Íþróttanefnd og tómstundanefnd

10. fundur 04. desember 2006 kl. 18:00 - 19:37 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 4. desember 2006
kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Guðrún Kristjánsdóttir, Rakel Rut Valdimarsdóttir, Helga Harðardóttir
tómstundafulltrúi og Vignir Arason sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu. Ragnar Davíð
Riordan og Magnús Hersir Hauksson boðuðu forföll á síðustu stundu.

Dagskrá fundarins:
1. Tillaga varðandi göngustíg umhverfis Voga
Guðrún leggur fram tillögu um merkingu göngustíga (sjá fylgiskjal). Tekið var vel í
hugmyndina og ætlar ÍTV að taka það til skoðunnar. Rakel nefndi lauslega verkefnið
„Fjölskyldan og fjallið“ sem er á vegum UMFÍ, tekið var vel í hugmyndina.
2. Tölfræðilegar upplýsingar frá Þrótti
Beðið er eftir ársskýrslu frá Ungmennafélaginu Þrótti
3. Hátíðir bæjarins á næsta ári
Þrettándinn, er í umsjá tómstundarfulltrúa í samvinnu öll félagasamtök í
sveitarfélaginu. Fjölskyldudagur, ýmsir möguleikar ræddir varðandi tímasetningu
dagsins. Hugmyndir eru uppi um að færa daginn og ýmisleg mál tengd deginum
rædd. Tómstundarfulltrúi sem jafnframt heldur utan um viðburðardagatal í bænum,
leggur fram að mál fjölskyldudagsins verði rædd áfram á næsta fundi ÍTV og
fjölskyldudagsnefndar..
4. Staða tómstundamála í sveitarfélaginu
Beðið eftir ársskýrslu frá tómstundarfulltúa

5. Boðun varamanna á fundi
Guðrún upplýsti nefndina um að ef nefndarmenn forfallast þá boði þeir varamann
á fundinn.

Fundi slitið kl: 19:37

Getum við bætt efni síðunnar?