Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 27. júní 2007 - 19:25 Iðndal 2

6. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 27. júní 2007 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Eric dos Santos, Guðbjörg Theodórsdóttir, Rakel

Rut Valdimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

1. Viðmiðunarreglur um veitingu viðurkenninga

Farið var yfir tillögur að viðmiðunarreglum. Smávægilegar leiðréttingar gerðar.

Reglurnar samþykktar

2. Tilhögun næstu úttektar vegan umhverfisviðurkenninga

Leiðangur verður gerður kl. 13:00 miðvikudaginn 4. júlí. Farið var yfir gátlista

nefndarinnar og tilnefningar frá íbúum. Fyrirfram ákveðnir garðar verða skoðaðir.

Sverrir Agnarsson var viðstaddur umræður undir þessum lið og mun taka þátt í þessari

vinnu.

3. Gönguferðir undafarið – hvað höfum við lært? Hvernig hefur til tekist?

Göngurnar hafa heppnast vel og er tækifærið til þess að kynnast sínu nánasta umhverfi í

þeim óumdeilt. Göngukaflanum er nú lokið. Líklegt er að blásið verði til fleiri ferða í

framtíðinni.

4. Hreinsun og fegrun í bæjarfélaginu – hvernig gengur?

Hreinsunarmál virðast ganga ágætlega þó alltaf megi gera betur. Nefndarmenn lýsa

ánægju sinni með framkvæmdir við Norðurkot þar sem losað hafði verið mikið magn

jarðvegs. Svæðið hefur tekið miklum breytingum til batnaðar þó því sé enn ekki lokið.

5. Húsafriðun í bæjarfélaginu Vogum

Þorvaldur fór stuttlega yfir það sem hann ásamt fulltrúum minjafélagsins og fleiri

áhugamönnum, skoðuðu nýlega með Magnúsi Skúlasyni forstöðumanni

Húsafriðunarnefndar ríkisins. Ásláksstaðir, rústir Stóru-Voga og Norðurkot í Vogum

voru skoðuð. Þorvaldur sýndi Agnesi Stefánsdóttur frá Fornleifavernd ríkisins einnig

nokkrar húsarústir í sveitarfélaginu. Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd eru þeir aðilar

sem koma að málinu og að mati fólks þar á bæ er auðveldast í framkvæmd að skrá

lýsingar á húsunum, mæla og teikna. Nefndin hefur í hyggju að koma sér upp skrá yfir

byggingar sem falla undir 100 ára friðunarákvæði í lögum.

6. Fræðsluskiltin – staða málsins

Fundað var með Jóhanni Óla fuglafræðingi sem er nefndinni innan handar um gerð

skiltanna. Stefnt er að því að ljúka við að vinna skiltin í haust og að fyrsta áfanga,

tveimur stærstu skiltunum, verði lokið um áramót.

7. Umhverfismál í aðalskipulagi – staða mála

Farið var yfir stöðu mála og stuttlega rætt um vatnsvernd/vatnstökusvæði og

verndunarmál.

8. Umhverfismál á vogar.is

Tillaga að grind fyrir umhverfismál var lögð fyrir og samþykkt. Hugmyndir komu fram

um að nefndarmenn skrifuðu mánaðarlega pistla varðandi umhverfismál sem birtast á

heimasíðunni.

 

9. Önnur mál

Rætt var um að myndum sem teknar hafa verið í gönguferðunum verði haldið til haga.

Eric býðst til að gefa upp slóð að vefmyndasafni sínu um Voga.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19:25

Getum við bætt efni síðunnar?