Íþróttanefnd og tómstundanefnd

1. fundur 09. febrúar 2004 kl. 19:00 - 20:10 Iðndal 2

Mættir voru: Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Magnús H. Hauksson, Bergur
Álfþórsson og Birgir Örn Ólafsson. Einnig sat fundinn Lena Rós Matthíasdóttir, sem

jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:

1. Mál. Stefnumótun, seinni umræða.
a. Stefna Íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram. Stefna samþykkt
samhljóða.

2. Mál. Íþrótta- og tómstundamál.
a. Lena Rós gerði grein fyrir starfi tómstundafulltrúa og
tómstundaleiðbeinenda. Um er að ræða 180% stöðugildi samanlagt, sem
skiptist þannig:
1. Tómstundafulltrúi 100% staða.
2. Tómstundaleiðbeinandi unglinga 40% staða.
3. Tómstundaleiðbeinandi eldri borgara 40% staða.

3. Mál. Önnur mál.
a. Þjónustukönnun íþrótta og tómstundanefndar fyrir sumarið 2004. Nefndin
hefur sett saman spurningalista sem dreift verður í hús samhliða könnun
Fræðslunefndar um akstur skólabíls.
b. Bréf til tómstundafulltrúa, golfklúbbs og ungmennafélags. Íþrótta- og
tómstundanefnd óskar eftir upplýsingum um framboð á félagsstarfi innan
hreppsins. Framvegis verða forstöðumenn og/eða stjórnir félaga beðin um
að taka saman ársskýrslu, svo og að upplýsa nefndina um þátttöku og
samstarf við hreppinn og önnur félagasamtök.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:10.

Getum við bætt efni síðunnar?