Hjólað í vinnuna 2024

Opnað verður fyrir skráningu 17. apríl nk. en keppnin fer fram 8. - 28. maí.

ÍSÍ hvetur alla til að vera með í ár!

Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru kjörin leið til útivistar, frábær hreyfing og þar með góð líkamsrækt. Munum bara eftir skynseminni í umferðinni, hjálminum og bjöllunni góðu. Nú er því um að gera að fara yfir gíra, bremsur, dekk og annan búnað.
Við óskum hér með eftir ykkar liðsinni við að hvetja starfsmenn á þínum vinnustað til þátttöku í verkefninu þetta árið. Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemmning á mörgum vinnustöðum landsins á meðan á átakinu stendur og vonumst við til að svo verði einnig í ár.

Að skrá sig til leiks:
1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna, www.hjoladivinnuna.is
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Stofnaðu þinn eigin aðgang ef þú átt ekki aðgang nú þegar með því að búa þér til notendanafn og lykilorð eða skrá þig inn með Facebook.nafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn).
5. Skráningu lokið

Hægt er að nálgast ítarlegar skráningarleiðbeiningar inná vef Hjólað í vinnuna og er að finna leiðbeiningar á ensku í skjali neðst á síðunni. Ef upp koma vandamál við skráningu er hægt að hafa samband beint við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í síma 514-4000 eða senda tölvupóst á netfangið hjoladivinnuna@isi.is.

Á heimasíðu verkefnisins er yfirlit yfir allar helstu reglur Hjólað í vinnuna, Vinsamlegast kynnið ykkur þær vel og komið til skila til ykkar samstarfsmanna. Á síðunni er einnig hægt að nálgast efni sem hægt er að prenta út og nota til hvatningar og kynningar.

Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til að hreyfa sig daglega og ekki síst taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er.