Íbúafundur um sameiningarmál á Suðurnesjum

Verkefnishópur um óformlegar sameiningarviðræður Sveitarfélagsins Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar boðar til íbúafunda í öllum þremur sveitarfélögunum dagana 15.-17. apríl næstkomandi. Tilgangur fundanna er að eiga samráð við íbúa varðandi mögulegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna, m.a. til þess að fá fram framtíðarsýn íbúa.
Íbúar geta einnig tekið þátt í fundinum í gegnum Teams og hægt verður að senda ábendingar og fyrirspurnir í gegn um Slido.
 
Tenglar á fundinn verða birtir á Facebooksíðu viðburðarins þegar nær dregur (smella á hnapp)
Hlökkum til að sjá ykkur!
 

Íbúafundur um sameiningarmál | Facebook