Umhverfis- og eignaumsýsla

Umhverfis- og eignaumsýsla eru á verksviði Umhverfisnefndar sem starfar á sviði umhverfismála, minjaverndar, að  hafa umsjón og eftirlit með friðlýsum og vernduðum svæðum, að stuðla að gróðurvernd í samræmi við ákvæði laga, að stuðla að snyrtilegum frágangi mannvirkja og opinna svæða og annarra mála sbr. erindisbréf nefndarinnar.

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs er starfsmaður nefndarinnar og situr fundi hennar með málfrelsi og tillögurétt

Markmið umhverfis- og eignaumsýslu
Að halda bæjarfélaginu snyrtilegu og stuðla að fyrirbyggjandi viðhaldi og að halda húsnæði og búnaði sveitarfélagsins í góðu ástandi.  

Þjónustumiðstöðin sér um alla almenna þjónustu við íbúa bæjarins, s.s. viðhald á fasteignum og tækjum bæjarins, snjóruðning, hreinsunarátak og fjölmargt fleira eins og t.d.:

  • viðhald og hreinsun gatna, gangstétta og göngustíga
  • viðhald og hreinsun holræsa
  • uppsetning og viðhald umferðarmerkja
  • viðhald biðskýla
  • snjómokstur og hálkuvarnir 
  • viðhald almenningsgarða og opinna svæða
  • uppsetning og viðhald jólaskrauts og jólatrjáa
  • víðtæk þjónusta við stofnanir bæjarins
  • viðhald á fasteignum og tækjum bæjarins
  • akstur skólabíls og vogastrætó
  • viðhald á vatnsveitu
  • viðhald hafnarsvæðis

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Davíð Viðarsson 
Netfang: david@vogar.is

Getum við bætt efni síðunnar?