Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

165. fundur 26. febrúar 2020 kl. 18:00 - 19:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Einar Kristjánsson ritari
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka á dagskrá sem 7. mál: 2002046 - Starfshópur um rannsókn á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297

2002001F

Samþykkt
Fundargerð 297. fundar bæjarráðs er lögð fram á 165. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Tl máls tóku: SÁ, BBÁ, JHH, IRH

1.7. Afgreiðsla þessa fundar: Bæjarstjórn samþykkir samninginn, samhljóða með sjö atkvæðum.

1.8 Afgreiðsla þessa fundar: Bæjarstjórn samþykkir samninginn, samhljóða með sjö atkvæðum.

1.9 Afgreiðsla þessa fundar: Bæjarstjórn samþykkir samninginn, samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Fyrir liggur svar landeigenda við fyrirspurn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar vatnslagnar milli Njarðvíkur og Voga. Óskað hefur verið eftir við HS Veitur hf. að unninn verði hnitsettur uppdráttur af lagnaleiðinni, með þversniðum, og er það mál í vinnslu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir er annars vegar unnt að leita eftir samkomulagi við landeigendur og hins vegar hefja undirbúning á breytingu aðalskipulags, sem er nauðsynlegt að ráðast í svo unnt sé að veita framkvæmdaleyfi fyrir lögninni.
    Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.
  • 1.2 1902059 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Í minnisblöðum bæjarstjóra er tilgreind staða tveggja framkvæmda, sem enn er ólokið frá fyrra ári, þ.e. lagning ljósleiðara og endurnýjun fráveitu. Á fundinum var farið yfir stöðu mála og næstu skref.
    Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram. Ákvörðun um áframhald ljósleiðaraverkefnis er frestað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs: Tekjuyfirlit janúar 2020 lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs: Röksemd bæjarráðs fyrir ákvörðun sinni um að falla frá áformum um breytingu húsnúmera við Hólagötu: Fram komu mótmæli íbúa við fyrirhugaða breytingu, ásamt ábendingum um að húsnúmer hefðu verið steypt í hús þegar þau voru byggð á sínum tíma. Fyrir liggur því að ráðast þarf í breytingar sem valda kostnaði sem leggst á sveitarsjóð. Það er mat bæjarráðs að afgreiðsla Skipulagsnefndar hafi verið byggð á rökum og gögnum í málinu.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna kostnað við uppsetningu færanlegrar varaaflsstöðvar í sveitarfélaginu, ásamt því að koma upp viðeigandi tengingum á byggingu Stóru-Vogaskóla, sem er skilgreind sem fjöldahjálparstöð í Vogum. Bæjarráð ítrekar jafnframt bókun bæjarstjórnar um mikilvægi þess að unnin verði rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið, og felur bæjarstjóra að koma því á framfæri við Almannavarnarnefnd.
    Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs:  Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs:  Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs:  Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundarboðið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 297 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298

2002006F

Samþykkt
Fundargerð 298. fundar bæjarráðs er lögð fram á 165. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Til máls tóku: BS, JHH, ÁE, BBÁ, ÁL

2.2. Afgreiðsla þessa fundar: Bæjarstjórn samþykkir reglurnar, samhljóða með sjö atkvæðum.

2.3.: Afgreiðsla þessa fundar: Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs, um að setja Atla Geir Júlíusson, kt. 250683-3679 sem skipulagsfulltrúa við afgreiðslu þessa máls. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Minnisblaðið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Reglur um frístundastyrk hafa verið uppfærðar og taka nú mið af rafrænni afgreiðslu umsókna. Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykktir reglurnar. Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að setja Atla Geir Júlíusson, kt. 250683-3679 sem skipulagsfulltrúa við afgreiðslu þessa máls. Samþykkt samhljóða.
  • 2.4 1902059 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Minnisblað bæjarstjóra dags. 18.2.2020 ásamt fylgigögnum lagt fram til kynningar. Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Erindi framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 12.02.2020, um framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélagsa. Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Minnisblað bæjarstjóra dags. 18.02.2020 ásamt fylgigögnum lagt fram. Afgreiðsla bæjarráðs: Afgreiðslu málsins frestað. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir gagnvart tryggingarfélaginu.
  • 2.7 1803046 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Niðurstaða er færð í trúnaðarmálabók.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
  • 2.11 2001028 Leyfisbréf kennara
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Lögð fram bókun Fræðslunefndar á 87. fundi þ. 20.1.2020, sem vísað var til bæjarráðs af bæjarstjórn. Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar um starfsemin leikskólans og leggja fyrir bæjarráð. Afgreiðslu málsins frestað.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa og eldvarnareftirlits. Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð vísar til umsagnar byggingafulltrúa þar sem fram kemur að ekki hafi farið fram lokaúttekt á húsnæðinu. Í ljósi þess getur bæjarráð ekki fallist á að leyfið verði veitt, fyrr en lokaúttektin hefur farið fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa og eldvarnarefitlits. Afgreiðsla bæjarráðs: Með vísan til umsagnar byggingafulltrúa samþykkir bæjarráð að fram fari grenndarkynning umsóknarinnar. Að því gefnu að ekki komi fram athugasemdir samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti að leyfið verði veitt.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð fagnar sérstaklega að Reykjanes Geopark hafi fengið UNESCO vottun sína endurnýjaða til fjögurra ára.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 298 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

3.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 88

2002003F

Samþykkt
Fundargerð 88. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 165. fundi bæjarstjórnar eins og einnstök erindi bera með sér.
Til máls tóku JHH, ÁE, ÁL

3.4. Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með ársskýrslu leikskólans.

  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Í máli skólastjóra kom fram að framkvæmd prófanna hefði gengið vel, jafnt hér sem og á landinu öllu.
    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd þakkar skólastjóra fyrir greinargóða yfirferð.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Almenn yfirferð skólastjóra með nefndinni um skóladagatalið.
    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd samþykkir Skóladagatal 2020 - 2021.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Skýrslan kynnt og lögð fram. Fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra fyrir greinargóða yfirferð skýrslunnar.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd samþykkir að taka erindisbréf nefndarinnar til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar, með vísan til ábendinga sem fram koma í ytra mati leikskólans og umbótaáætlun leikskólans.
    Umbótaáætlunin er að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Málið kynnt. Fræðslunefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að við mótun fræðslustefnu sveitarfélagsins verði hugað að samþættingu við Suðurnesjabæ, þar sem fyrirhugað er samstarf um skólaþjónustu sveitarfélaganna beggja. Jafnframt er upplýst að Suðurnesjabær hyggst einnig vinna að mótun skólastefnu sveitarfélagsins.
    Samþykkt samhljóða.

4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10

2002004F

Samþykkt
Fundargerð 10. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 165. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Til máls tóku: JHH, BS, ÁL

Bæjarstjórn samþykkir framlagða fundargerð. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Umsóknin er samþykkt með þeim skilyrðum sem landeigandi setur. Skilyrt er að um tímabundna uppsetning til 01.09.2021 sé að ræða og að jarðraski sé haldið í lágmarki og allur búnaður verði fjarlægður að prufutíma loknum og jarðrask afmáð.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Umræður um svæðið og samþykkt að fresta frekari umræðum til 13. fundar nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Það er mat skipulagsnefndar að byggingaráformin skv. drögum að aðaluppdráttum kalli á breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt er að ráðist verði í breytingu á deiliskipulagi.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa sem kynnt var nefndarmönnum og send Skipulagsstofnun lögð fram.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögurnar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 10 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Bréfið lagt fram. Einnig lagt fram bréf skipulags- og byggingarfulltrúa til eiganda fasteignarinnar F2096531 vegna synjunar umsóknar um byggingarleyfi og leyfislausra framkvæmda á fasteigninni.

5.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6

2002005F

Samþykkt
Fundargerð 6. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram á 165. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Til máls tóku: BS, ÁE, JHH, IRH

Bæjarstjórn samþykkir framlagða fundargerð. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að haldið verði áfram með vinnu við úrbætur samanber skýrslu.
    Nefndin vísar málinu áfram til skipulagsnefndar til frekari vinnslu.
  • 5.2 1902059 Framkvæmdir 2019
    Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla Umhverfisnefndar:Vignir fór yfir stöðu mála og upplýsti nefndindarmenn um framgang fráveituverksins.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ræðir meindýravarnir í sveitarfélaginu og leggur til að gert verði átak í meindýraeiðingu. Vigni falið að skoða málið og gera ráðstafanir.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla Umhvefisnefndar: Formaður er að vinna í skipulagningu og gengur vel. Álfagerði er bókað 4.mars. Forsvarsmenn Kölku og Terra hafa staðfest þátttöku og verið er að vinna í að fá aðra gesti. Auglýsing send út í næstu viku.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla Umhverfisnefndar:Nefndin ræðir málið og telur til atriði sem mætti bæta við það sem listað er upp í lið 3.2. Nánari útlistun á hvað felst í vistvænu samfélagi og á listann má einnig bæta ágengum plöntutegundum og meindýraeiðingu. Nefndin áætlar að taka málið fyrir aftur síðar þegar vinnan er lengra komin.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ítrekar að upplýsingaskiltum þarf að viðhalda og uppfæra eldri skilti í sama formi og Geopark skiltin sem eru í sveitarfélaginu. Gera þarf fornleifaskrá sveitarfélagsins aðgengilega á vef sveitarfélagsins ásamt upplýsinga skiltum sem eru nú þegar í sveitarfélaginu.

6.Jafnlaunavottun

2002037

Vegna undirbúnings á jafnlaunavottun sveitarfélagsins, verður bæjarstjórn formlega að samþykkja jafnlaunastefnu fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt
Lögð fram tillaga að Jafnlaunastefnu Sveitarfélagsins Voga.
Til máls tóku: JHH, ÁE, BBÁ

Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla þessa fundar: Bæjarstjórn samþykkir framlagða Jafnlaunastefnu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

7.Starfshópur um rannsókn á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni

2002046

Tilnefning á fulltrúa Sveitarfélagsins Voga í starfshópinn.
Samþykkt
Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 21.02.2020, beiðni um tilefningu fulltrúa Sveitarfélagsins Voga í starfshópinn.
Til máls tók: IRH

Afgreiðsla þessa fundar: Bæjarstjórn tilnefnir Birgi Örn Ólafsson bæjarfulltrúa sem fulltrúa Sveitarfélagsins Voga í starfshópnum. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?