Íþróttanefnd og tómstundanefnd

8. fundur 05. september 2006 kl. 18:00 - 19:45 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV þriðjudaginn 5. september 2006
kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru Oddný Þóra Baldvinsdóttir í fjarveru Brynhildar
Hafsteinsdóttur, Vignir Arason, Ragnar Davíð Riordan, Magnús
Hersir Hauksson, Helga Harðardóttir tómstundafulltrúi og Guðrún
Kristjánsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.
Stjórn foreldrafélags sunddeildar UMFÞ var boðuð á fund til að
ræða hina neikvæðu umræðu sem er í samfélaginu.
Við eftirgrenslan eftir lögum foreldrafélags sunddeildar UMFÞ
kom í ljós að þann 6. febrúar 2006 hefur verið stofnuð sunddeild
sem er aðili að UMFÞ.
Vignir bókar: að stjórn foreldrafélagsins hafi ekki haft vitneskju
um að þau væru í raun sundeild með aðild að Þrótti.
Vignir bókar: að málefni Ungmennafélagsins Þróttar verði tekið
upp af bæjarstjórn, með það að markmiði að skapa sátt um störf
félagsins og skýrar reglur verði settar.
ÍTV fékk boð frá tómstundafulltrúa um að koma og kynna okkur
starfssemi Félagsmiðstöðvarinnar Borunnar. Þáði nefndin boðið
með þökkum.

Fundi slitið kl. 19:45

Getum við bætt efni síðunnar?