Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

29. fundur 04. ágúst 2011 kl. 19:30 - 21:35 Félagsmiðstöð

29. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 04.08. 2011 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir, Símon Jóhannsson, Ingþór
Guðmundsson og Ragnar Davíð Riordan. Stefán Arinbjarnarson
Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.

1. Fjölskyldudagur
Drög að dagskrá lögð fram og rædd. Drög að fjárhagsáætlun lögð fram og rædd.
Dagskránni verður dreift í hús á mánudag. Umræða tekin um tjaldstæði. Ekki talið
raunhæft að bjóða upp á það að þessu sinni.
Sjá fylgiskjal með lið 1.
2. Mótorsmiðja
Frístunda- og menningarfulltrúa falið að útbúa reglur varðandi starfsemi mótorsmiðju.
Ráðgert er að nefndin hittist í húsnæði mótorsmiðju á næsta fundi hennar í byrjun
september.
3. Ráðstefnan ungt fólk og lýðræði – Vísað til FMN frá bæjarráði
Bréfið lagt fram.
Sjá fylgiskjal með lið 3.
4. Tölvupóstur frá umboðsmanni barna
Bréfið lagt fram.
Sjá fylgiskjal með lið 4.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:35

Getum við bætt efni síðunnar?