Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

108. fundur 18. mars 2024 kl. 17:30 - 19:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Eva Björk Jónsdóttir varaformaður
  • Annas Jón Sigmundsson aðalmaður
  • Daníel Snær Hólmgrímsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
  • Helga Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Hermannsdóttir, leikskólastjóri embættismaður
  • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
  • Heiða Ingólfsdóttir embættismaður
  • Tinna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Húsnæðisþörf skóla-og frístundaúrræða

2403004

Bæjarstjóri fer yfir verkefnaáætlun vegna mats á húsnæðisþörf í skóla- og frístundaumhverfi Voga til næstu framtíðar. Rýnt verður í núverandi húsnæði, nemendafjölda, þróun nemendafjölda síðustu ára og spáð fyrir um þróun til framtíðar. Ráðgjafafyrirtækið KPMG hefur umsjón með framkvæmd verkefnisins.
María Rós Skúladóttir frá KPMG kom og kynnti verkefnaáætlunina.

2.Forvarnir, stefnumótun og áætlanir

2403028

Heiða Ingólfsdóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu fer yfir stöðu stefnumörkunar og áætlanagerðar í forvarnarmálum með áherslu á netnámskeiðið Stopp ofbeldi, sem er ætlað öllu starfsfólki sem starfar með börnum.

3.Skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla 2024-2025

2403029

María Hermannsdóttir leikskólastjóri fer yfir skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla 2024-2025.

4.Ársskýrsla Heilsuleikskólans Suðurvalla 2023

2403027

María Hermannsdóttir leikskólastjóri fer yfir ársskýrslu Heilsuleikskólans Suðurvalla 2023.

5.Starfsemi Stóru-Vogaskóla skólaárið 2023-2024

2305039

Hilmar E. Sveinbjörnsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir stöðu mála í skólanum tengt mikilli fjölgun nemenda sl. mánuði með áherslu á aðgerðir í mannauðs- og húsnæðismálum.

Fundi slitið - kl. 19:35.

Getum við bætt efni síðunnar?