Sveitarfélagið Vogar hefur nú sett í loftið nýja og betrumbætta heimasíðu sveitarfélagsins. Þar með verður leyst af hólmi eldri vefsíða sveitarfélagsins, sem komin er til ára sinna og svara ekki lengur kalli tímans um aðgengi að upplýsingum. Stjórnsýsla sveitarfélagsins er stöðugt í endurskoðun, með það að markmiði að bæta hana og gera auðveldari fyrir alla þá sem þurfa á henni að halda. Ekki síst er það aukið aðgengi að rafrænni stjórnsýslu sem skiptir hér höfuðmáli, en hér á vefnum er að finna öll þau eyðublöð sem í gildi eru hjá sveitarfélaginu og þarfnast útfyllingar sé sótt um þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Þá er einnig hlekkur á íbúagátt sveitarfélagsins, þar sem íbúar geta nálgast ýmis gögn og sótt um þjónustu á vegum sveitarfélagsins.
Starfsfólk sveitarfélagsins mun eftir föngum uppfæra heimasíðuna reglulega. Við munum birta fréttir, tilkynningar, auglýsingar, uppfæra viðburðadagatal auk þess sem pistlar bæjarstjóra verða á sínum stað.
Það er von mín að hin nýja heimasíða sveitarfélagsins falli í góðan jarðveg og auðveldi þeim sem okkur heimsækja á rafrænan hátt að nálgast upplýsingar um starfsemina. Við þiggjum einnig ábendingar um það sem betur má fara, en ábendingahnappa er að finna á flestum síðum heimasíðunnar.
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri