Tónleikar Pálma Gunnarssonar á Fjölskyldudögum

Pálmi Gunnarsson mun leika á tónleikum Fjölskyldudaga sunnudagskvöldið 18. ágúst kl. 20.00 og verður hann með hljómsveit með sér. Á tónleikunum verða flutt lög af löngum og farsælum ferli Pálma og jafnvel mun hann segja einhverjar bransasögur. Pálma þarf vart að kynna fyrir Íslendingum hann hefur löngu stimplað sig inn sem þjóðareign og hefur sungið urmul vinsælla laga, má þar nefna Reyndu aftur, Íslenska konan, Þorparinn, Ó þú og fleiri og fleiri. 

Ásamt Pálma, sem bæði syngur og leikur á bassa, spila hljóðfæraleikararnir Þórir Úlfarsson á píanó, Bjarni Freyr Ágústsson á gítar og Erik Qvick á trommur. 

Aðgangur er ókeypis eins og á alla viðburði á FJölskyldudögum