Atvinnumálanefnd

4. fundur 05. apríl 2011 kl. 18:00 - 19:20 Iðndal 2

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 5. apríl
2011 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mætt eru: Jón Elíasson, Oddur Ragnar Þórðarson, Björg Leifsdóttir, Jóngeir Hjörvar
Hlinason og Erla Lúðvíksdóttir sem ritar fundargerð í tölvu.
Jón Elíasson formaður nefndarinnar stýrir fundi.
Eirný Vals bæjarstjóri situr fundinn.

1. Starfandi fyrirtæki í sveitarfélaginu.
Atvinnumálanefnd hefur hug á að kynna sér starfsemi fyrirtækja í sveitarfélaginu.
Formaður hefur samband við fyrirtæki og skipuleggur heimsóknir í samstarfi við þau.
2. Framtak til fyrirmyndar.
Atvinnumálanefnd vill vinna að atvinnu- og nýsköpunarhelgi/viku á Suðurnesjum.
Nefndin telur farsælast að samstarfið sé sem breiðast, undirbúningur sé vandaður og
tímasetning valin með tilliti til þess. Sköpunin á að vera sem víðast um svæðið og fundir,
ráðstefnur og kynningar fari meðal annars fram í Vogum.
Formaður verður tengiliður við verkefnið.
3. Skipulag kynningarmála í sveitarfélaginu fyrir 2011, viðburðatal.
Atvinnumálanefnd mun fara yfir heimasíðu sveitarfélagsins og koma með tillögur að
breytingum.
Nefndin hvetur alla þá sem standa að viðburðum í sveitarfélaginu að nýta viðburðatal það
sem er á heimasíðunni til kynningar, ábendingar um viðburði má senda á
skrifstofa@vogar.is
4. Atvinnustefna, stikkorð á kort, kynning á bæklingi.
Handrit að bæklingi lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:20

Getum við bætt efni síðunnar?