Upplýsingar vegna yfirstandandi jarðhræringa

Íbúar hafa tekið eftir að við erum nú í öflugri jarðskjálftahrinu og hefur óvissustigi verið lýst yfir af hálfu Almannavarna. 

Við vekjum athygli á að á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins er hnappurinn Náttúruvá og þar má finna allar upplysingar um varnir og viðbúnað við þær aðstæður sem nú eru upp ásamt því að nálgast má rýmingaráætlun sveitarfélagsins. 

Við minnum einnig á hvítu og rauðu borðana sem dreift var í hús í fyrravor og eru vonandi enn til á þeim heimilum sem þá fengu. Ef íbúar þurfa að rýma heimili sín í skyndi skal merkja það með rauðum borða þegar búið er að yfirgefa það en með hvítum borða ef aðstoðar er þörf. Þeir sem þurfa að nálgast borða, t.d. nýjir íbúar, geta gert það á skrifstofu sveitarfélagsins. 

Að lokum er vert að taka fram að þær jarðhræringar sem standa yfir núna eru að mestu bundnar við nárgenni Kleifarvatns en lítil sem engin virkni er í nágrenni Fagradalsfjalls. Einnig að ef til eldgoss kemur og hraun tekur að renna mun það taka hraun langan tíma að ná að byggð í sveitarfélaginu. Þannig að eins og staðan er núna er afar ólíklegt að til skyndilegrar rýmingar komi þó óneitanlega séu svona stórir skjálftar eing og við erum að upplifa mjög ónotalegir og skiljanlegt að þeir valdi fólki ugg.