Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

44. fundur 18. september 2012 kl. 17:30 - 19:45 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 18.

september 2012 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mættir eru: Arnheiður Þorsteinsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason, Inga Sigrún Atladóttir, Kristinn

Björgvinsson og Hörður Harðarson. Einnig sitja fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og

byggingarfulltrúi og Sveinn Björnsson staðgengill skipulags- og byggingarfulltrúa. Arnheiður

Þorsteinsdóttir stýrir fundi og ritar fundargerð í tölvu.

 

Byggingamál

1. Vatnsleysa fiskeldisstöð, Íslandsbleikja ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 8

fiskeldisker skv. ódagsettri umsókn móttekinni 05.06.2012 og yfirlitsmynd GS

Teiknistofu dags. 01.06.2012.

Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.

123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við umsóknina og er henni vísað til

afgreiðslu bæjarstjórnar.

Málsmeðferð byggingarleyfis verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr.

160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

2. Breiðagerði, umsókn nokkurra eigenda sumarhúsa um endurbætur á

lendingaraðstöðu fyrir smábáta skv. bréfi dags. 09.08.2012.

Framkvæmd þessi sem þegar er hafin án leyfis er á hverfisvernduðu svæði skv.

aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og gilda ákvæði þess um

hverfisvernd, sbr. kafla 2.3.5, sem m.a. gerir ráð fyrir að gerð sé áætlun eða

deiliskipulag fyrir hverfisvernduð svæði. Ekki liggur fyrir samþykki eða umboð frá

eiganda þess lands sem fyrirhuguð framkvæmdin er á.

Ekki liggur fyrir deiliskipulag svæðisins sbr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera

þarf deiliskipulag í samræmi við aðalskipulag og skipulagslög nr. 123/2010 áður en

hægt er veita byggingarleyfi fyrir einstökum framkvæmdum.

Sbr. ofangreint er umsókninni því hafnað.

Það sem þegar hefur verið framkvæmt í óleyfi skal fjarlægt og jarðrask afmáð, sem

að öðrum kosti verður gert á kostnað eiganda. Sbr. ákvæði 55. gr. laga um mannvirki

nr. 160/2010 og gr. 2.9.1 byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

 

Skipulagsmál

 

2

 

3. Auðnar, beiðni um breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

Bréf Gests Ólafssonar dags. 29.06.2012 f.h. eiganda Auðna. Bæjarráð vísaði

erindinu til frekari úrvinnslu hjá umhverfis- og skipulagsnefnd.

Lagt til að erindinu verði vísað til vinnu við heildarendurskoðun á aðalskipulagi

Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Meirihluti nefndarinnar tekur jákvætt í beiðni um

íbúðabyggð en hafnar beiðni um atvinnustarfsemi. Samkvæmt núgildandi

aðalskipulagi er heimilt að byggja stök íbúðarhús á jörðinni enda verði svæðið

deiliskipulagt. Þorvaldur Örn Árnason vill ekki heimila íbúðarsvæði umfram það.

 

4. Hvassahraun, skipulag fyrir íbúðarbyggð í Hvassahrauni. Bréf Sauðafells sf.

dagsett 07.08.2012. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.

Lagt til að erindinu verði vísað til vinnu við heildarendurskoðun á aðalskipulagi

Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

Nefndin hafnar ofangreindri beiðni þar sem hún telur að ekki sé þörf á nýjum

þéttbýliskjarna á núverandi skipulagstímabili.

 

Sigurður H. Valtýsson víkur af fundi við afgreiðslu 5. máls vegna vensla við bréfritara.

 

5. Stóra-Vatnsleysa, beiðni um breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga

2008-2028. Bréf Sæmundar Á. Þórðarsonar og Sivjar Elísabetar Sæmundsdóttur,

dagsett 28.07.2012. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.

Lagt til að erindinu verði vísað til vinnu við heildarendurskoðun á aðalskipulagi

Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Nefndin er sammála um að ekki sé þörf á

íbúðabyggð á þessu svæði.

Hörður Harðarson , Þorvaldur Örn Árnason og Arnheiður Þorsteinsdóttir telja að

ekki sé þörf á skipulögðu svæði sunnan Reykjanesbrautar á skipulagstímabilinu.

 

Bókun Umhverfis- og skipulagsnefndar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn vegna framkominna beiðna um

breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga að þær verði teknar til athugunar við heildar

endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 sem bæjarstjórn hefur ákveðið að

ráðast í.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45

Getum við bætt efni síðunnar?