Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

31. fundur 06. október 2011 kl. 19:30 - 21:25 Félagsmiðstöð

31. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 06.10. 2011 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Kristján Árnason, Ingþór Guðmundsson og
Ragnar Davíð Riordan. Erla Lúðvíksdóttir boðaði forföll og varamaður
hennar, Guðrún Kristín Ragnarsdóttir forfallaðist. Símon Jóhannsson
boðaði forföll og varamaður hans Kristján Árnason mætti í hans stað.
Stefán Arinbjarnarson Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig
fundinn og ritaði fundargerð á tölvu. Ragnar Davíð Riordan tók við
varaformennsku í nefndinni af Erlu Lúðvíksdóttur.

1. Minjafélagið
Þrír fulltrúar minjafélagsins, þau Oktavía J Ragnarsdóttir, Birgir Þórarinsson og Helga
Ragnarsdóttir komu á fundinn og fræddu FMN um tilurð, hlutverk og framtíðarsýn
minjafélagsins. Nefndin lýsir yfir ánægju með tilvist félagsins og er margs vísari um
starfsemi þess. FMN hyggst skoða málefni minjafélagsins frekar og taka þau aftur
fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
2. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun, undirbúningur
Farið yfir tillögur sem bárust frá fulltrúum FMN og þær ræddar. Frístunda- og
menningarfulltrúa falið að taka þær saman og senda til bæjarstjóra.
3. Fundargerð stofnfundar mótorsmiðju
Fundargerðin lögð fram. FMN lýsir ánægju með stjórn mótorsmiðju og væntir mikils
af starfseminni.
4. Tjaldstæði
FMN leggur til að tjaldstæði verði staðsett á gamla knattspyrnuvellinum. FMN vísar
erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar og hvetur jafnframt til að unnin verði
verkáætlun svo þeir fjármunir sem varið verður í verkið nýtist sem best.
5. Forvarnamál – Erindi vísað til FMN frá bæjarráði varðandi bréf frá
UMFÍ
Erindið lagt fram. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að panta skilti.
6. Fundargerð Samsuð
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:25

Getum við bætt efni síðunnar?