Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

29. fundur 18. desember 2007 kl. 18:00 - 20:50 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 18. desember 2007, kl. 18.00 að Hafnargötu
17- 19.
Mættir: Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Bergur
Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð.
Anný Helena Bjarnadóttir, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar stýrir fundi í fjarveru forseta.
1. Fundargerðir 36. og 37. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Með vísan til 1. máls í fundargerð 36. fundar bæjarráðs leggur minnihlutinn fram eftirfarandi
bókun.
Í erindinu sem var sent inn til afgreiðslu í upphafi var ekki tilgangurinn að sækja um styrk til
íslenskukennslu heldur móðurmálskennslu og var það tekið strax fram eftir að erindið hafði
verið afgreitt og mistök í orðalagi komu í ljós. Því var send inn breytingartillaga vegna þessa
máls.
Nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku eiga hvort sem er rétt á sérstakri kennslu í
íslensku skv. 36. grein grunnskólalaga, enda var ekki verið að sækja um slíkt.
Þrátt fyrir það staglast meirihlutinn áfram á því að þeir vilji styrkja íslenskukennslu þessara
barna. Þessi afgreiðsla málsins er því ekkert nema útúrsnúningur af hálfu meirihlutans og til
þess ætluð draga athyglina frá kjarna málsins.
Sigríður Ragna ber upp eftirfarandi tillögu
Minnihlutinn leggur til að meirihlutinn endurskoði afstöðu sína í ljósi nýrra upplýsinga og að
fé verði varið til móðurmálskennslu til handa nýbúum sem liður í viðleitni bæjarstjórnar til að
hlúa að mannréttindum nýbúabarna og stuðla að því að styrkja sjálfsmynd þeirra og að þessi
kennsla verði hluti af nýrri skólastefnu fyrir bæði skólastigin, þ.e. leikskóla og grunnskóla.
Hörður ber upp spurningu til Sigríðar um hvort tillaga hennar snúi aðeins að þeim þremur
nemendum sem erindi oddvita minnihlutans náði til í upphafi.
Bergur leggur fram eftirfarandi bókun.
Ferli þessa máls vekur enn og aftur athygli á undarlegum vinnubrögðum oddvita
minnihlutans. Oddvitinn leggur fram erindi í eigin nafni sem starfsmaður sveitarfélagsins,
tekur þátt í afgreiðslu þess sem bæjarráðsmaður, og áttar sig síðan á því að hún skildi ekki
erindið sitt þegar hún lagði það fram og óskaði því eftir breytingu á afgreiðslu bæjarráðs með
breytingartillögu í bæjarstjórn. Breytingin sem óskað var eftir var grundvallarbreyting á
erindinu, og lýsir því vel hversu vel oddviti minnihluta hefur undirbúið málflutning sinn.

2
Hvað telur minnihlutinn að bjóða eigi upp á móðurmálskennslu á mörgum tungumálum af
þeim um tvöþúsund tungumálum sem talin eru vera til í heiminum?
Forseti ber upp tillögu Sigríðar.
Felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Sigríður Ragna leggur fram eftirfarandi bókun.
Ég lýsi yfir miklum áhyggjum af áhugaleysi meirihlutans til að láta sér þessi mál varða vegna
mikils og sterks forvarnargildis sem móðurmálskennsla til nýbúa hefur.
Hörður óskar bókað að hann fari fram á svör við spurningu þeirri sem hann varpaði fram. Þ.e.
hvort tillaga minnihlutans eigi við um alla erlenda nemendur eða aðeins þá þrjá sem erindið
hljóðaði upp á.
Sigríður svarar því til að það þurfi meta þörfina hverju sinni.
Inga Sigrún svarar því til upphafleg tillaga hennar var afmörkuð við þrjá nemendur, en kallar
eftir því að sveitarfélagið hafi stefnu í þessum málum.
Inga Sigrún óskar bókað að formaður fræðslunefndar hafi í máli sínu lýst stefnu meirihlutans
varðandi móðurmálskennslu erlendra nemenda, þannig að ekki standi til að styðja þá menntun
sérstaklega.
Forseti ber upp tillögu um að stuðningur sveitarfélagsins við móðurmálskennslu erlendra
nemenda á sínu eigin tungumáli verði með því að veita aðgang að húsnæði grunnskólans til
kennslunnar.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Með vísan til 8. máls 37. fundargerðar leggur Íris Bettý fram eftirfarandi bókun.
Þetta bréf frá áhyggjufullum foreldrum er lýsandi dæmi um hvaða afleiðingar mikið brotfall
kennara sl. haust hefur nú haft í för með sér. Við í H-lista minnihluta deilum þessum
áhyggjum af ástandinu með bréfriturum eins og fulltrúar okkar í fræðslunefnd hafa áður bent
á.
Við viljum taka undir með bréfritara og spyrjum hvort meirihluti E-listans hafi áhyggjur af
því ástandi sem skapast hefur í grunnskólanum sem m.a hefur leitt af sér að hætt hafi verið
við tvö þróunarverkefni sem í gangi voru?
Við leggjum til að starfsmönnum grunnskóla og leikskóla verði greitt álag vegna manneklu
samsvarandi því sem greitt hefur verið í Kópavogi og Garðabæ.
Hörður leggur fram breytingatillögu við tillögu Írisar um að hvata- eða álagsgreiðslur til
kennara og leikskólakennara verði teknar til umfjöllunar í tengslum við vinnu í stýrihóp um
starfsmannastefnu sveitarfélagsins.
Forseti ber upp breytingartillögur Harðar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Hörður svarar því til að erfiðleikar við að manna kennarastöður séu ekkert einsdæmi í Stóru-
Vogaskóla. Í öllum sveitarfélögum er erfitt að manna stöður við skóla.
Með vísan til 9. máls 37. fundargerðar leggur Inga Sigrún eftirfarandi bókun.

3
Fulltrúar H listans harma að E listinn hafi í krafti meirihluta síns hafnað því að skipa mann frá
H listanum sem varamann í stjórn Suðurlinda eins og eðlilegt hefði verið ef litið er til
bæjarmálasamþykktar sveitarfélagsins.
Áætlanir meirihlutans um þessa skipan mála var fulltrúum H listans fyrst kynntar á stofnfundi
Suðurlinda og á þeim fundi var oddvita E listans gerð óánægja minnihlutans ljós. Við viljum
vekja athygli á þssum vinnubrögðum sérstaklega í ljósi þess að meirihlutinn hefur nú þegar
fengið á sig stjórnsýslukæru vegna slíkra mála.
Með vísan til 11. máls í 37. fundargerð bæjarráðs leggur Sigríður Ragna til að bæjarstjórn lýsi
yfir stuðningi við þau hjón Ragnar og Björgu fyrir framgöngu sína og viðbrögð við erfiðar
aðstæður.
Forseti ber upp tillögu Sigríðar.
Felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Forseti leggur fram eftirfarandi bókun.
Mesta og besta viðurkenning sem þeim hjónum Ragnari og Björg getur hlotnast hlýtur að vera
sú aukna áherslu sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á forvarnir í sveitarfélaginu í kjölfar
erfiðrar lífsreynslu þeirra.
Auknar forvarnir sjást best í auknum styrkjum til íþróttastarfsemi og annarra félagastarfsemi,
þá ekki síst til þeirra sem vinna ötullega að forvarnarmálum. Þar á ég við aðila eins og Lund
og önnur félagasamtök þar sem unnið er óeigingjarnt starf af miklum krafti.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða að öðru leyti.
Til máls tóku: Anný Helena, Íris Bettý, Sigríður Ragna, Hörður, Bergur, Inga Sigrún, Inga
Rut og Róbert.
2. Fundargerðir 24. og 25. fundar skipulags- og bygginganefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Með vísan til 8. máls í 25. fundargerð nefndarinnar vill Inga Sigrún bóka eftirfarandi.
Í ljósi úttektar byggingafulltrúa og höfnun byggingarnefndar á stöðuleyfi ásamt ásökunum um
að hann hafi byggt óleyfilega á lóð þar sem eignarhald er óljóst viljum við leggja til að
formaður skipulags- og bygginganefndar víki úr starfi sem formaður nefndarinnar á meðan
unnið er í málinu. Enda teljum við það alls ekki sæmandi að maður sem situr undir svo
alvarlegum ávirðingum sé formaður nefndar sem á að sjá um að hvarvetna í bæjarfélaginu sé
byggt í samræmi við gildandi skipulag, lagaákvæði og reglugerðir um skipulags- og
byggingarmál.
Forseti ber upp tillögu um að afgreiðslu nefndarinnar á 8. máli 25. fundar nefndarinnar verði
frestað með vísan til þess að frestur lóðarhafa til að andmæla efnisatriðum greinargerðarinnar
sé ekki liðinn.
Oddviti H- listans óskar eftir fundarhléi kl. 19.20.
Samþykkt samhljóða að veita 5 mínútna fundarhlé.
Hörður vekur athygli á því að umsókn um stöðuleyfi á Breiðagerði 3 hafi ekki verið hafnað,
hins vegar hafi umsóknin verið samþykkt í mars eða apríl 2006. Hingað til hafi afgreiðslu
málsins verið frestað vegna skorts á gögnum.
Hörður óskar bókað að minnihlutinn hafi veitt bæjarfulltrúa leyfi til að viðra sína skoðun og
fagnar því.

4
Inga Rut bókar að það sé í anda góðra stjórnsýsluhátta að fresta afgreiðslu málsins þar til
frestur aðila til andmæla er liðinn.
Eins vekur hún athygli á því að umsókn um stöðuleyfi hafi ekki verið á dagskrá fundarins,
heldur greinargerð byggingarfulltrúa um framkvæmdir í Breiðagerði 3. Spyr hvort umsóknin
hafi verið á dagskrá og hver hafi óskað eftir því að hún væri á dagskrá.
Inga Sigrún svarar því til að umsóknin sjálf hafi ekki verið á dagskrá skv. þeim gögnum sem
henni bárust fyrir fundinn. Þó ítrekar hún að betra sé að varaformaður nefndarinnar sem
stjórnaði fundi í málinu, svari því.
Forseti ber upp breytingartillögu Ingu Rutar um frestun á afgreiðslu málsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða að öðru leyti.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Anný Helena, Róbert, Inga Rut og Hörður.
3. Deiliskipulagstillaga fyrir Vogagerði 21- 23.
Forseti gefur orðið laust.
Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar
til að auglýsa tillöguna með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Til máls tók: Anný Helena,
4. Deiliskipulagstillaga Grænuborgarhverfis.
Forseti gefur orðið laust.
Inga Sigrún gerir athugasemd við að ekki hafi verið formlega fjallað um allar athugasemdir
sem komu fram við tillöguna í skipulags- og byggingarnefnd.
Bæjarstjóri telur að athugasemdir þær sem vísað er til hafi verið teknar til umfjöllunar í
tengslum við afgreiðslu tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins árið 2006.
Inga Sigrún ítrekar að slíkt hafi ekki verið gert, utan þess að málinu var frestað í maí 2007.
Forseti leggur til að deiliskipulagstillögunni verði vísað aftur til umfjöllunar í skipulags- og
byggingarnefnd þar sem vafi leiki á því að nefndin hafi tekið allar athugasemdir við tillöguna
til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Anný Helena, Inga Sigrún, Róbert og Hörður.
5. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 17. janúar. Boð um þátttöku í
samanburðarverkefni um skólamál.
Forseti gefur orðið laust.
Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki þátttöku í verkefninu.
Samþykkt samhljóða.

5

Til máls tóku: Anný Helena.
6. Samstarfssamningur við UMFÞ.
Forseti gefur orðið laust.
Inga Sigrún óskar bókað að hún hafi spurt um vinnuferil við gerð samstarfssamningsins og
bæjarstjóri hafi þar m.a. greint frá því að tillaga um nýtingu þess fjármagns sem sveitarfélagið
veitir til UMFÞ hafi verið að frumkvæði stjórnar félagsins, þ.m.t. lækkun fjármagns til starfs
framkvæmdastjóra.
H listi fagnar því að samningar hafi náðst.
Bergur vekur athygli á því að verið sé að auka fjárframlög til Ungmennafélagsins með þessu
samkomulagi.
Forseti fagnar metnaðarfullum samstarfssamning Sveitarfélagsins Voga og UMFÞ sem mun
án efa leggja grunn að farsælu starfi félagsins á næstu árum.
Forseti leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Róbert, Hörður, Íris Bettý og Bergur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.50.

Getum við bætt efni síðunnar?