Safnahelgi á Suðurnesjum

Safnahelgi á Suðurensjum er helgina 17. - 19. mars að þessu sinni. Að vanda er boðið upp á fjölbreytta dagskrá um öll Suðurnes.

Dagskrá er enn í mótun og getur bæst við hana.

 

Bókakynning og upplestur í Tjarnarsal:

Kl. 13 – 14 laugardaginn 18. mars:

Upplestur í Tjarnarsal (Stóru-Vogaskóla). Nemendur sem taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni lesa.

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur fjallar um bók sína Hvenær kemur sá stóri? Bókin hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita.

Nemendur úr Tónlistarskólanum í Vogum flytja tónlist.

 

Kvikmyndasýningar í Stóru-Vogaskóla:

Kl. 14-16 laugardaginn 18. mars:

Í Tjarnarsal verður boðið upp á sýningar á myndefni úr sveitarfélaginu.

Stuttmyndir nemenda Stóru-Vogaskóla

Perlur Suðurnesja. Myndbönd Ellerts Grétarssonar – myndefni frá áhugaverðum stöðum í Sveitarfélaginu Vogum

Myndefni úr smiðju Rafns Sigurbjörnssonar

Myndefni úr skólastarfi Stóru-Vogaskóla

Myndefni frá Vogar TV

Myndefni frá þrettándagleði í Glaðheimum 1992

myndefni úr safni RÚV

og ef til vill fleira

 

Kl. 13-16 sunnudaginn 19. mars:

Í Tjarnarsal verður boðið upp á sýningar á myndefni úr sveitarfélaginu – sama og á laugardeginum.

 

Baða dagana býður Sveitarfélagið Vogar upp á kaffi og með því í Stóru-Vogaskóla.

 

 

 

Sögu- og minjafélag Vatnsleysustrandar

Kl. 13 – 17 laugardaginn 18. mars og sunnudaginn 19. mars:

150 ár eru liðin síðan skólahald hófst í Vatnsleysustrandarhreppi, nú Vogum. Þeim merku tímamótum verða gerð skil í skólaminjasafninu í Norðurkotsskóla á Kálfatjörn frá kl. 13 til 17 laugardag og sunnudag.

Kl. 14 sunnudaginn 19. mars verður lesið upp úr völdum köflum úr samantekt á skólasögunni. Spjall um skólasöguna og kennslu fyrr á dögum fylgir. Upplesturinn fer fram í Skjaldbreið á Kálfatjörn.