Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

22. fundur 05. júní 2007 kl. 18:00 - 19:55 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 5. júní 2007, kl. 18 í Tjarnarsal.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Rut
Hlöðversdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Sigríður Ragna Birgisdóttir, Íris Bettý
Alfreðsdóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Fundargerð 22. fundar bæjarráðs 8. maí 2007.
Inga Sigrún óskar að eftirfarandi verði bókað varðandi fundargerð umhverfisnefndar.
Í skipunarbréfi umhverfisnefndar segir um hlutverk nefndarinnar:
Að stuðla að snyrtilegum frágangi mannvirkja og opinna svæða í Sveitar-
félaginu Vogum, góðri umgengni um landið og alhliða fegrun bæjarins. Skal
áhersla lögð á samstarf við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga í því
sambandi.
Sú hugmynd umhverfisnefndar að senda þeim bæjarbúum bréf sem ekki hafa tekið
nægjanlega vel til á lóðum sínum og birta myndir af þeim á heimasíðu sveitarfélagsins
er að mínu mati ekki í anda skipunarbréfs nefndarinnar þar sem lögð er áhersla á að
umhverfisnefndin vinni að þessum málum í samstarfi við félagasamtök, fyrirtæki og
einstaklinga. Betur færi á að hvetja bæjarbúa áfram til að hafa snyrtilegt í kringum sig
og leita leiða til að gera þeim hreinsun og viðhald lóða og húsa auðveldara.

Sigríður tekur undir hugmyndir umhverfisnefndar varðandi að byrgja brunna í
sveitarfélaginu og leggur til að landeigendum verði send tilmæli þess efnis.
Samþykkt samhljóða.

Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun varðandi fundargerð íþrótta- og
tómstundanefndar.
Í fundargerð 21. fundar bæjarstjórnar lét ég bóka hvatningu mína til íþróttamiðstöðvar
og tómstundafulltrúa um að vinna að eineltisáætlun fyrir starfsemi sína. Í athugasemd
frá ÍTV kemur fram að tómstundafulltrúi vinni í nánu samstarfi við grunnskólann í
eineltismálum samkvæmt Olweusaráætlunni og tel ég að þar gæti ákveðins
misskilnings hjá ÍTV.
Starfsmenn bæjarins luku í fyrra tveggja ára námskeiði í hugmyndafræði Dan
Olweusar gegn einelti. Á þessu ári er unnið að því í stofnunum bæjarfélagsins að
móta áætlun gegn einelti á grunni hugmyndafræðinnar sem felur í sér bæði
fyrirbyggjandi aðgerðir og aðgerðaáætlun ef einelti kemur upp meðal barna og

2
ungmenna. Í Stóru-Vogaskóla hefur verið unnin forvarna- og aðgerðaáætlun en hún
hefur ekki ennþá verið samþykkt og því ekki tekið gildi.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun varðandi afstöðu sína í bæjarráði.
Á bæjarráðsfundi þann 8. maí sl. samþykkti ég sem fulltrú H-lista 5% skerðingu á því
tímamagni sem skólastjóri fór fram á að fá til skólans. Þrátt fyrir þessa 5% skerðingu
var um að ræða óbreytt tímamagn frá fyrra ári.
Eins og komið hefur fram á fundum bæjarstjórnar er mikilvægt að bæjarfulltrúar sýni
ráðdeild í fjármálum bæjarfélagsins og þrátt fyrir að við í H listanum viljum styðja við
Stóru-Vogaskóla á allan hátt er ljóst að ekki er hægt að fara að ítrustu óskum
forstöðumanna skólans frekar en annarra forstöðumanna stofnanna bæjarfélagsins.
Á 22. fundi bæjarráðs lagði bæjarstjóri fram gögn þar sem borinn var saman
kennslustundafjöldi Stóru-Vogaskóla við kennslustundafjölda í grunnskólum
nágrannasveitarfélaganna. Þegar leitað var til annarra skólastjóra á Suðurnesjum kom
í ljós að umræddar tölur endurspegla ekki í öllum tilvikum endanlegan
kennslustundafjölda í skólunum.
Í ljósi þess að í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um grunnskóla árið 2006
kom fram að Stóru-Vogaskóli er undir landsmeðaltali hvað varðar kostnað á hvern
nemanda vil ég leggja til að bæjarstjóri kanni hvort um rauntölur hafi verið að ræða í
þeim gögnum sem hann lagði fyrir bæjarráð. Ef svo er ekki er ljóst samanburður sá
sem gerður var á fundi bæjarráðs er illa marktækur.
Bæjarstjóri svarar fyrirspurnum varðandi kennslustundafjölda við Stóru- Vogaskóla.
Samanburður sá sem lagður var fram í bæjarráði miðast við úthlutaðar kennslustundir.
Bæjarstjóri kannast ekki við að hafa lagt fram minnisblað sem vísað er til, heldur er
það reiknilíkan. Hann hefur átt mikil samskipti við skólastjóra og fræðslunefnd um
mismunandi aðferðir til að reikna út kennslustundafjölda og gæti umrætt reiknilíkan
verið eitt af þeim sem rætt hefur verið. Hins vegar sé ljóst að þetta líkan er ekki
samþykkt úthlutun kennslustundafjölda.
Forseti ber upp tillögu um að á næsta bæjarráðsfundi verði aftur gerður samanburður á
kennslustundafjölda í nágrannasveitarfélögum.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Sigríður Ragna og Róbert.
2. Fundargerð 23. fundar bæjarráðs 22. maí 2007.
Íris Bettý leggur fram eftirfarandi bókun varðandi Sjóvarnargarð við Marargötu.
Ég fagna því að tekið hafið verið tillit til vilja íbúa við Marargötu 1. Siglingastofnun
hefur fallist á að garðurinn verði mun lægri en fyrirhugað var, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Þar með spillist ekki fallegt útsýni til sjávar sem annars hefði
gerst.
Meirihlutinn tekur undir bókun Írisar.

3

Bæjarstjóri svarar fyrirspurnum bæjarfulltrúa.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir, Íris Bettý, Inga Sigrún og Róbert.
3. Fundargerð 18. fundar skipulags- og bygginganefndar dags. 28. maí
2007.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
4. Kjör í embætti sbr. 16. gr. og A- lið 57. gr. Samþykktar um stjórn og
fundarsköp Sveitarfélagsins Voga og ákvæði 2. mgr. 14. gr. laga nr.
45/1998.

Meirihluti E- listans tilnefnir eftirfarandi í embætti forseta og varaforseta og bæjarráð
næsta starfsár.
Forseti bæjarstjórnar Birgir Örn Ólafsson.
Samþykkt samhljóða.
Fyrsti varaforseti Anný Helena Bjarnadóttir
Samþykkt samhljóða.
Annar varaforseti Inga Rut Hlöðversdóttir.
Minnihlutinn leggur fram breytingatillögu um að Sigurður Kristinsson verði annar
varaforseti.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Forseti ber aftur upp tillögu um að Inga Rut Hlöðversdóttir verði kjörinn annar
varaforseti.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Meirihlutinn tilnefnir eftirfarandi fulltrúa í bæjarráð næsta starfsár.
Aðalmenn Birgir Örn Ólafsson og Hörður Harðarson. Inga Rut Hlöðversdóttir og
Anný Helena Bjarnadóttir til vara.
Samþykkt samhljóða.
Minnihlutinn tilnefnir eftirfarandi fulltrúa í bæjarráð næsta starfsár.
Aðalmaður Inga Sigrún Atladóttir og til vara Sigurður Kristinsson.
Samþykkt samhljóða.
Meirihlutinn tilnefndir eftirfarandi fulltrúa í embætti skrifara næsta starfsár.
Anný Helena Bjarnadóttir og Hörður Harðarson til vara.
Samþykkt samhljóða.
Minnihlutinn tilnefndir eftirfarandi fulltrúa í embætti skrifara næsta starfsár.
Íris Bettý Alfreðsdóttir og Inga Sigrún Atladóttir til vara.
Samþykkt samhljóða.

4
5. Kjör fulltrúa í sameiginlega félagsmálanefnd Sandgerðisbæjar,
Sveitarfélagsins Voga og Sveitarfélagsins Garðs.

Forseti ber upp tillögu um að eftirtaldir verði kjörnir fulltrúar í sameiginlega
félagsmálanefnd Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Sveitarfélagsins Garðs
Fulltrúi E- lista. Oddný Baldvinsdóttir, Fagradal 10 og Magnús Björgvinsson,
Mýrargötu 8 til vara.
Fulltrúi H- lista. Sigríður Ragna Birgisdóttir, Hafnargötu 15 og Jóhanna Lovísa
Jóhannsdóttir, Fagradal 4 til vara.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku:
6. Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Voga nr. 1230/2005.

Forseti ber upp tillögu um að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Voga nr. 1230/2005 verði vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi tillögu.
Við í H listanum erum eindregið á móti þeirri hugmynd að bæjarráð þurfi að staðfesta
ráðningu á starfsmönnum bæjarfélagsins öðrum en forstöðumönnum. Við teljum
mjög mikilvægt að ábyrgð forstöðumanna á starfsmannahaldi og fjárhagi stofnanna sé
ótvíræð og hlutverk bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar sé að móta ramma og stefnu í
fjárhags- og starfsmannamálum en ekki að hlutast til um innri málefni svo sem
einstakar mannaráðningar.
Til þess að bæjarráð geti staðfest mannaráðningar þurf allir bæjarráðsmenn að setja
sig inn í mál umsækjanda og þar sem forstöðumenn stofnanna og deilda hafa að öllu
jöfnu sérþekkingu á sínu sviði teljum við að slík vinna bæjarráðsmanna þjóni ekki
tilgangi sínum.
Við viljum því leggja til að frekar verið tekin upp sú venja að forstöðumenn stofnanna
og deilda kynni fyrir bæjarráði mannaráðningar því án efa er jákvætt að bæjarfulltrúar
þekki til þeirra starfsmanna sem hjá bæjarfélaginu starfa.
Bæjarstjóri svarar því til að breytingin á 61. og 62. gr. Samþykktar um stjórn og
fundarsköp Sveitarfélagsins Voga sé gerð til þess að skýra ráðningarsamband milli
sveitarfélagsins og starfsmanna þess, en greinin er mjög óljóst orðuð í gildandi
samþykkt. Samkvæmt 62. gr. í gildandi samþykkt skal bæjarráð ráða alla aðra
starfsmenn, en lykilstjórnendur. Því er í raun verið að auka frjálsræði og ábyrgð
forstöðumanna með breytingartillögunni. Ákvæði í tillögunni um að bæjarráð staðfesti
ráðningar sé vísun til þess að forstöðumenn hafi heimild til ráðninga í fjárhagsáætlun.
Forseti vísar tillögu minnihlutans til umræðu í bæjarráði milli fyrri og seinni umræðu
um samþykktina.
Samþykkt samhljóða.

5

Til máls tóku: Inga Sigrún, Íris Bettý, Róbert, Hörður og Birgir Örn.
7. Sumarleyfi bæjarstjórnar.
Forseti ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði í júlí og ágúst. Næsti
reglulegi fundur bæjarstjórnar verði í september. Ennfremur að bæjarráði verði veitt
umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í orlofi bæjarstjórnar, í samræmi við 39. gr.
Sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Samþykkt samhljóða.
8. Tillaga að deiliskipulagi við Hraunholt og Heiðarholt.
Engar athugasemdir bárust vegna skipulagstillögunnar, en hún var samþykkt í
Skipulags- og bygginganefnd þann 30. apríl 2007.
Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og feli
skipulags- og byggingafulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar til umsagnar og
auglýsingar.
Samþykkt samhljóða.
Meirihluti E- listans leggur fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti E- listans fagnar því að loks sé deiliskipulag lóða undir atvinnuhúsnæði við
Heiðarholt og Hraunholt samþykkt og byggingaframkvæmdir að hefjast.
Minnihlutinn tekur undir þá bókun.
Til máls tóku: Birgir, Hörður og Inga Sigrún.
9. Umsókn um lóðina Heiðarholt 2.
Umsóknin var til umfjöllunar á 22. fundi bæjarráðs og vísað til afgreiðslu
bæjarstjórnar. Umsóknin uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í
úthlutunarskilmálum fyrir Hraunholt og Heiðarholt.
Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki að úthluta lóðinni Heiðarholt 2 til
Lóðarlögunar ehf.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Íris Bettý og Róbert.
10. Tillaga að rammaskipulagi miðbæjarsvæðis.
Forseti ber upp tillögu um bæjarstjórn samþykki tillögu að rammaskipulag
miðbæjarsvæðis og vísi því til deiliskipulagsvinnu.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Rut, Sigríður Ragna, Íris Bettý og Róbert.
11.

6

Unglingalandsmót UMFÍ 2009.

Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjóra verði falið að undirrita viljayfirlýsingu um
að Sveitarfélagið Vogar muni leggja sitt af mörkum til þess að UMFÞ geti haldið
Unglingalandsmót í Vogum 2009.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Við í H listanum styðjum heilshugar þá metnaðarfullu áætlanir sem UMFÞ hefur um
Unglingalandsmót í Vogum árið 2009 og teljum við að slíkt mót geti verið mikil
lyftistöng fyrir bæjarfélagið.
Við teljum það þó skyldu okkar sem kjörinna fulltrúa að ganga úr skugga um að
bæjarsjóður sé í raun og veru í stakk búinn til að axla þá ábyrgðir sem slíkt mót hefði í
för með sér.
Auk þess sem slíkt unglingalandsmót útheimtir mikla sjálfboðavinnu sýnist okkur að
sveitarfélagið þurfi að leggja út talsverðar upphæðir vegna mótsins. Fram kemur í
umsókninni að byggja þurfi upp 6 knattspyrnuvelli auk frjálsíþróttaaðstöðu. Trúlegt er
að einnig þurfi að byggja upp löglega keppnislaug fyrir mótið auk þess sem
sveitarfélagið skuldbindur sig til að útvega næg tjaldstæði sem líklega þyrfti að fylgja
öll hreinlætisaðstaða.
Samkvæmt þeim óformlegu athugunum sem við höfum gert er óhugsandi að
sveitarfélagið þurfi ekki að leggja út í kostnað vegna þessa og viljum við því leggja til
að gerð verði gróf kostnaðaráætlun sem við getum lagt til grundvallar við samþykkt
umsóknarinnar. Vegna stöðu bæjarsjóðs finnst okkur slík áætlun lykilatriði til þess að
bæjarfulltrúar geti tekið ábyrga afstöðu í málinu.
Við leggjum því jafnframt til að málinu verði frestað þar til slík kostnaðaráætlun
liggur fyrir.
Forseti ber upp frestunartillögu minnihlutans.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn fjórum.
Forseti ber aftur upp tillögu um að bæjarstjóra verði falið að undirrita
viljayfirlýsinguna.
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Inga Rut, Hörður, Birgir og Róbert.
12. Bílaþvottaplan.
Málið er á dagskrá að beiðni minnihlutans. Forseti gefur oddvita minnihluta orðið.
Í stjórnartíð H listans var ákveðið að leggja niður þvottaplan sem til staðar var í
bæjarfélaginu og leggja svæðið undir íbúabyggð. Á þeim tíma var hafin athugun á
því að setja upp bílaþvottaplan niðri við höfn en vegna óvissu um eignarhald
svæðisins var ekki haldið áfram með þær fyrirætlanir. Einnig komu á þeim tíma fram
hugmyndir um bílaþvottaplan bak við Iðndal 2 en ekki náðist að kanna þá möguleika
að fullu.

7
Í aðdraganda kosninganna töldu forsvarsmenn E listans að bílaþvottaplan í Vogum
yrði eitt af forgangsverkefnum þeirra kæmist þeir að í stjórn bæjarfélagsins. Við í H-
listanum tökum undir þær hugmyndir og teljum afar mikilvægt að slík þjónusta sé til
staðar í bæjarfélaginu.
Við viljum við því spyrja hver sé staðan á þessum málum. Hvenær er fyrirhugað að
hefja uppbyggingu á nýju bílaþvottaplani og hvaða hugmyndir eru nú uppi um
staðsetningu þess.
Bæjarstjóri svarar því til að síðastliðið sumar hafi hann átt viðræður við forsvarsmenn
Esso, nú N1, um uppbyggingu bílaþvottaplans í Vogum. Olíufélagið sá ekki grundvöll
fyrir slíkum rekstri.
Forseti svarar því til að æskilegt sé að bílaþvottaplan sé í sveitarfélaginu, en telur ekki
að það sé verkefni sveitarfélagsins að reka slíka þjónustu. Hins vegar geti
sveitarfélagið beitt sér fyrir því að einkaaðilar reki slíka þjónustu, hvort sem það er á
vegum olíufélags eða annarra.
ITil máls tóku: Inga Sigrún, Róbert og Birgir.
13. Styrkveitingar úr afreksmannasjóði Sveitarfélagsins Voga.
Forseti afhendir Huldu Hrönn Agnarsdóttur, sundkonu og Ásgeiri Erni Þórssyni,
júdómanni, hvoru 50.000 kr. styrk úr Afreksmannasjóði Sveitarfélagsins Voga.
Bæjarstjórn fagnar góðum árangri þeirra og hvetur þau sem og aðra afreksmenn í
sveitarfélaginu til frekari dáða í framtíðinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.55.

Getum við bætt efni síðunnar?