Íþróttanefnd og tómstundanefnd

4. fundur 17. maí 2005 kl. 19:00 - 20:20

Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Bergur
Álfþórsson, Helga Harðardóttir og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt
ritar fundagerð. Magnús Hauksson boðaði forföll.

1. Þjónustukönnun önnur umræða
Tómstundafulltrúi lagði fram lokaniðurstöður könnunar fyrir 6.-10.
bekk. Niðurstöður ræddar. Skýrsla lögð fram sem viðhengi með
fundargerð ÍTV. Vegna tímaskorts í skólanum er stefnt að könnun
fyrir yngri bekki í haust. Tómstundafulltrúa falið að senda skýrsluna
til Ungmennafélagsins Þróttar og Golfklúbbs
Vatnsleysustrandarhrepps til upplýsinga.
2. Reglugerð vegna kjörs á íþróttamanni ársins
Reglugerð lögð fram til yfirferðar.
3. Önnur mál
a) Umræður um þarfagreiningu íþróttahúss.
b) Stefna ÍTV rædd. Nefndin leggur til endurskoðaða stefnu á næsta
fundi til samþykktar.
c) Fjárþörf nefndarinnar rædd.

Fundi slitið 20:20

Getum við bætt efni síðunnar?