Tónleikar Kvennakórs Grindavíkur

Kvennakór Grindavíkur heldur vortónleika í Tjarnarsalnum kl. 17.00.  Flutt verða íslensk og erlend kórverk úr ýmsum áttum. Stjórnandi kórsins er Berta Dröfn Ómarsdóttir.

Einnig munu Berta Dröfn Ómarsdóttir sópransöngkona og Svanur Vilbergsson gítarleikari flytja íslensk og spænsk sönglög.

Aðgangseyrir er 2.500 kr.