Rýmingaráætlun fyrir Sveitarfélagið Voga - á íslensku, ensku og pólsku

Rýmingaráætlun.

Gefin hafa verið út drög að rýmingaráætlun fyrir Sveitarfélagið Voga. Áætlunin er enn í vinnslu og eru þessi drög einungis hugsuð til að bregðast við þeim aðstæðum sem upp eru komin.

Söfnunarmiðstöð innan sveitarfélagsins er í Íþróttamiðstöðinni og er hún hugsuð fyrir fólk sem þarf aðstoð við að komast af svæðinu ef til rýmingar kemur. Vakin er athygli á að á áætlunina vantar enn sem komið er götukort en það er í vinnslu.

Verið er að vinna rýmingaráætlanir fyrir stofnanir sveitarfélagsins og er sú vinna langt komin.

 

Áætlunina má sjá hér - íslenska

Rýmingaráætlun á ensku

Rýmingaráætlun á pólsku