Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 30. apríl 2002 kl. 18:00 - 19:45 Iðndal 2

4. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps
haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Ivan Kay Frandsen,
Davíð Helgason og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar
fundargerð.

1. mál. Rakel Burana sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum að Iðndal 1, Vogum,
skv. umsókn dags. 10.12.2001 og aðaluppdráttum Teiknistofunnar Artik dags.
10.10.2001. Um er að ræða breytingu húsnæðisins í gistiheimili ásamt að gera kvisti á
þak.
Þar sem verið er að breyta þegar byggðu húsi skal fara fram grenndarkynnig í samræmi
við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en byggingarleyfið er afgreitt.
Kynna skal umsóknina fyrir lóðarhöfum Iðndals 2 og 5, Ægisgötu 43 og 44.
Skila skal skráningartöflu fyrir húsið.
Lóðarhafa er bent á að ekki hefur verið gengið frá pappírum varðandi þann hluta
lóðarinnar sem tekinn er úr lóð fyrir Iðndal 5, sbr. þinglýstar heimildir.

2. mál. Eigil Rossen, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hvammsgötu 3,
Vogum, skv. umsókn dags. 26.04.2002 og aðaluppdráttum Stefáns Ingólfssonar,
arkitekts, dags. 21.04.2002.
Samþykkt. Umsóknin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag og uppfyllir ákvæði
bygginarreglugerðar.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.
Áskilin er vottun hússins sbr. 120. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

3. mál. Bréf Guðlaugs R. Guðmundssonar dags. 05.04.2002 þar sem spurst er fyrir um
hvort leyft verði að byggja rað- eða parhús skv. meðfylgjandi frumdrögum af húsunum.
Tekið er jákvætt í það að byggt verði á lóðinni, hvort sem verður um að ræða raðhús eða
parhús svo fremi að öllum kröfum byggingarreglugerðar verði fullnægt.
Bent er á það að áður en umsókn um bygginagrleyfi verður afgreidd með endanlegum
teikningum þarf að fara fram grenndarkynnig þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af
svæðinu, sbr. gr. 12.5 í byggingarreglugerð nr. 441/1998. Grenndarkynning myndi að
öllum líkindum ná til Heiðargerðis 25, 28, 29a, 29b og 30, Fagradals 11 og 13.

4. mál. Fjölnir Geirsson og Elsa Dóra Gunnarsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir
einbýlishús að Marargötu 6, Vogum, skv. umsókn dags. 29.04.2002 og aðaluppdráttum
Teiknistofunnar Kvarða, dags. 26.04.2002.
Óskað er eftir að gólfkóti hækki um 20 sm frá uppgefinni hæð skv. mæliblaði.
Samþykkt. Umsóknin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag og uppfyllir ákvæði
bygginarreglugerðar. Hæð hússins rúmast innan hámarksmænishæðar m.v. upphaflegan
gólfkóta skv. skipulagsskilmálum.
Samþykktin tekur gildi þegar skilað hefur verið leiðréttum uppdráttum í samræmi við
athugasemdablað byggingarfulltrúa, dags 30.04.2002.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

5. mál Heimir Hávarðarson, f.h. NG- Nordic Gourmet ehf. sækir um leyfi til að
staðsetja gám fyrir frystipressu fyrir utan fiskvinnsluhúsið að Hafnargötu 4 (ranglega
skráð nr. 2 í umsókn og á uppdrætti), Vogum, skv. umsókn dags. 25.04.2002 og
meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykki eins af eigendum hússins liggur fyrir með áritun á uppdrátt.
Frestað. Vantar umsögn eldvarnareftirlits. Áskilið er samþykki allra eigenda Hafnargötu 4
og lóðarhafa Hafnargötu 2.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19 45.

Getum við bætt efni síðunnar?