Folfvöllur

Árið 2019 var settur upp frisbígolfvöllur í Sveitarfélaginu Vogum. Völlurinn er í Aragerði og er hann níu holur. Á síðustu árum hefur iðkendum frisbígolfs fjölgað verulega og eru margir farnir að stunda það af kappi. Nú eru rúmlega 20 vellir um allt land.

Frisbígolf er í daglegu tali kallað Folf. Folf er spilað líkt og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Takmarkið er að kasta disknum í körfuna í sem fæstum skotum og vinnur sá sem þarf fæst skot. Annað skot er tekið þar sem diskur lendir eftir fyrsta skot og ef fleiri en ein spilar skal sá kasta fyrstur sem lengst er frá körfu. Tillitsemi er stór hluti af leiknum og því er sanngjarnt að mótspilari þinn fái að kasta án truflunar, það sama myndir þú vilja. Ekki taka kast fyrr en þú ert viss um að flug disksins og lending trufli ekki hina spilarana.

Frekari upplýsingar um folf má nálgast á heimasíðu Frisbígolf á Íslandi.

Getum við bætt efni síðunnar?