Íþróttanefnd og tómstundanefnd

4. fundur 14. apríl 2003 kl. 18:30 - 20:00 Iðndal 2

4. fundur í Íþrótta-og tómstundanefnd Vatnsleysustrandarhrepps
haldinn mánudaginn 14. apríl 2003 kl. 18:30 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir voru: Jón Mar Guðmundsson, Magnús Hauksson, Óskar Gunnar Burns,
Rikharður Reynisson og Bergur Álfþórsson. Einnig sat fundinn Lena Rós
Matthíasdóttir.

Dagskrá.

1. Forvarnir.
Lena mætti og ræddi um vöntun á ungliðastarfi td.við
björgunarsveitina,eða skátana sem þá mundi auðvelda allt
forvarnarstarf .Einnig vill hún hafa forvarnardag í samvinnu
Við félagsmiðstöðina svona húllumhæ dag og virkja foreldra með
Grilla og svoleiðis.

2. Íþróttir aldraða.
Mikill kraftur er í eldriborgurum , þau mæta tvisvar í viku í
sundleikfimi og líka í þrek.Nokkrir eru svo fitt að þeir gætu æft mikið
meira.
3. Önnur mál.
Óskar stakk upp á að haldinn yrði trimm dagur víðavangshlaup fyrir
krakkana frítt í sund grillaðar pulsur og eftirvill einhvað fleira
Skemmtilegt.

Fundi slitið klukkan 20.00.

Getum við bætt efni síðunnar?