Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

199. fundur 14. desember 2022 kl. 18:00 - 18:32 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða og bar upp þá tillögu að fundargerð 45. fundar skipulagsnefndar yrði bætt við dagskrá fundarins undir liðnum fundargerðir til staðfestingar auk tveggja afgreiðsluliða sem nefndin vísaði til bæjarstjórnar.

Samþykkti fundurinn þá tillögu samhljóða með 7 atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 366

2211006F

Fundargerð 366. fundar bæjarráðs er lögð fram á 199. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 367

2212001F

Fundargerð 367. fundar bæjarráðs er lögð fram á 199. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 45

2212002F

Fundargerð 45. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 199. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsnefndar bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér að undanskildum dagskrárliðum 2 og 3 sem eru til sérstakrar umfjöllunar og afreiðslu sem sjálfstæðir dagskrárliðir síðar á fundinum, nánar tiltekið dagskrárliðir 4 og 5.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.


Til máls tóku: ARS, BÖÓ, BS

4.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

2. liður úr fundargerð 45. fundar skipulagsnefndar frá 13. desember 2022.


2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál - 2104030

Deiliskipulagstillagan tekin fyrir að nýju að lokinni forminjaskráningu á svæðinu en áður hafði hún verið kynnt skv. 4 mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

5.Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar

2211023

3. liður úr fundargerð 45. fundar skipulagsnefndar frá 13. desember 2022.

3.Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar - 2211023

Lögð er fram skipulagslýsing skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna deiliskipulags nýrrar íbúðabyggðar norðan núverandi byggðar í Grænuborg. Um er að ræða áfanga 6-10 samkvæmt samkomulagi og er gert ráð fyrir um 330 íbúðum í sérbýli og fjölbýli á svæðinu.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Stígamót - Styrkbeiðni

2211022

Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023

Erindið var tekið fyrir á 365. fundi bæjarráðs þann 16. nóvember 2022. Vísaði ráðið erindinu til frekari skoðunar við vinnslu fjárhagsáætlunar.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir með fyrirvara um afgreiðslu fjárhagsáætlunar að veita Stígamótum styrk að fjárhæð 50 þúsund krónur á árinu 2023.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku: GAA

7.ADHD samtökin - Styrkbeiðni

2211024

Beiðni um framlag til starfsemi ADHD samtakanna árið 2023

Erindið var tekið fyrir á 367. fundi bæjarráðs þann 7. desember 2022. Vísaði ráðið erindinu til frekari skoðunar við vinnslu fjárhagsáætlunar.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir með fyrirvara um afgreiðslu fjárhagsáætlunar að veita ADHD samtökunum styrk að fjárhæð 50 þúsund krónur á árinu 2023.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

8.Þjónustugjaldskrár 2023

2212003

Tillaga að þjónustugjaldskrá Sveitarfélagsins Voga 2023 lögð fram.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um þjónustugjaldskrár fyrir árið 2023 sem taka gildi frá og með 1. janúar 2023.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

9.Álagningareglur fasteignagjalda 2023

2212004

Tillaga að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2023 lögð fram.
Tillaga að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2023 lögð fram.


Sveitarfélagið Vogar lækkar álagningarhlutfall fasteignagjalda á árinu 2023 og kemur þannig til móts við hækkun fasteignamats í sveitarfélaginu og leggur sitt af mörkum til að draga úr álögum á íbúana og vinna gegn verðbólgu. Heildarálagning fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis lækkar úr 1,14% í 1,095%.

Fasteignagjöld 2023
Fasteignaskattur A -skattflokkur
----
0,430% af fasteignamati húss og lóðar
Fasteignaskattur B -skattflokkur
----
1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Fasteignaskattur C - skattflokkur
----
1,650% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði

----
0,080% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald atvinnuhúsnæði

----
0,190% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald atvinnuhúsnæði per tonn
----
kr. 16,50
Fráveitugjald



----
0,085% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga



----
0,500% af fasteignamati lóðar
Sorphirðugjald



---- kr. 19.887 pr. sorpílát
Sorpeyðingargjald


----
kr. 32.444 pr. fasteignanúmer

Bæjarstjórn samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti, séu gjöldin að fullu greidd eigi síðar en 20. febrúar 2023.

Gjalddagar eru 10, frá 1. janúar - 1. október, eindagi er fyrsta virka dag næsta mánaðar eftir gjalddaga

Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um þjónustugjaldskrár fyrir árið 2023 sem taka gildi frá og með 1. janúar 2023.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.


10.Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2023

2212005

Tillaga að tekjuviðmiðum vegna afsláttar á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2023 lögð fram.
Veittur er afsláttur á fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis til eigin nota hjá elli- og örorkulífeyrisþegum:

Tekjur allt að:


Einstaklingar ----- Hjón ------ Afsláttur

4.736.124
----- 6.630.573 ------ 100%

5.071.425
----- 7.099.996 ------
75%

5.477.137
----- 7.667.994 ------
50%

5.913.280
----- 9.201.470 ------
25%


Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2023.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

11.Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

2203046

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2023 - 2026.
Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þan 30. nóvember 2022. Samhliða áætlun næsta árs var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2024, 2025 og 2026. Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga er nú lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu. Með fundargögnum fylgir auk áætlunarinnar sjálfrar greinargerð bæjarstjóra.

Sú áætlun sem hér er lögð fram ber þess glöggt merki að vera unnin í virku samstarfi og samráði allra bæjarfulltrúa og hafa fulltrúar meirihluta jafnt sem minnihluta lagt sitt af mörkum við gerð hennar. Með áætluninni leggur bæjarstjórnin áherslu að standa vörð um góða grunnþjónustu og ábyrgan rekstur. Áfram verður unnið markvisst að því að auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins þannig að það geti staðið við skuldbindingar sínar, veitt íbúum góða þjónustu og sinnt nauðsynlegum verkefnum í ljósi fyrirsjáanlegs vaxtar.

Við gerð fjárhagsáætlunar 2023-2026 er tekið mið af bæði ytri og innri forsendum, meðal annars Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands, spá um þróun verðlags og áætlunum um þróun staðgreiðslu útsvars. Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru áætluð í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir sjóðsins sjálfs. Við gerð áætlunarinnar er tekið mið af þeirri uppbyggingu sem fram undan er innan sveitarfélagsins og áætlaðri fjölgun íbúa á áætlunartímabilinu. Við gerð fjárhagsáætlunar að þessu sinni ríkir hinsvegar meiri óvissa um framvindu efnahags- og kjaramála en verið hefur síðustu ár. Óvissa um efnahagsþróun snýr meðal annars að verðbólguþróun, kjarasamningum og þróun íbúðaverðs.

Þrátt fyrir að áætlanir geri ráð fyrir talsverðum bata í rekstri sveitarfélagsins á næsta ári og útkomuspá ársins 2022 bendi til þess að framlegð hafi batnað talsvert á milli ára, gerir áætlun næsta árs ráð fyrir að áfram verði halli á rekstri samstæðunnar (A- og B-hluta) á árinu 2023. Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði neikvæð um 38,4 m.kr. eða 2,2% af tekjum. Á árinu 2023 er áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta 129 m.kr eða 7,2% af tekjum.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlun 2023
-
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta verði neikvæð um 38,4 milljónir króna eða 2,2% af tekjum.
-
Rekstrarniðurstaða A-hluta verði neikvæð um 47,7 milljónir króna eða 2,7% af tekjum.
-
Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta verði 101,5% af tekjum í árslok 2023.
-
Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta verði 129 milljónir króna eða 7,2 % af heildartekjum.
-
Launahlutfall verði 50,4% (56,6% árið 2022).
-
Útsvarsprósenta verði óbreytt, eða 14,52%.
-
Heildarálagning fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði lækkar úr 1,140% í 1,095%.
-
Almennt er miðað við að gjaldskrár fylgi verðlagsþróun, þ.e. að þjónustugjöld haldist óbreytt að raungildi á milli ára (8,2%).
-
Frístundastyrkur hækkar úr 35 í 38 þúsund krónur.
-
Áætlaðar fjárfestingar nemi 103,5 milljónum króna á árinu 2023.

Til að tryggja að sveitarfélagið geti staðið undir nauðsynlegri uppbyggingu, mætt nýjum áskorunum og verkefnum en jafnframt tryggt góða þjónustu til framtíðar, gerir fjárhagsáætlun næsta árs ráð fyrir almennri hagræðingu í öllum málaflokkum. Við útfærslu hagræðingaraðgerða er lögð áhersla á að standa vörð um grunnþjónustuna, m.a. starfsemi leik- og grunnskóla, hægja á eða takmarka nýráðningar eins og kostur er, bæta nýtingu húsnæðis og auka hagkvæmni í öllum innkaupum.

Fjárfestingar á árinu 2023 eru áætlaðar 103,5 m.kr. Lögð er áhersla á að ljúka við nauðsynlegar fráveituframkvæmdir í sveitarfélaginu sem er mikilvægt skref í því ferli að tryggja að sveitarfélagið geti mætt fyrirsjánlegri fjölgun íbúa og tryggt viðunandi þjónustustig. Áfram verður unnið að undirbúningi annarra mikilvægra innviðaverkefna, svo sem undirbúning að uppbyggingu á sviði skóla- og íþróttamála, lagningu göngu- og hjólreiðastíga, gatnagerðar í Keilisholti og deilskipulagningu ofan Dalahverfis. Þá verður unnið áfram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að undirbúningi að opnun heilsugæslusels í Vogum en áætlað er að það taki til starfa á nýju ári.

Samhliða áætlun næsta árs er lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026. Við gerð þriggja ára áætlunar er tekið mið af áætlaðri íbúaþróun og áhrif íbúafjölgunar á bæði rekstrartekjur og rekstrargjöld. Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir að með auknum íbúafjölda aukist hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins en rekstrargjöld aukist þó með eðlilegum hætti í samræmi verðlagsþróun og aukið rekstarumfang. Í áætluninni er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 100 á ári eða um 6,3% að meðaltali og verði um 1800 talsins í lok áætlunartimabilsins. Þá er einnig gert ráð fyrir auknum fjárfestingum í mikilvægum innviðum samhliða auknum íbúafjölda. Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2023 og þrátt fyrir að umtalsverður hluti þeirra innviðaframkvæmda sem áætlað er að ráðast í síðar á tímabilinu verði fjármagnaðar með lántökum er gert ráð fyrir að sveitarfélagið verði vel innan þeirra þeirra viðmiða sem sett eru um skuldaviðmið og skuldahlutfall samkvæmt sveitarstjórnarlögunum.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2023-2026.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Í lok fundar þakkaði forseti bæjarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir samstarfið á árinu og óskaði þeim, fjölskyldum þeirra og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 18:32.

Getum við bætt efni síðunnar?