Vígsla þjónustumiðstöðvar

Ný þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga verður vígð sunnudaginn 1. desember næstkomandi. Af því tilefni býður sveitarfélagið gestum að skoða miðstöðina milli kl. 14 og 16. Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Þjónustumiðstöðin mun hýsa starfsemi þjónustudeildar bæjarins, þar verður einnig til húsa slökkvibíll frá Brunavörnum Suðurnesja og við hlið hússins verður þvottaplan sem tekið verður í notkun sama dag ef veður leyfir.