Hreppsnefnd

7. fundur 10. júní 2003 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 10. júní 2003,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Birgir
Örn Ólafsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ
1. Kosning oddvita og varaoddvita.
Jón Gunnarsson var kjörinn oddviti og Birgir Þórarinsson varaoddviti.
2. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 27/5 2003.
Varðandi 4. mál þá vísar hreppsnefnd því aftur til nefndarinnar þ.s.
umræddur vegur er ekki safnvegur. Varðandi 8. mál þá telur hreppsnefnd að
auglýsingaskilti fyrirtækja við innkomu bæjarins sé ekki við hæfi og hafnar
leyfinu. Jafnframt mun hreppsnefnd leita leiða til að finna stað þ.s. fyritæki i
hreppnum geta auglýst starfsemi sína á jafnréttisgrundvelli. Hreppsnefnd
felur Tækni-og umhverfisstjóra að móta tillögur fyrir næsta reglulegan
hreppsnefndarfund. Birgir Örn Ólafsson telur fulla þörf á að stefna verði
mótuð. Birgir situr hjá við afgreiðslu málsins. Að öðru leyti er fundargerðin
samþykkt.
3. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 28/5
2003.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysu-strandarhrepps
dags. 12/5 2003.
Fundargerðin er samþykkt. Birgir Örn Ólafsson situr hjá við afgreiðslu
fundargerðarinnar.
5. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 5/5 og
2/6 2003.
Varðandi 1c lið 5. fundar þá vísar hreppsnefnd málinu til fjárhagsáætlunar
næsta árs. Að öðru leyti eru fundargerðirnar samþykktur.

6. Fundargerð Félagsmálanefndar dags. 27/5 2003.
Fundargerðin er samþykkt.

2

7. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
15/5 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
8. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 8/5, 12/5
og 2/6 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
9. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra dags. 22/4 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 7/5 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
11. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 14/5 2003.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
12. Bréf frá Olgu Sif Guðgeirsdóttir dags. 26/3 2003 þ.s hún óskar eftir því
að verða leyst frá störfum í Umhverfisnefnd.
Hreppsnefnd þakkar Olgu fyrir góð störf í þágu hreppsins. Meirihlutinn
tilnefnir Ernu M. Gunnlaugsdóttur, Austurgötu 3, sem aðalmann í hennar
stað.
13. Bréf frá Magnúsi Ólafssyni dags. 18/5 2003 varðandi stefnu frá Páli A.
Pálssyni hrl fyrir hönd eigenda Vogatorfu á hendur eigenda
Brunnastaðatorfu.
Sveitarstjóra er falið að sinna málinu fyrir hönd hreppsins.
14. Bréf frá Sverri Ólafssyni dags. 21/5 2003 varðandi beiðni um að skrá
lögheimili í frístundabyggð í Breiðagerði.
Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að skoða málið frekar fyrir næsta fund.
15. Bréf frá Gerðahreppi dags. 23/5 2003 þ.s. óskað er eftir leyfi til að
vinna að frekari útfærslu á lóð Garðvangs.
Hreppsnefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
16. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16/5 2003 þ.s. fram kemur að
framkvæmdir við borholu hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif og skuli
því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Bréfið er lagt fram.
17. Bréf frá Vegagerðinni dags. 15/5 2003 varðandi lækkun leyfilegs
hámarkshraða á Vatnsleysustrandarvegi.
Í svari Vegagerðarinnar kemur fram að málið verði skoðað í tengslum
við heildarendurskoðun á hámarkshraða á þjóðvegum landsins og
áætlað sé að þeirri skoðun ljúki í september.
Hreppsnefnd ítrekar þá skoðun sína að 90 km hámarkshraði sé alltof hár á
Vatnsleysustrandarvegi og fer þess á leit við Vegagerðina að hámarkshraði
á veginum verði lækkaður hið fyrsta, en sú ákvörðun bíði ekki til haustsins.

3

18. Lóðarmál.
a) Lóðarhafi að Hvammsdal 5 hefur ekki staðið við úthlutunarskilmála og
hefur hann því skilað lóðinni.
b) Eftirtaldir aðilar sækja um lausar lóðir fyrir einbýlishús:
Júlíus Pétursson, kt. 140374-5989, Brekkugötu 7, Vogum. Umsókn
móttekin 16/5 2003.
Pálmi Stefánsson, kt. 270748-3929, Háhæð 3, Garðabæ. Umsókn
móttekin 5/6 2003.
Nýtt hús ehf., kt. 461102-2590, Bleikjukvísl 2, 110 Reykjavík. Umsókn
móttekin 2/6 2003.
Ein lóð er til úthlutunar, Hvammsdalur 5. Hreppsnefnd samþykkir að
úthluta Júlíusi Péturssyni lóðinni.
c) B.R. Hús ehf. kt. 601101-3350, Kjarrhóma 6, 200 Kópavogi sækir
Mýrargötu 7 og Hólagötu 2a. Umsóknin hefur áður verið tekin fyrir og
var fyrir mistök úthlutað lóð sem ekki var laus.
Lóðir þær sem um er sótt eru ekki lausar.
19. Bréf frá Minjafélagi Vatnsleysustrandarhrepps dags. 2/6 2003 þ.s.
óskað er eftir að fá umráðarétt yfir hlöðu frá um 1850 að Kálfatjörn.
Hreppsnefnd samþykkir erindið og fagnar því að Minjafélagið sýni málinu
áhuga.
20. Framkvæmdir sumarsins.
Sveitarstjóri fór yfir umhverfisframkvæmdir sumarsins sem eru að mestu
leyti fólgnar í bættu aðgengi að skóla í formi göngustíga, lagfæringu grænna
svæða og göngustíga.
21. Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags.
29/4 og 28/5 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
22. Fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags.
30/4 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
23. Endurskoðun ráðningasamnings sveitarstjóra og nefndarlauna vegna
Kjaradóms.
Sveitarstjóri hefur lýst sig reiðubúna til að afsala sér síðustu hækkun launa
samkvæmt kjaradómi og er oddvita falið að ganga frá nýjum
ráðningasamningi við sveitarstjóra þar sem yfirvinna verði lækkuð þannig að
heildarlaun verði óbreytt þrátt fyrir hækkun þingfarakaups, sem var
viðmiðunin í gildandi ráðningasamningi. Jafnframt verði miðað við
launavísitölu í stað þingfarakaups. Samninginn skal leggja fyrir næsta
reglulegan fund hreppsnefndar. Nýr ráðningasamningur gildi frá 1. maí sl.

4

Jafnframt er ákveðið að nefndarlaun á vegum hreppsins taki ekki
áðurnefndri hækkun kjaradóms á þingfarakaupi.
24. Fjáreigendamál.
Tilmæli hafa borist til hreppsnefndar frá Ólafi Dýrmundssyni
landnýtingarráðunauti Bændasamtakanna varðandi fjárbeitarhólf hreppsins.
Ólafur telur þörf á stækkun hólfsins. Hann telur að með því náist það
mikilvæga markmið að koma endanlega í veg fyrir lausagöngu búfjár í
hreppnum og þá slysahættu sem því fylgir. Brögð hafa verið á því að fé sé
sleppt lausu í heiðina á þeim forsendum að ekki sé nægilega rúmt á því í
beitarhólfinu og beit jafnvel ekki nægileg.
Ólafur telur það vera ótvíræðan hag landeigenda að samþykkja stækkun
hólfsins. Góð reynsla sé af beitarhólfum t.d. í Miðneshreppi, Mosfellssveit
og á Kjalarnesi. Þar hafi landeigendur sýnt þessum málum mikinn skilning
og séð kosti þess. Ólafur getur þess að markviss landgræðsla, sem er
stunduð í beitarhólfum, skili betra og verðmætara landi. Hann telur að hér
sé um framfaramál að ræða.
Hreppsnefnd tekur undir það að brýnt sé að koma endanlega í veg fyrir
lausagöngu búfjár innan hreppsins. Hreppsnefnd samþykkir því að fara í
viðræður við hlutaðeigandi landeigendur um stækkun hólfsins. Samþykki
þeir stækkunina mun nefndin leggja áherslu á það við Vegagerðina að hún
standi straum að kostnaði við stækkun hólfsins m.a. vegna tvöföldunar
Reykjanesbrautar, sem nú stendur yfir.
Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
25. 110 ára afmæli Kálfatjarnarkirkju.
Hreppsnefnd samþykkir að gefa kirkjunni 50 þúsund krónur í tilefni
afmælisins til eflingar á barnastarfi innan sóknarinnar.
26. Skoðun á hugmyndum um fasteignafélag.
Oddviti lýsti viðræðum sem átt hafa sér stað um hugsanlega stofnun
fasteignafélags um fasteignir og hlutabréfaeign hreppsins. Í viðræðunum
hafa tekið þátt auk hreppsins, Gerðahreppur, Sandgerðisbær,
Grindavíkurbær og Lífeyrissjóður Suðurnesja. Allir þátttakendur hafa tekið
þátt í viðræðum án skuldbindinga um þátttöku ef af verður.
Sveitarstjóra og Oddvita er falið að halda viðræðunum áfram í sumar og
leggja fastmótaðar tillögur fyrir hreppsnefnd.

27. Fjölskyldudagur.
Hreppsnefnd samþykkir að fjölskyldudagurinn verði annann laugardag í
ágúst eins og síðustu ár.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 30

Getum við bætt efni síðunnar?