Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

114. fundur 30. september 2015 kl. 18:00 - 19:30 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Ivan Kay Frandssen 2. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194

1508004F

Fundargerð 194. fundar er lögð fram til afgreiðslu á 114. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194 Lagt fram fundarboð aðalfundar Reykjanes Jarðvangs, sem haldinn verður föstudaginn 18. september 2015. Bókun fundar Fundarboð aðalfundar Reykjanes Jarðvangs, sem haldinn verður föstudaginn 18. september 2015.

    Niðurstaða 194. fundar bæjarráðs:
    Fundarboðið lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 194. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194 Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20.8.2015, þar sem boðað er til Landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 8. og 9. október 2015. Fundurinn verður haldinn á Fljótsdalshéraði. Bókun fundar Fundarboð Landsfundar jafnfréttisnefnda sveitarfélaga þann 8. og 9. október 2015, fundurinn er haldinn á Fljótsdalshéraði.

    Niðurstaða 194. fundar bæjarráðs:
    Fundarboðið lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 194. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194 Lagður fram tölvupóstur Barnaheilla dags. 20.08.2015, áskorun um að tryggja börnum rétt sinn til að stunda grunnnám án endurgjalds. Bókun fundar Tölvupóstur Barnaheilla, áskorun um að tryggja börnum rétt sinn til að stunda grunnnám án endurgjalds.

    Niðurstaða 194. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 194. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: ÁL, JHH, BS.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194 Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.júní 2015 um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2016 og fjárhagsáætlun til þriggja ára. Bæjarráð hvetur nefndir sveitarfélagsins til að fjalla um áherslur sínar vegna fjárhagsáætlunargerðar, og að umfjöllun nefnda ljúki fyrir næstu mánaðamót. Bókun fundar Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. júní 2015 um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2016 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

    Niðurstaða 194. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð hvetur nefndir sveitarfélagsins til að fjalla um áherslur sínar vegna fjárhagsáætlunargerðar, og að umfjöllun nefnda ljúki fyrir næstu mánaðamót.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 194. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194 Lagt fram bréf D-listans dags. 27.08.2015, tillaga um að sveitarfélagið fari í kynningarátak sem miðar að því að kynna bæinn sem álitlegan kost til búsetu og fyrirtækjarekstur. Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019. Bókun fundar Bréf D-listans dags. 27.08.2015, tillaga um að sveitarfélagið fari í kynningarátak sem miðar að því að kynna bæinn sem álitlegan kost til búsetu og fyrirtækjareksturs.

    Niðurstaða 194. fundar bæjarráðs:
    Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 194. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, BS.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194 Lögð fram málaflokkayfirlit og deildayfirlit fyrir mánuðina janúar - júlí 2015, ásamt samanburði við áætlun. Tekjur og gjöld sveitarfélagsins eru í heild í samræmi við áætlun. Bókun fundar Málaflokkayfirlit og deildayfirlit fyrir mánuðina janúar - júlí 2015, ásamt samanburði við áætlun. Tekjur og gjöld sveitarfélagsins eru í heild í samræmi við áætlun.

    Niðurstaða 194. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 194. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194 Landsnet sendir til umsagnar Kerfisáætlun 2015-2024 (skýrsla og samantekt), ásamt Umhverfisskýrslu (skýrsla og samantekt).
    Lagt fram.
    Bókun fundar Landsnet sendir til umsagnar Kerfisáætlun 2015-2024 (skýrsla og samantekt), ásamt Umhverfisskýrslu (skýrsla og samantekt).

    Niðurstaða 194. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 194. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194 Lögð fram fundargerð 461. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Bókun fundar Fundargerð 461. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

    Niðurstaða 194. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 194. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 194 Lögð fram fundargerð 692. fundar stjórnar SSS Bókun fundar Fundargerð 692. fundar stjórnar SSS

    Niðurstaða 194. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 194. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195

1509003F

Fundargerð 195. fundar er lögð fram til afgreiðslu á 114. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Ársskýrsla Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum lögð fram. Ársskýrslan inniheldur jafnframt endurskoðaðan ársreikning 2014. Bókun fundar Ársskýrsla Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, ásamt endurskoðuðum ársreikningi 2014.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Boð Reykjavíkurborgar á málþing um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun lagt fram. Bókun fundar Boð Reykjavíkurborgar á málþing um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016. Bókun fundar Fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lögð fram til kynningar niðurstaða könnunar Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir sveitarfélaga 2014. Bókun fundar Niðurstaða könnunar Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir sveitarfélaga 2014.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. september 2015, auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016. Bókun fundar Erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. september 2015, auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: BS, JHH, IRH.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram erindi Ísaga ehf. dags. 22.09.2015. Í erindinu er lýst áformum fyrirtækisins um uppbyggingu nýrrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut, ásamt því að starfsemi fyrirhugaðrar verksmiðju er lýst nánar í erindinu. Í erindinu er þess farið á leit við Sveitarfélagið Voga að það gefi á þessu stigi umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og þeirri breytingu sem fyrirséð er að gera þurfi á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns og tanka, áður en lengra er haldið í undirbúningi.
    Bæjarráð fagnar áhuga Ísaga ehf. og tekur jákvætt í erindið. Erindinu er vísað til umfjöllunar hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd, hvað varðar skipulagsþætti málsins.
    Bókun fundar Erindi Ísaga ehf. dags. 22.09.2015. Í erindinu er lýst áformum fyrirtækisins um uppbyggingu nýrrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut, ásamt því að starfsemi fyrirhugaðrar verksmiðju er lýst nánar. Í erindinu er þess farið á leit við Sveitarfélagið Voga að það gefi á þessu stigi umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og þeirri breytingu sem fyrirséð er að gera þurfi á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns og tanka, áður en lengra er haldið í undirbúningi.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð fagnar áhuga Ísaga ehf. og tekur jákvætt í erindið. Erindinu er vísað til umfjöllunar hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd, hvað varðar skipulagsþætti málsins.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: BS, JHH, IRH, ÁL.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lögð fram erindi Velferðarráðuneytisins dags. 01.09.2015 og 01.09.2015, varðandi móttöku flóttafólks og aðild sveitarfélaga að því. Ráðuneytið óskar eftir því að þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka á móti flóttafólki láti ráðuneytið vita. Bókun fundar Erindi Velferðarráðuneytisins dags. 01.09.2015 og 01.09.2015, varðandi móttöku flóttafólks og aðild sveitarfélaga að því. Ráðuneytið óskar eftir því að þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka á móti flóttafólki láti ráðuneytið vita.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram erindi skólastjóra Stóru-Vogaskóla vegna aukins stuðnings við nemendur í 1. og 2. bekk. Óskað er eftir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna þessa, kostnaður til áramóta er um 1.157 þús.kr.
    Bæjarráð samþykkir erindið, og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Erindi skólastjóra Stóru-Vogaskóla vegna aukins stuðnings við nemendur í 1. og 2. bekk. Óskað er eftir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna þessa, kostnaður til áramóta er um 1.157 þús.kr.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir erindið, og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram erindi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 14.09.2015, tilnefning sveitarfélagsins í stjórn sambansins fyrir næsta starfsár. ´
    Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Sveitarfélagsins Voga verði Ingþór Guðmundsson (aðalmaður), til vara Birgir Örn Ólafsson.
    Bókun fundar Erindi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 14.09.2015, tilnefning sveitarfélagsins í stjórn sambansins fyrir næsta starfsár.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Sveitarfélagsins Voga verði Ingþór Guðmundsson (aðalmaður), til vara Birgir Örn Ólafsson.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 2.10 1508006 Umhverfismál
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagður fram tölvupóstur skipulags- og byggingafulltrúa dags. 28.08.2015, áætlun um kostnað vegna tímabundins átaksverkefnis í umhverfismálum. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna átaksins er rúmar 800 þús.kr. til áramóta.
    Afgreiðslu málsins er frestað, og því vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.
    Bókun fundar Tölvupóstur skipulags- og byggingafulltrúa dags. 28.08.2015, áætlun um kostnað vegna tímabundins átaksverkefnis í umhverfismálum. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna átaksins er rúmar 800 þús.kr. til áramóta.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:

    Afgreiðslu málsins er frestað, og því vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram erindi Sr. Kjartans Jónssonar sóknarprests, beiðni um fjárhagsstuðning við starfrækslu barnakórs fyrir börn í sveitarfélaginu á aldrinum 6 - 12 ára. Áætlaður kostnaður við verkefnið til vors er kr. 580.000.
    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið til reynslu til áramóta, fjárveiting er kr. 150.000. Fjárveitingin bókast á liði 0589-9991.
    Bókun fundar Erindi Sr. Kjartans Jónssonar sóknarprests, beiðni um fjárhagsstuðning við starfrækslu barnakórs fyrir börn í sveitarfélaginu á aldrinum 6 - 12 ára. Áætlaður kostnaður við verkefnið til vors er kr. 580.000.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið til reynslu til áramóta, fjárveiting er kr. 150.000. Fjárveitingin bókast á liði 0589-9991.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram erindi Björns Sæbjörnssonar f.h. bæjarfulltrúa D-listans, tillaga um að sveitarfélagið komi að hátíðarhöldum á 17. júní.
    Málinu vísað til Frístunda- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar. Málinu jafnframt vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáæatlunar 2016 - 2019.
    Bókun fundar Erindi Björns Sæbjörnssonar f.h. bæjarfulltrúa D-listans, tillaga um að sveitarfélagið komi að hátíðarhöldum á 17. júní.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Málinu vísað til Frístunda- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar. Málinu jafnframt vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáæatlunar 2016 - 2019.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: ÁL, BS, JHH, IRH.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnslu fjárhagsáætlana vegna áranna 2016 - 2019, dags. 14.09.2015. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að útlit er fyrir mun meiri verðhækkanir á næsta ári eftir að niðurstöður kjarasamninga lágu fyrir, en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá sem birt var um mánaðamótin apríl / maí. Þannig má gera ráð fyrir að 4,5% hækkun vísitölu neysluverðs í stað 3,0% hækkunar samkvæmt fyrri spá.
    Lögð fram útkomuspá vegna reksturs sveitarfélagsins fyrir yfirstandandi ár. Samkvæmt niðurstöðum útkomuspárinnar er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma sveitarfélagsins batni um 8,2 m.kr. frá upphaflegri fjárhagsáætlun, aðallega vegna hærri tekna.
    Bókun fundar Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnslu fjárhagsáætlana vegna áranna 2016 - 2019, dags. 14.09.2015. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að útlit er fyrir mun meiri verðhækkanir á næsta ári eftir að niðurstöður kjarasamninga lágu fyrir, en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá sem birt var um mánaðamótin apríl / maí. Þannig má gera ráð fyrir að 4,5% hækkun vísitölu neysluverðs í stað 3,0% hækkunar samkvæmt fyrri spá.
    Lögð fram útkomuspá vegna reksturs sveitarfélagsins fyrir yfirstandandi ár. Samkvæmt niðurstöðum útkomuspárinnar er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma sveitarfélagsins batni um 8,2 m.kr. frá upphaflegri fjárhagsáætlun, aðallega vegna hærri tekna.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, IG.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram málaflokkayfirlit reksturs sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar - ágúst 2015. Bókun fundar Málaflokkayfirlit reksturs sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar - ágúst 2015.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram erindi Sr. Kjartans Jónssonar dags. 15.09.2015, beiðni um gjaldfrjáls afnot af sal sveitarfélagsins vegna námskeiðahalds á vegum kirkjunnar.
    Bæjarráð samþykkir erindið, enda verði greitt fyrir kostnað vegna umsjónarmanns salarins.
    Bókun fundar Erindi Sr. Kjartans Jónssonar dags. 15.09.2015, beiðni um gjaldfrjáls afnot af sal sveitarfélagsins vegna námskeiðahalds á vegum kirkjunnar.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir erindið, enda verði greitt fyrir kostnað vegna umsjónarmanns salarins.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 21.09.2015, ásamt drögum að viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra kjörtímabilið 2014 - 2018. Bæjarráð samþykkir erindið. Bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið. Bókun fundar Minnisblað bæjarstjóra dags. 21.09.2015, ásamt drögum að viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra kjörtímabilið 2014 - 2018.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir erindið. Bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram erindi Innanríkisráðuneytisins, drög að frumvarpi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélagsins send til umsagnar. Bókun fundar Erindi Innanríkisráðuneytisins, drög að frumvarpi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélagsins send til umsagnar.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lagt fram erindi Sýslumannsins í Keflavík dags. 04.09.2015, beiðni um umsögn við umsókn um leyfi til reksturs gististaðar.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Erindi Sýslumannsins í Keflavík dags. 04.09.2015, beiðni um umsögn við umsókn um leyfi til reksturs gististaðar.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lögð fram fundargerð 376. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Fundargerð 376. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lögð fram fundargerð 462. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
    Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Kölku dags. 21.09.2015 vegna breytts fyrirkomulags gjaldtöku.
    Bókun fundar Fundargerð 462. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, ásamt bréfi framkvæmdastjóra Kölku dgs. 21.09.2015 vegna breytts fyrirkomulags gjaldtöku.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lögð fram fundargerð 693. fundar stjórnar SSS. Bókun fundar Fundargerð 693. fundar stjórnar SSS.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lögð fram fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga Bókun fundar Fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lögð fram fundargerð 20. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs.
    Lögð fram fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs 2015.
    Bókun fundar Fundargerðir 20. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs, ásamt fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs 2015.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 195 Lögð fram fundargerð 45. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Bókun fundar Fundargerð 45. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

    Niðurstaða 195. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 195. fundar bæjarráðs er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55

1509001F

Fundargerð 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram til afgreiðslu á 114. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55 Farið yfir Fjölskyldudaga 2015 og hvernig til tókst. Skoðuð dagskrá hátíðarinnar og farið yfir punkta sem komu fram á samráðsfundi sem haldinn var með forsvarsmönnum þeirra félaga sem komu að hátíðinni. Fjölskyldudagar þóttu almennt takast vel og er almenn ánægja með hátíðina. Á næsta ári verður 20 ára afmæli Fjölskyldudaga og því var rætt um að gaman væri að dagskráin 2016 tæki á einhvern hátt mið af því. Ýmsar hugmyndir ræddar í því sambandi, t.d. að rækta vinabæjarsamstarf við Fjaler. Bókun fundar Farið yfir Fjölskyldudaga 2015 og hvernig til tókst.

    Niðurstaða 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Skoðuð dagskrá hátíðarinnar og farið yfir punkta sem komu fram á samráðsfundi sem haldinn var með forsvarsmönnum þeirra félaga sem komu að hátíðinni. Fjölskyldudagar þóttu almennt takast vel og er almenn ánægja með hátíðina. Á næsta ári verður 20 ára afmæli Fjölskyldudaga og því var rætt um að gaman væri að dagskráin 2016 tæki á einhvern hátt mið af því. Ýmsar hugmyndir ræddar í því sambandi, t.d. að rækta vinabæjarsamstarf við Fjaler.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 3.2 1509011 Vinnuskóli 2015
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55 Farið yfir starfsemi vinnuskólans í sumar. Skýrsla um vinnuskólann liggur fyrir þar sem helstu upplýsingar um starfsemina koma fram. Sumarið gekk vel og var veður sérstaklega hagstætt. Heldur færri nemendur voru í vinnuskólanum en oft áður og virðist það vera þróunin í sveitarfélögum almennt. Sameiginleg sumarhátíð vinnuskólanna var haldin í Grindavík þar sem ungmenni frá Vogum, Garði, Sandgerði og Grindavík fengu fræðslu, grillveislu og skemmtun sem var afar vel heppnuð. Bókun fundar Farið yfir starfsemi vinnuskólans í sumar. Skýrsla um vinnuskólann liggur fyrir þar sem helstu upplýsingar um starfsemina koma fram.

    Niðurstaða 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Sumarið gekk vel og var veður sérstaklega hagstætt. Heldur færri nemendur voru í vinnuskólanum en oft áður og virðist það vera þróunin í sveitarfélögum almennt. Sameiginleg sumarhátíð vinnuskólanna var haldin í Grindavík þar sem ungmenni frá Vogum, Garði, Sandgerði og Grindavík fengu fræðslu, grillveislu og skemmtun sem var afar vel heppnuð.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55 Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir sumarstarfið og bækling um það sem gefinn var út í vor. Leikjanámskeið voru nokkuð vel sótt og gengu vel. Dagskráin var fjölbreytt og þátttökugjöldum stillt í hóf. Líkt og undanfarin ár voru ungmenni úr vinnuskólanum til aðstoðar á námskeiðunum og gafst það mjög vel. Bókun fundar Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir sumarstarfið og bækling um það sem gefinn var út í vor.

    Niðurstaða 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Leikjanámskeið voru nokkuð vel sótt og gengu vel. Dagskráin var fjölbreytt og þátttökugjöldum stillt í hóf. Líkt og undanfarin ár voru ungmenni úr vinnuskólanum til aðstoðar á námskeiðunum og gafst það mjög vel.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: IG
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55 Félagsstarf hófst í Álfagerði miðvikudaginn 2. september með félagsvist og kaffi. Farið var yfir bækling um félagsstarfið sem gefinn hefur verið út. Öldungaráð hefur mótað dagskrá fram að áramótum í samstarfi við starfsmann félagsstarfsins. Þar kennir ýmissa grasa og útlit fyrir blómlegt starf í vetur. Ráðgert er að eldri borgarar kjósi í nýtt öldungaráð í október. Bókun fundar Starfsemi í Álfagerði 2015.

    Niðurstaða 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Félagsstarf hófst í Álfagerði miðvikudaginn 2. september með félagsvist og kaffi. Farið var yfir bækling um félagsstarfið sem gefinn hefur verið út. Öldungaráð hefur mótað dagskrá fram að áramótum í samstarfi við starfsmann félagsstarfsins. Þar kennir ýmissa grasa og útlit fyrir blómlegt starf í vetur. Ráðgert er að eldri borgarar kjósi í nýtt öldungaráð í október.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55 Starfsemi félagsmiðstöðvar er hafin. Búið er að manna allar stöður og verður kosið í unglingaráð á næstunni. Unglingaráð kemur síðan að skipulagningu og framkvæmd í samráði við starfsfólk félagsmiðstöðvar og skóla. Bókun fundar Starfsemi í félagsmiðstöð 2015.

    Niðurstaða 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Starfsemi félagsmiðstöðvar er hafin. Búið er að manna allar stöður og verður kosið í unglingaráð á næstunni. Unglingaráð kemur síðan að skipulagningu og framkvæmd í samráði við starfsfólk félagsmiðstöðvar og skóla.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55 Rætt um möguleika þess að halda dag félagasamtaka í Vogum nú í haust. Þar gætu starfandi félög í sveitarfélaginu m.a. kynnt vetrarstarfið fyrir íbúum. Samþykkt að halda slíkan dag í október og er frístunda- og menningarfulltrúa falið að kanna hug félagasamtaka til þátttöku í verkefninu. Bókun fundar Rætt um möguleika þess að halda dag félagasamtaka í Vogum nú í haust. Þar gætu starfandi félög í sveitarfélaginu m.a. kynnt vetrarstarfið fyrir íbúum.

    Niðurstaða 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Samþykkt að halda slíkan dag í október og er frístunda- og menningarfulltrúa falið að kanna hug félagasamtaka til þátttöku í verkefninu.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: IKF
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55 Vinna við fjárhagsáætlanagerð 2016 er að hefjast. Rætt um mikilvægi þess að FMN taki þátt í þeirri vinnu og móti sínar hugmyndir og áherslur. Stefnt að því að koma með tillögur á næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er í október. Bókun fundar Fjárhagsáætlun 2016 - 2019:

    Niðurstaða 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Vinna við fjárhagsáætlanagerð 2016 er að hefjast. Rætt um mikilvægi þess að FMN taki þátt í þeirri vinnu og móti sínar hugmyndir og áherslur. Stefnt að því að koma með tillögur á næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er í október.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55 Fundargerðir lagðar fram og ræddar. Bókun fundar Fundargerðir Samsuð 2015.

    Niðurstaða 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Fundargerðirnar lagðar fram og ræddar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 55. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72

1509002F

Fundargerð 72. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram til afgreiðslu á 114. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Deiliskipulagstillaga fyrir alifuglabúið Nesbú á Vatnsleysuströnd, dags. 18.08.2015, br. dags. 14.09.15

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tillaga að deiliskipulagi hefur verið kynnt í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Deiliskipulagstillaga fyrir alifuglabúið Nesbú á Vatnsleysuströnd, dags. 18.08.2015, br. dags. 14.09.15

    Niðurstaða 72. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tillaga að deiliskipulagi hefur verið kynnt í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 72. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 4.2 1508006 Umhverfismál
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Drög að bréfum skipulags- og byggingarfulltrúa um áskorun um úrbætur vegna umhverfis- og byggingamála.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin samþykkir bréfin og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda bréf til viðkomandi eftir því sem við á.
    Bókun fundar Drög að bréfum skipulags- og byggingarfulltrúa um áskorun um úrbætur vegna umhverfis- og byggingamála.

    Niðurstaða 72. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin samþykkir bréfin og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda bréf til viðkomandi eftir því sem við á.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 72. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Drög að tillögu um aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030, skv. bréfi skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar dags. 17. ágúst 2015.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ekki eru gerðar athugasemdir við drögin.
    Bókun fundar Drög að tillögu um aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030, skv. bréfi skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar dags. 17. ágúst 2015.

    Niðurstaða 72. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ekki eru gerðar athugasemdir við drögin.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 72. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 114. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?