Föstudagspistill bæjarstjóra 29.10.2021

Fjárhagsáætlun lögð fram.

Á fundi bæjarstjórnar í vikunni voru drög að fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram til fyrri umræðu. Drögin eru enn sem komið er frekar hrá, en gefur þó vísbendingar um heildarmyndina. Ljóst er að sveitarfélagið sér fram á neikvæða rekstrarniðurstöðu á næsta ári, þriðja árið í röð. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við merkjum jákvæða þróun og hægan viðsnúning í rekstrinum. Vonir okkar standa til að afkoman verði orðin viðunandi árið 2023. Bæjarráð mun hittast á vinnufundi fimmtudaginn 11. nóvember, þar sem lögð verður lokahönd á verkið. Gert er ráð fyrir að síðari umræða verði á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 24. nóvember n.k.

Dagbók

Mánudagur: Stöðufundur almannavarna, vinnufundur bæjarráðs. 

Þriðjudagur: Engir fundir

Miðvikudagur og fimmtudagur: Bæjarstjórinn lagðist í flensu!

Föstudgur: Þátttaka í vinnustofu Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, um stafræna stjórnsýslu. Gengið frá undirritun samstarfssamning við Vodafone um fjarskipta- og símaviðskipti, samningurinn færir sveitarfélaginu sparnað í rekstri næstu þrjú árin.

Að lokum

Pistillinn er í styttra lagi að þessu sinni - nú verður helgin notuð til að jafna sig á flensuskömminni. Fjölgun smita er í samfélaginu - förum öll varlega og munum að viðhafa persónubundnar sóttvarnir. Bestu óskir til allra um góða helgi!

Getum við bætt efni síðunnar?