Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 23. janúar 2006 kl. 18:00 - 19:30 Iðndal 2

1. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga haldinn

mánudaginn, 23. jan 18.00 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Gunnar Helgason

Hörður Harðarson, Þorvaldur Örn Árnason, Albert Albertsson frá HS, Emil Hallgrímsson

frá HS og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál Umsókn Hitaveitu Suðurnesja um framkvæmdaleyfi fyrir borun

tilraunaholu (TR2) við Trölladyngju. Albert kynnti aðstæður við borsvæðið og

veginn. Planið verður um 3000 m 2 og stefnt að því að borhola verði minnst 2000

m djúp og fóðringar miðaðar við vinnsluholu. Þorvaldur benti á taka þurfi tillit

til vatnsverndar fyrir ferksvatn, Albert sagði að mikil áhersla væri lögð á

ferksvatnsvernd því ferksvatn væri undirstaða borunar og virkjunar af þessu tagi.

Hann benti einnig á að heilsoðin dúkur verður settur undir borplanið ásamt

olíugildrum frá bornum.

Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir borun tilraunaholu TR2 fyrir sitt leiti á

þessu svæði. Nefndin leggur áherslu á að borplan og vegur verði fjarlægður gefi

tilraunaholan ekki nægjanlega orku til vinnslu.

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 19.30

Getum við bætt efni síðunnar?