Jólatónleikar KK og Ellenar ásamt Jóni Ólafs - AFLÝST

Systkinin Kristján Kristjánsson (KK) og Ellen Kristjánsdóttir halda ásamt Jóni Ólafssyni jólatónleika í ár og ætla að vera í Tjarnarsalnum í Vogum laugardaginn 7. desember. Jólatónleikar KK og Ellenar hafa verið einn af ómissandi og föstu liðunum í aðdraganda jóla hjá mörgum siðastliðin ár.
Árið í ár verður engin undantekning og verða þau á ferð og flugi í nóvember og desember ásamt Jóni Ólafs pianó- og hljómborðsleikara.
Einstök aðventustemning hefur ávallt skapast á þessum tónleikum, þar sem látlaus og hugljúfur flutningur og framkoma þeirra skapar einstaka og fallega kvöldstund í aðdraganda jólanna.

Forsala miða hefst 1. Nóvember og verður í versluninni Vogum og inn á tix.is/jolatonleikar

Miðaverði hefur verið stillt í hóf og verður litlar 4.990 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur í Vogum, laugardaginn 7. desember