Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

20. fundur 29. september 2010 kl. 19:30 - 22:30 Álfagerði

20. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Álfagerði
miðvikudaginn 29.09.2010 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir sem ritaði fundinn, Símon
Jóhannsson, Ragnar Davíð Riordan og Ingþór Guðmundsson. Stefán
Arinbjarnarson Frístunda – og menningarfulltrúi sat einnig fundinn.

1. Starfsemi í Álfagerði.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir dagskrá fyrir félagsstarf eldri borgara fyrir
komandi vetur. Búið er að stofna öldungaráð sem mun koma að skipulagningu og
framkvæmd starfsins í samvinnu við starfsmann Álfagerðis og frístunda- og
menningarfulltrúa. Fyrirhugað er að gera könnun á viðhorfi eldri borgara til starfsins
eftir áramót.
Ragnar víkur af fundi við afgreiðslu 2. liðar
2. Opnunartími íþróttamiðstöðvar.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði fram minnisblað varðandi breytingu á
opnunartíma sundlaugar. Fmn samþykkir minnisblaðið og leggur til að takist tilraunin
vel verði skoðað að lengja opnunartímann.
Ragnar kemur aftur á fundinn.
3. Forvarnarstefna.
Björn lagði fram minnisblað varðandi forvarnir í sveitarfélaginu. Fmn lýsir yfir
ánægju með að nokkur atriði af minnisblaðinu eru þegar komin af stað. Fmn leggur
áherslu á að atburðadagatali fyrir Voga verði komið á legg hið fyrsta. Frístunda- og
menningarfulltrúi skipuleggur foreldrarölt í samstarfi við foreldrafélag skólans.
4. Útleiga á leiguhúsnæði/Skyggnishús.
Fmn leggur til við bæjarráð að skoðað verði hugsanlegt húsnæði í eigu bæjarins til
útleigu undir frístundastarfsemi, m.t.t. kostnaðar.
5. Fjölskyldudagur.
Rætt var um Fjölskyldudaginn. Fmn ákveður að sett verði á laggirnar nefnd sem
nefnist Fjölskyldudagsnefnd sem mun vinna náið með frístunda- og menningarfulltrúa
að skipulagningu og framkvæmd Fjölskyldudags. Fmn stefnir að því að
Fjölskyldudagurinn verði tveggja daga fjölskylduhátíð í komandi framtíð.
6. Mótorsmiðja.
Fmn leggur til við bæjarráð að unnið verði að opnun mótorsmiðju fyrir ungmenni í
sveitarfélaginu.

7. Gjörningahátíð í október.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir dagskrá Gjörningahátíðar sem haldinn verður í
Vogum 15. og 16. október, n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:30

Getum við bætt efni síðunnar?