hefur verið flutt að Kálfatjörn og ætlunin er að verði

skólaminjasafn. Sótt hefur verið um áframhaldandi styrk og eins til að varðveita gamalt

sjóhús frá Minni-Vogum sem er merkilegt fyrir listilega hleðslu. Verkefni Minjafélagsins

eru unnin í samráði við Magnús Skúlason hjá húsafriðunarnefnd, en varðveisla gamalla

húsa heyrir undir hana en ekki Fornleifavernd.

1999 var gerð tilraun til að friðlýsa strandlengjuna neðan Kálfatjarnar og svæðið í

kringum kirkjuna. Ekki náðist samstaða meðal hlutaðeigandi aðila og ekki varð af

hugmyndum um friðlýsingu.

Ásláksstaðir einnig stórmerkilegt hús sem byggt er úr viði úr Jamestown og þar stendur

einnig sjóhús með ákaflega merkilegri klæðningu. Húsin liggja undir skemmdum.

Sjórinn er að brjóta rústir sjóbúða fyrir neðan Landakot og Litlabæ.

Stóru-Vogarústin liggur undir skemmdum því það er alltaf að losna grjót úr kjallaranum.

Suðurkotstóftin var skemmd með því að grafa fyrir götunni alveg upp að veggjum.

Stórgripagirðingin á Keilisnesi er dæmi um sérkennilegar fornminjar.

Möguleiki er á að friðlýsa merkilega brunna jafnvel þó þeir séu ekki orðnir 100 ára.

 

Helsta niðurstaða þessarar umræðu: Áríðandi er að skrá það sem er í mikilli hættu.

Einnig það sem fellur inn í aðalskipulag.

 

2. Náttúruminjar í Sveitarfélaginu Vogum

Í máli Árna Bragasonar kom fram að lög setja ekki skyldur á sveitarfélagið um að taka

náttúruminjar á náttúruminjaskrá inn í aðalskipulagsvinnuna. Sveitarstjórn þarf ekki að

samþykkja það sem er sett á náttúruminjaskrá það gerðu náttúruverndarþing sem

sveitarfélög höfðu seturétt á.

Ríkið öðlast forkaupsrétt að svæðum á náttúruminjaskrá á eftir sveitarfélagi og

lögerfingjum.

Allir þurfa að vera sammála um friðlýsinguna og hún þarf að falla vel að

framtíðarskipulagi svæðisins. Skriflegan samning þarf að gera milli allra aðila sem hlut

eiga að máli. Sveitastjórn er að afsala sér lokavaldi til umhverfisráðherra, þess vegna er

mikilvægt að niðurstaðan sé vel ígrunduð. Ef vafi er á friðlýsingunni er viturlegra að fara

út í hverfisvernd. Hverfisvernd er hluti af aðalskipulagi og er í raun merki um að vilji sé

fyrir hendi til að verndar á einhvern hátt. Friðlýsing á ekki að vera skyndiákvörðun.

Náttúruminjaskrá segir heilmikið um merkileg svæði í sveitarfélaginu sem áhugavert er

að friða ásamt því að skoðanir íbúa vega töluvert við aðalskipulagsvinnu. Huga ber vel

að útivistarsvæðum og nærumhverfi í sveitarfélaginu. Í okkar tilfelli má nefna að

tjarnirnar við ströndina eru merkileg fyrirbæri sem huga þarf vel að.

Náttúrufræðistofnun hefur mest af þeim gögnum sem nýtast myndu sveitarfélaginu við

aðalskipulagsvinnuna.

Þorvaldur spyr um rask við Mýrarhúsatjörn – engin regla er um fjarlægð byggðar frá

tjörninni en Umhverfisstofnun gefur umsögn um framkvæmdir.

50 metra mannvirkjalaust belti með ströndinni er til viðmiðunar um jaðar byggðar. Sú

regla gildir ekki í þéttbýli. Unnið er að því í nágrannalöndunum um að beltið verði

breiðara.

Ástæðan fyrir því að fólk sækir í sveitarfélög utan höfuðborgarinnar er meðal annars sú

að umhverfið er aðlaðandi til útivistar, ekki síst ósnortin fjara. Fjöruna sunnan Straums

má nefna í þessu tilefni sem eina af fáum ósnortnum fjörum á svæðinu sunnan

Reykjavíkur.

Árni býður fram aðstoð Umhverfisstofnunar vegna vinnu við hugmyndir að friðlýsingum.

Önnur mál

Gögnum fyrir næsta fund var dreift.

Samþykkt var að gera tillögu að upplýsingum sem fylgi með flugeldum sem seldir verða í

sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?