Stóri Plokkdagurinn verður 30. apríl 2023

Stóri Plokkdagurinn verður 30. apríl 2023 

Rúmlega sjö þúsund og áttahundruð manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á Facebook og þessi hópur er kominn á fullt í að plokka í sínu nær umhverfi. Eftir vindasaman vetur er plast og rusl útum allt í kringum þéttbýli og áríðandi að það komist úr umhverfinu áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna.

Flestir sem tilheyra Plokk síðunni plokka nánast allt árið um kring en Plokk á Íslandi skipuleggur Stóra-plokkdaginn einu sinni á ári. Hann er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins, vitundarvakning og hvatning. Tímasetningin hentar vel því þá er vorið komið, snjór horfin úr byggð og plast og pappírsrusl býður eftir því að verða bjargað og sent á viðeigandi stofnun.