Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

395. fundur 06. mars 2024 kl. 17:30 - 18:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 115. mál Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. mars nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

2.Viðaukar 2024

2403003

Lagður fram viðauki nr. 1 2024

Í samræmi við samþykkt 394. fundar bæjarráðs þann 21. febrúar sl. varðandi beiðni Ungmennafélagsins Þróttar um rekstarframlag vegna neikvæðrar niðurstöðu á rekstri íþróttamiðstöðvar 2023, er lagt til að samþykktur verði kostnaður að fjárhæð 2.471.844 krónur sem mætt er með lækkun útistandandi kröfu á Ungmennafélagið Þrótt vegna fyrirframgreiðslu styrkjar 2024.



Í þjónustusamningi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kveðið á um afnot af húsnæði fyrir heilsugæslusel í hluta af húsnæði bæjarins að Iðndal 2. Fjárfesting í breytingum og endurbótum var samþykkt í viðauka við fjárhagsáætlun síðasta árs en verkefnið frestaðist. Áætlaður kostnaður nemur nú 25 m.kr. Lagt er til að ráðist verði í verkefnið og að fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Í fjárhagsáætlun 2024 nemur fjárfesting vegna færanlegrar kennslustofu við Heilsuleikskólann Suðurvelli 80 m.kr. Endurmetinn kostnaður vegna verkefnisins nemur nú 35 m.kr. Því er áætlað handbært fé styrkist um 45 m.kr.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Rekstur leikskóla 2024 og opnun nýrrar deildar

2403002

Lagt fram minnisblað um opnun nýrrar leikskóladeildar og áætlun um mönnun og kaup á lausafjármunum sem tengjast starfseminni.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

4.Nefndir og ráð

2403001

Til fundarins mæta formenn nefnda sveitarfélagsins til að ræða um starf þeirra og áherslur.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar formönnum fræðslunefndar, skipulagsnefndar og umhverfisnefndar fyrir yfirferðina og samtalið.

5.Húsnæðisþörf skóla-og frístundaúrræða

2403004

Lögð fram drög að verkefnis- og kostnaðaráætlun. Markmið verkefnisins er að leggja mat á húsnæðisþörf í skóla- og frístundaumhverfi Voga til næstu framtíðar. Rýnt verður í núverandi húsnæði, nemendafjölda, þróun nemendafjölda síðustu ára og spáð fyrir um þróun til framtíðar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða verkefnis- og kostnaðaráætlun og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins fyrir næsta fund bæjarráðs.

6.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 943.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 09.02.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

7.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

2401059

Lögð fram fundargerð 461.fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 16.02.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

8.Fundargerðir stjórnar Kölku 2024

2401022

Lögð fram fundargerð 555. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var

13.02.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 23.02.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

10.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2024

2403005

Lögð fram fundargerð 79. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 25.01.24

Lögð fram fundargerð 80. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja

sem haldinn var 29.02.24
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?