Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

36. fundur 03. maí 2012 kl. 19:30 - 21:00 Félagsmiðstöð

36. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 03.05. 2012 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Ragnar Davíð Riordan, Erla Lúðvíksdóttir,
Símon Jóhannsson og Ingþór Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson
Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.

1. Forvarnadagur í Vogum
Rætt um forvarnadag í Vogum. Stefnt að formlegri opnun á Tæknismiðju á
forvarnadegi í maí.
2. Fjölskyldudagar í Vogum
Rætt um Fjölskyldudaga í Vogum. Fljótlega verður haldinn fundur með
forsvarsmönnum félaga og áhugasömum íbúum.
3. Tjaldstæði
Málið rætt.
4. Forvarnastefna
Drög að forvarnastefnu lögð fram og rædd. Minnisblað um stýrihóp í forvörnum frá
frístunda- og menningarfulltrúa sent með.
5. Vinnuskóli - útfærsla
Gögnin lögð fram. Vinnuskóli og leikjanámskeið auglýst á næstunni.
6. Hlaðan - erindi
Erindið lagt fram. FMN tekur jákvætt í erindið og felur frístunda- og
menningarfulltrúa útfærslu þess.
7. Fundargerð Samsuð
Fundargerðin lögð fram og rædd.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:00

Getum við bætt efni síðunnar?