Menningarverðlaun sveitarfélagsins Voga 2019

Menningarverðlaun sveitarfélagsins Voga verða veitt í annað sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal kl. 14.00. 

Dagskrá hefst kl. 14.00 og auk þess sem menningarverðlaunin verða afhent mun Tríó Grande flytja nokkur lög en Tríó Grande er skipað Alexöndru Chernyshovu sópransöngkonu, Rúnari Þór Guðmundssyni tenórsöngvara og Helga Hannessyni píanóleikara.

Að dagskrá lokinni býður sveitarfélagið gestum upp á kaffiveitingar. Einnig verður þá sýning á verkum myndlistarmanna úr sveitarfélaginu eða sem tengjast því sterkum böndum. 

Aðgangur er ókeypis.